Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 8. janúar 2004 útsala S M Á R A L I N D barnafatnaði á útsölu -af meiri krafti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 32 99 1/ 20 04 Nýtt kortatímabil Enn meiri afsláttur í dömu-, herra- og heimilisdeildum afsláttur af öllum 50% HÚSNÆÐISLÁN ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Dæmi um mánaðarlegar afborganir af níu milljóna húsnæðisláni.* Vextir 25 ár 40 ár 4,1% 48.004 38.176 4,3% 49.009 39.310 4,5% 50.025 40.461 4,7% 51.052 41.625 4,9% 52.090 42.803 5,1%** 53.139 43.995 5,3% 54.198 45.201 * Afborganir á láni án tillits til lántöku- gjalda og annars aukakostnaðar ** Á venjulegum húsbréfum eru 5,1% vext- ir en eftir kerfisbreytingu verða þeir breytilegir frá einum tíma til annars. Þessi lán eru verðtryggð. Það þýðir að upp- hæðirnar hækka alltaf í takt við verðlags- þróun. Þessar áætluðu afborganir miða við verðlag dagsins í dag. MYNTKÖRFULÁN BANKANNA Gert er ráð fyrir 50% veðsetningu á átján milljóna eign og lánið sé níu milljónir til 25 ára. Lánategund Fyrstu Síðustu greiðslur greiðslur Landsbankinn 62.160 30.530 Íslandibanki-50 64.740 30.560 Íslandsbanki100 51.440 30.430 Lánin sem Landsbankinn býður upp á eru 100% í erlendum myntum. Íslandsbanki-50 er lán sem er að helmingi til í íslenskum krónum og að helmingi í myntkörfu. Íslandsbanki-100 er lán sem er að öllum hluta í erlendri myntkörfu. Þessi lán eru óverðtryggð en bera breyti- lega vexti eftir aðstæðum á markaði. Töl- urnar sem gefnar eru upp eru fengnar frá bönkunum miðað við stöðu vaxta og geng- is eins og hún er nú. Húsnæðislán bankanna eru ólík lánum Íbúðalánasjóðs. Allir gjalddagar fela í sér jafna afborgun af höfuðstóli. Vaxtagreiðslur fara því lækkandi eftir því sem líður á lán- tökutímann; og þar með afborganirnar. krónan veikari. Húsnæðiskaup- endur ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka slík lán svo að ávinningurinn af lágu erlendu vöxtunum snúist ekki upp í tap,“ segir Ólafur Darri. ■ BANDARÍKIN Bandarískir embættis- menn tilkynntu í gær að niður- staða erfðafræðirannsóknar stað- festi að kúariðan sem nýlega greindist í Bandaríkjunum hafi greinst í kú sem flutt var inn frá Alberta í Kanada í september 2001 og slátrað var í sláturhúsi í Washington í síðasta mánuði. Að sögn Brians Evans, tals- manns kanadíska matvælaeftir- litsins, hefur sama niðurstaða fengist við rannsókn í Kanada, en áður höfðu kanadískir embættis- menn staðfest að í maí í fyrra hefði önnur kýr greinst með kúa- riðusmit í Alberta. Evans sagði að engin tengsl hefðu enn fundist milli þessara tveggja tilfella og nú væri verið að rannsaka hugsanlegar smit- leiðir eins og með fóðri. Niðurstaða rannsóknanna gæti hugsanlega leitt til þess að fyrr verði opnað fyrir innflutning á bandarísku nautakjöti til þeirra landa sem fyrirskipuðu innflutn- ingsbann og hafa Mexíkanar og Japanar, tvær helstu innflutnings- þjóðirnar, þegar ákveðið að senda hóp sérfræðinga til Bandaríkj- anna og Kanada til þess að fylgj- ast með rannsókn málsins. ■ PARÍS, AP Yfirvöld í Frakklandi leita nú að manni sem mætti ekki í flug franska flugfélagsins Air France til Los Angeles á aðfangadag. Flug- inu var aflýst þegar ábendingar bárust frá bandarískum stjórn- völdum um hugsanleg hryðjuverk. „Ég get staðfest að við erum að leita að manni en ég get ekki veitt frekari upplýsingar,“ sagði Dom- inique Perben dómsmálaráðherra. Perben sagði að það væri mikil- vægt að komast að því hvers vegna maðurinn hefði ekki mætt í flugið. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafði áður greint frá því að Frakkar væru að leita að manni með tengsl við hryðjuverkasam- tökin al-Kaída sem hefði ekki mætt í þetta tiltekna flug. ■ KÚARIÐUKJÖT Niðurstöður erfðafræðirannsókna stað- festu að kýrin sem greindist smituð í Bandaríkjunum var flutt inn frá Kanada. Kúariðumálið í Bandaríkjunum: Smit frá Kanada staðfest ÖRYGGI Air France aflýsti nokkrum ferðum frá París til Los Angeles á aðfangadag. Flugi aflýst á aðfangadag: Leitað að farþega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.