Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 18
18 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Ólík sjónarmið Í grein sinni 30. desember 2003er Svanfríður Jónasdóttir hel- tekin af stórkostlegum gróða stofnfjáreigenda ef sala hluta- bréfa í SPRON hf. fer fram. Hún segir að fyrir rúmu ári hafi ég ætlað að selja Búnaðarbankanum stofnfé SPRON á miklu yfirverði og þannig fengið bankanum annað eiginfé SPRON, hið heilaga fé, sem meðgjöf. Hún líkir hug- myndafræðinni við það hvernig staðið var að sölu ríkisfyrirtækja austur í Sovét, sem ekki hefur nú beinlínis gott orð á sér. Ef Svan- fríður hefði kynnt sér málið vissi hún að fyrir 1 og hálfu ári síðan var SPRON metinn á 4,2 ma. kr. Þar af áttu 3,7 ma. kr. að renna í sjálfseignarstofnunina, þ.e. sjóð- inn sem enginn á, og stofnfjáreig- endur áttu að fá tvo ma. kr. í sinn hlut. Stóð aldrei annað til en að stofnunin fengi eðlilegan arð á fé sitt og hún myndi veita miklu fé til menningar- og líknarmála. Rán eða stuldur? Eftir að eignasamstarf SPRON og KB-banka var kynnt fyrir jól hafa margir fellt dóma. Svanfríður talar um „daylight robbery“ og Hjálmar Árnason alþingismaður segir söluna jaðra við stuld á heimasíðu sinni. Þau ganga bæði út frá þeirri röngu forsendu að verið sé að hirða eigið fé SPRON, sem er um fjóra ma.kr. Það er sorglegt að fólk skuli ekki kynna sér málið bet- ur áður en það byrjar að saka annað fólk um glæpi. Samkomulag stjórnar SPRON og KB banka byggist á breytingu SPRON í hlutafélag í samræmi við lög frá Alþingi. Samkvæmt mati óháðs aðila er markaðsvirði SPRON 7,4 ma. kr. og þar af fær sjálfseign- arstofnun SPRON, sem enginn á, sex ma. kr. eða 50% meira en eigið fé SPRON sem er nú um fjóra ma. kr. Er það „daylight robbery“ eða stuldur? Hlutur stofnfjáreigenda er 1,4 ma. kr. sem hlutafé í SPRON hf. eða tæp 20%. Þessi hlutabréf er KB-bankinn tilbúinn til að kaupa fyrir þrjá ma. kr. af þeim sem vilja selja. Leitað var til bankanna þrigg- ja og reyndist hugmynd KB-bank- ans best því hún stefnir að því að gera SPRON að öflugasta fjármála- fyrirtæki landsins í einstaklings- þjónustu og tryggir þar af leiðandi jafnframt hag starfsmanna og við- skiptavina. Það er því ekki hreyft við eigið fé SPRON heldur vex það um 50% og mun um ókomin ár nýt- ast til menningar- og líknarmála í Reykjavík. Eru stofnfjáreigendur vont fólk? Svanfríður talar um mikla persónulega hagsmuni mína og að ég sé búinn að finna leið fyrir mig og aðra til að hagnast stór- kostlega. Hagnaður hjóna af sölu íbúðar á 12 m. kr. sem þau keyp- tu fyrir sex árum á sex m. kr. með 90% lánum yrði meiri í dag en ef þau hefðu þá keypt stofnfé fyrir 600 þús. kr. Þetta er nú hinn stórkostlegi hagnaður stofnfjár- eigenda. Rétt er í þessu sam- bandi að benda á að hagnaður stofnfjáreigenda er mismunandi því rekstur sumra sparisjóða er ekki sérlega beysinn. Ég get full- vissað Svanfríði um að þessi fjár- hæð skiptir ekki meginmáli fyrir hagsmuni mína eins og hún held- ur ítrekað fram. Hámarkshlutur stofnfjár í SPRON eru 20 einingar, 500 þús. kr. að nafnvirði. Slíkur hlutur er núna uppreiknaður 740 þús. kr. og gefur samkvæmt samkomulaginu stofnfjáreiganda 4,1 m. kr. sölu- verð eða 3,4 m. kr. í hagnað. Á sama tíma fær hinn helgi, eig- andalausi sjóður 8,2 m. kr. vegna sama stofnfjár. Ég gerðist stofn- fjáreigandi 1989, sex árum áður en ég fór í pólitík og á nú há- markshlut. Ég verð stoltur af þessu 8,2 m. kr. framlagi mínu til menningar- og líknarmála. Ætli Svanfríður Jónasdóttir hafi lagt fram jafn mikið fé til menningar- og líknarmála? Hver er hvati þeirra sem með offorsi ráðast gegn stofnfjáreig- endum sem með ábyrgðum og peningum gerðu starfsemi spari- sjóða