Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 4
4 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Á að setja lög sem skylda stjórn- málaflokka til að birta reikninga sína opinberlega? Spurning dagsins í dag: Hefurðu áhyggjur af aukinni hörku í undirheimum Íslands? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 21% 74% Nei 5%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Þjófur á útleið hitti öryggisvörð Kurteis þjófur á ósamstæðum skóm braust inn á veitingastaðinn Shooters í Kópavogi. Öryggisvörður mætti manninum, sem sagðist vera starfsmaður. Eigandi staðarins gáttaður á öryggisvörslunni. INNBROT Öryggisþjónusta Securit- as brást skjótt við þegar merki kom frá þjófavarnarkerfi á veit- ingastaðnum Shooters við Engi- hjalla 8 í Kópavogi um klukkan níu á þriðjudagsmorgunn. Örfá- um mínútum síðar var öryggis- vörður mættur á vettvang. Í aðal- dyrum veitingastaðarins mætti hann manni á útleið og vildi vita á honum deili. Sá var að sögn kurt- eis og sagðist vera starfsmaður og kynnti sig með nafni. Hann kvaddi síðan öryggisvörðinn og hvarf út í myrkur skammdegis- morgunsins. Lára Bragadóttir, eigandi Shooters, segist hafa komist að því klukkan fjögur sama dag að brotist hefði verið inn. Þegar hún kom til að opna sá hún að sjálf- virkt slökkvikerfi í eldhúsi hafði verið sett af stað. Við nánari skoðun sá hún að reynt hafði ver- ið að spenna upp peningaskáp. Hún segir þjófinn ekki hafa áttað sig á því að skápurinn var ólæst- ur og einungis þurfti að ýta á takka sem á stendur opnist. Hún segir að eitthvað af vindlingum hafi horfið. „Ég tilkynnti um atvikið til lög- reglunnar,“ segir Lára. Hún segir að Securitas virðist ekki hafa gert sér neina grein fyrir að þarna væri innbrots- þjófur á ferð. Þegar hún hafði samband við fyrirtækið síðdegis kom á daginn að talið var víst að maðurinn væri starfsmaður Shooters. Hún segir að klárlega hafi þarna verið innbrotsþjófur- inn á útleið. Hún telur að maður- inn sem um ræðir hafi komið á veitingastaðinn fyrir lokun. Hann hafi verið skuggalegur útlits og í svörtum skó á öðrum fæti en hvít- um skó á hinum. „Mér finnst trúlegt að það sé maðurinn sem braust inn á stað- inn,“ segir hún. Lára segist greiða 30 þúsund krónur á mánuði fyrir öryggis- vörsluna og sér sé óskiljanlegt í ljósi ummerkjanna að ekki hefði uppgötvast að um væri að ræða innbrot. Lára kallaði til lögreglu, sem nú rannsakar málið. Árni Guðmundsson, forstöðu- maður gæslusviðs Securitas, stað- festi að öryggisvörður hafi farið á staðinn og hitt þar mann. Árni seg- ir að ekki hafi þá náðst í rekstrar- aðila staðarins. Þá hafi öryggis- vörðurinn ekki séð nein ummerki um innbrot. Hann segir að maður- inn hafi verið stöðvaður og hann hafi sýnt skilríki. „Það var ekki til- efni til að kyrrsetja manninn og kalla til lögreglu,“ segir Árni. Hann segir að í skýrslu öryggisvarðarins sé uppgefið nafn mannsins en ekki kennitala. rt@frettabladid.is LOÐNAN SKOÐUÐ Stella Steinþórsdóttir skoðar hvort loðnan er frystingarhæf. Loðnu landað á Norðfirði: Ingunn GK fékk tertuna SJÁVARÚTVEGUR Börkur kom til Nes- kaupstaðar í gær með 1.500 tonn af loðnu sem veiddist norðaustur af Langanesi. Loðnan er smá en hluti hennar var tekinn til fryst- ingar á Rússlandsmarkað. Börkur var ekki fyrsta skipið