Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 8. janúar 2004 Hátt í þrjár vikur síðan sorpið var tekið: Fullar sorptunnur í Salahverfi SORPHIRÐA „Sorpið hefur ekki verið tekið síðan 20. desember. Ég er búinn að fara fjórar ferð- ir í Sorpu með heimilisruslið,“ segir Brynjar Guðmundsson, íbúi við Glósali í Kópavogi. Brynjar segist borga hátt út- svar og að það sé forkastanlegt og hreinlega ekki fólki bjóðandi að Kópavogsbær skuli ákveða einhliða að koma sjaldnar til að hirða sorpið. „Í bænum er mikið af barnafólki og það er stað- reynd í þessu neysluþjóðfélagi sem við búum í að magn sorps fer vaxandi.“ Hann segir ólykt fylgja yfirfullum tunnum og sérstaklega af því sorpi sem er ekki í plastpokum. Sjálfur hefur hann sett ruslið sem er í pokum inn í bílskúr. „Ég er með barna- afmæli í kvöld og hef ekkert gaman af að taka á móti fólki með öskutunnurnar ælandi,“ sagði Brynjar þegar rætt var við hann í gær. Hann segist hafa fengið þau svör í áhaldahúsi Kópavogs að losa ætti sorpið í gær en ólík- legt væri að það stæðist þar sem sorphirðan væri komin langt á eftir áætlun. Áður bjó Brynjar í Reykjanesbæ, en hann segir sorphirðuna þar, sem einkafyrirtækið Njarðtak sér um, vera til fyrirmyndar. ■             !  " # $"  %&' SORPTUNNUR VORU SÍÐAST LOSAÐAR FYRIR JÓL Brynjar hefur farið fjórar ferðir í Sorpu með heimilissorpið því tunnan hefur ekki verið losuð síðan fyrir jól. Brunamálastofnun: Árangur mældur SAMNINGUR Brunamálastofnun hefur undirritað samning við rík- ið sem felur í sér að árangur af starfi stofnunarinnar verður mældur samkvæmt skilgreindum mælikvörðum. Brunamálastofnun er með allra fyrstu stofnunum ríkisins til að gera samning af þessu tagi. Við mælingu á árangri af starfi stofn- unarinnar verður einkum litið til fjögurra þátta; þjónustu, fjár- málastjórnunar, starfsmannamála og innri verkferla. Enn fremur verður lagt mat á hvort rekstur- inn verði í samræmi við fjárheim- ildir og áætlanir. ■ AFLEIÐINGAR BRUNA Samkvæmt tölum tryggingafélaganna eru brunar í sjónvörpum langalgengustu brun- arnir af völdum rafmagnstækja, en næstir eru brunar í þvottavélum og þurrkurum. Brunar í sjónvarps- tækjum: Lífshættu- legur reykur BRUNI „Við höfum rökstuddan grun um að brunum í sjónvarps- tækjum hafi fjölgað til muna,“ segir Gunnar Örn Pétursson, stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldur kviknaði í sjónvarpstæki þegar kveikt var á því í húsi við Lautar- smára í Kópavogi í byrjun vikunn- ar. Mikill reykur myndaðist og voru tvær konur fluttar á slysa- deild með reykeitrun. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni. Gunnar Örn segir fjölgun sjón- varpstækja á hverju heimili ástæðuna fyrir auknum fjölda bruna og að tækin séu lengur í notkun á hverjum sólarhring. Þrjú atriði skipti mestu svo koma megi í veg fyrir bruna. Aftengja þurfi sjónvörpin þegar þau eru ekki í notkun, hreinsa ló og ryk úr tækjunum og festa kaup á fyrir- ferðarlitlum slökkvibúnaði sem settur er í tækin. Gunnar Örn segir bruna á gerviefnunum lífshættulega. „Reykurinn verður strax mjög hættulegur. Á örskammri stundu verður ekki við neitt ráðið. Þá er vissara að koma sér út.“ ■ Vopnað rán: Voru með hamar og járnrör RÁN Tveir hettuklæddir menn vopnaðir hamri og járnröri ógn- uðu starfsmanni í verslun í Video- heimum í Gylfaflöt í Grafarvogi eftir miðnætti á sunnudagskvöld. Ræningjarnir hótuðu starfs- manninum og tókst að hrifsa pen- inga úr sjóðsvélinni. Þeir voru að binda hendur starfsmannsins þeg- ar viðskiptavinur kom inn í versl- unina og földu sig því á bak við myndbandsspólurekka. Þegar við- skiptavinurinn varð var við ræn- ingjana hlupu þeir á brott. Lög- reglan í Reykjavík brást fljótt við og lokaði aðalumferðaræðum og stöðvuðu alla bíla sem áttu leið um. Á Gullinbrú kom í ljós að þurrum stuttermabol hafði verið hent út á brúna og voru peninga- seðlar allt um kring. Þrír menn á tveimur bílum voru stöðvaðir í kjölfarið og við leit á þeim fund- ust fíkniefni. Mennirnir eru um tvítugt og er grunaðir um að hafa framið ránið. Þeir hafa áður kom- ið við sögu lögreglu en eiga ekki langan sakaferil. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.