sem kom með loðnu til Norðfjarðar. Ingunn GK landaði þar um 100 tonnum í fyrradag og fór mesti hluti aflans í bræðslu. Það voru því skipverjar á Ingunni sem fengu tertu við komuna til Norðfjarðar í gær. Sjómenn sem Fréttablaðið tal- aði við austur á Norðfirði í gær eru ekki eins bjartsýnir á mikla loðnu og fiskifræðingar þegar rætt er um loðnu á svæðinu frá Vestfjörð- um austur að Reyðarfjarðardýpi. „Einhver hefur þó fundið alla þessa loðnu,“ sagði einn þeirra sem rætt var við. Hann segir loðn- una mjög dreifða. ■ Heimahjúkrun: Tillögur án breytinga HEILSUGÆSLA Fyrsti samningafund- ur í deilu starfsfólks í heima- hjúkrun og heilsugæslunnar var haldinn í gær. Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæsl- unnar, sagði að lagðar hefðu verið fram tillögur, sem starfsfólkið myndi meta. Í þeim væru engar grundvallarbreytingar frá því sem Heilsugæslan hefði boðað áður, heldur einungis nánari út- listanir. Yfirstandandi deila er tilkomin vegna uppsagnar Heilsugæslunn- ar á aksturssamningum í heima- hjúkrun. Starfsfólkið lítur á hana sem uppsögn á ráðningarsamn- ingi og hættir því störfum 1. mars næstkomandi, ef ekki semst um annað. ■ KJARAMÁL Miðstjórn Alþýðusam- bands Íslands telur að ekki verði lengur unað við það hróplega ósamræmi sem er á lífeyrisrétt- indum launafólks á almennum markaði og í opinberri þjónustu. Miðstjórnin telur að afgerandi stuðningur almennings við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um samræmdan lífeyrisrétt sé mikil- vægt veganesti í yfirstandandi kjaraviðræðum. Miðstjórn ASÍ vísar til nýrrar könnunar, sem Gallup gerði fyrir Alþýðusambandið í lok síðasta árs. Þar kemur fram að ríflega 80% landsmanna eru hlynnt kröfu Alþýðusambandsins um sam- ræmdan lífeyrisrétt. Einungis 14% eru andvíg kröfunni og 5% eru hvorki hlynnt né andvíg. Þrír af hverjum fjórum sem spurðir voru telja að lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna séu betri en starfsmanna á almennum mark- aði, 15% sögðu lífeyrisréttinn hliðstæðan og 10% sögðu rétt þeirra sem vinna hjá einkafyrir- tækjum betri. Í könnuninni kom einnig fram að rúmlega 78% segjast óánægð með ný lög um lífeyrisrétt æðstu ráðamanna ríkisins, rúm 9% sögð- ust ánægð með lögin en rúm 12% sögðust hvorki ánægð né óánægð. Úrtakið í könnuninni var 600 manns á aldrinum 18 til 80 ára og var svarhlutfall 71,6%. ■ STEFNURÆÐA SCHWARZENEGG- ERS Arnold Schwarzenegger, rík- isstjóri í Kaliforníu, lofar því að nota ekki nýja skatta til þess að koma lagi á fjár- mál ríkisins og segir að ef þing- menn styðji ekki áætlanir sínar stefni í þrot. Hann lofaði þessu í stefnuræðu á þriðjudaginn og sagði að fortíðar- vandinn hefði ekki skapast af of litlum tekjum heldur af allt of mikilli eyðsla umfram tekjur. GREIÐA SKAÐABÆTUR Yfirvöld í New York hafa samþykkt að greiða þrjár milljónir dollara í skaðabætur til fjölskyldu manns frá Gíneu sem lögreglan í New York skaut til bana árið 1999. Maðurinn, sem var innflytjandi, var óvopnaður þegar lögreglan skaut hann nítján skotum, en hann mun hafa líkst eftirlýstum nauðgara og ekki sinnt skipunum lögreglunnar. BUSH BOÐAR NÝ LÖG George W, Bush Bandaríkjaforseti hefur nú í aðdraganda forsetakosninganna í haust boðað ný lög sem bætt gætu til muna lagalega stöðu ólöglegra verkamanna í Banda- ríkjunum. Samkvæmt lögunum munu að minnsta kosti átta millj- ónir erlendra verkamanna, sem komið hafa ólöglega til landsins, aðallega frá Mexíkó, fá tíma- bundið atvinnuleyfi. FENGU DVALARLEYFI Ungt par og sonur þeirra fékk eins árs dvalarleyfi. Pólitískt hæli: 80 leituðu eftir hæli HÆLISLEIT Enginn þeirra 80 ein- staklinga sem sóttu um pólitískt hæli hérlendis á síðasta ári hafði fengið hæli um áramót. Þrír fengu tímabundið dvalarleyfi. Það eru Ramin og Jana Sana sem fengu, ásamt nýfæddu barni sínu, eins árs dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Mál sjö einstaklinga er enn til meðferðar. Umsóknum 21 ein- staklings var hafnað og 23 sendir úr landi á grundvelli Dyflinnar- samkomulagsins sem felur í sér að tekið er á máli flóttamanns í því Schengen-ríki sem hann kom fyrst til. 26 einstaklingar drógu umsókn sína til baka. ■ HÆLISLEITENDUR 2003 Umsóknir 80 Veiting hælis 0 Veiting dvalarleyfis 3 Synjun á hæli 21 Dró umsókn til baka 26 Enn til meðferðar 7 Endursendir 23* *Endursendir samkvæmt Dyflinnarsam- starfi um hvaða ríki beri ábyrgð á með- ferð hælisumsóknar. Kröfur verkalýðsfélaga í lífeyrismálum: Stuðningur lands- manna afgerandi ÚTIFUNDUR Á AUSTURVELLI Bættum lífeyrisréttindum þingmanna var mótmælt á útifundi í desember. EIGANDINN Lára Bragadóttir, veitingamaður á Shooters, er undrandi á öryggisgæslunni sem hún er áskrifandi að. Þjófur á ósamstæðum skóm hvarf óáreittur út í skammdegismyrkrið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Það var ekki tilefni til að kyrrsetja manninn. LJ Ó SM YN D /E G ■ Ameríka HAMFARIR Jón Björgvinsson, kvik- myndatökumaður og fréttaritari, kom til borgarinnar Bam í Íran nokkrum dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir svæðið. Minnst 30 þúsund manns týndu lífi í hamförunum og meira en 30 þús- und slösuðust. Jón hefur síðustu daga kvikmyndað skjálftasvæðið. „Borgin er ein steinahrúga og það er ótrúlegt að fara um hverfin. Fólk reynir að tína saman heillega hluti til að taka með sér, en það er mikill straumur frá borginni þar sem flestir hafa ákveðið að yfir- gefa hana. Það er ekkert lengur til staðar í Bam og engin framtíð fyrir fólkið,“ segir Jón þegar hann lýsir aðstæðum á skjálftasvæðinu. Íranar hafa fagnað erlendri að- stoð, en ljóst er að mikið uppbygg- ingarstarf er fram undan sem gæti tekið mörg ár. Ríkisstjórn Ís- lands hefur ákveðið að veita 10 miljónum króna í hjálparstarfið. Um 70 þúsund manns eru nú heimilislaus og hafast við í tjöld- um eða gámum. „Íranar ætla að byggja borgina upp á næstu árum en það verður erfitt því vatnsuppsprettur hafa til dæmis breyst og jafnvel eyði- lagst við skjálftann. Þessi gamla vin í eyðimörkinni á Silkiveginum frá austri til vesturs er nú horfin,“ segir Jón að lokum. ■ JARÐSKJÁLFTINN Í BAM Ömurlegar aðstæður blasa við á skjálfta- svæðinu en minnst 30 þúsund manns týndu lífi og um 70 þúsund eru heimilislaus. Jón Björgvinsson á skjálftasvæðinu í Bam í Íran: Borgin er ein steinahrúga JÓN BJÖRGVINSSON Kom til Bam á nýársdag og segir ömurlegar aðstæður blasa við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur á hörmungasvæði því hann vann við kvikmyndatökur í Kabúl og í Bagdad í kjölfar árása Bandaríkjamanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.