mögulega. Stofnfjáreigend- ur ganga núna nánast með veggj- um fyrir það ódæði sitt að stofna og styrkja sparisjóð. Lítilsgildir stjórnmálamenn flýja jafnvel eins og hræddir kjúklingar og vita ekki hvert þeir eiga að skila aur- unum sínum. Aðrir keppast við að sverja fyrir öll tengsl við spari- sjóðina. Skyldi hvatinn heita ÖFUND? ■ DÓMSMÁL „Ég gagnrýni þessa niður- stöðu, ég tel sakir ekki hafa verið fyrndar. Reglan er sú að fyrningin rofnar þegar rannsókn hefst. Í þessu máli sýnist mér ekkert benda til annars en að rannsókn hafi hafist gegn manninum, daginn sem stúlk- an kærði,“ segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður. Sif undrast sýknudóminn og segir það ekki í samræmi við dóma Hæstaréttar, ákvæði laga eða fræðikenningar að miða fyrningarrofið við það þegar sakborningi er kynnt sakarefnið. Ákvæðum laga um fyrningar- frest var breytt fyrir fimm árum og segir m.a. í 4. málsgrein 82. gr. almennra hegningarlaga: „Fyrning- arfrestur rofnar þegar rannsókn op- inbers máls hefst fyrir rannsóknara gegn manni sem sakborningi“. Þá sýnist vilji löggjafans hafa verið alveg skýr þegar lögunum var breytt. Í athugasemdum með frum- varpinu segir að það „sé því ekki skilyrði fyrir rofi á fyrningarfresti að manni hafi verið gerð grein fyrir réttarstöðu sinni sem sakborningi eða að honum sé kunnugt um hana“. Engir tímafrestir eru nefndir í þessu sambandi, hvort kynna verði sakborningi sakarefni innan til- tekins tíma. Sif Konráðsdóttir segir að það hljóti að vera nauðsynlegt að fá dóm Hæstaréttar í þessum efnum. ■ Stórkostlegur gróði stofnfjáreigenda ANDSVAR PÉTUR BLÖNDAL ■ alþingismaður skrifar um hagnað sparifjáreigenda SPRON. Auglýsing um skila- skyldu og skilafresti Á ÁRINU 2004 FYRIR LAUNASKÝRSLUR O.FL. skv. 92. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt Ríkisskattstjóri hefur skv. 93. gr. laga nr. 90/2003 ákveðið að eftirtöldum gögnum vegna ársins 2003 skuli skilað til skattstjóra eigi síðar en 26. janúar 2004. Sé gögn- unum skilað á rafrænu formi framlengist fresturinn til 6. febrúar 2004. 1. Launamiðar og greiðslumiðar (RSK 2.01) vegna launa, lífeyris, tryggingabóta og at- vinnuleysisbóta o.fl. Á launamiðum komi m.a. fram sundurliðaðar upplýsingar um hvers konar greiðslur í formi launa og hlunninda, styrkja, bóta eða annarra tekna. Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi endurgjald fyrir vinnu, bætur, styrki eða aðrar greiðslur sem skattskyldar eru skv. 7. gr. laga nr. 90/2003. 2. Verktakamiðar (á eyðublaði RSK 2.01). Skilaskyldir eru félög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, sem innt hafa af hendi greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu). 3. Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar og ekki fylla út RSK 4.03 vegna hennar. 4. Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir. 5. Stofnsjóðsmiðar (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). Skilaskyld eru öll samvinnufélög þ.m.t. kaupfélög. 6. Launaframtal (RSK 1.05) einstaklinga, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, og lögaðila, sem undanþegnir eru skattskyldu skv. I. kafla laga nr. 90/2003, hafi þeir greitt laun eða viðbótarframlag í lífeyrissjóð á árinu 2003. 7. Upplýsingar um viðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). Skilaskyldir eru bankar, verð- bréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf. 8. Greiðsluyfirlit (RSK 2.025) yfir hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, og skattskyldar eru skv. 3. tölul. (þjónusta eða starfsemi innt af hendi hér á landi) og 6. tölul. (leiga og greiðslur fyrir afnot eða hagnýtingu einkaleyfa og hvers konar annarra leyfa, réttinda, sérþekkingar, o.fl.) 3. gr. laga nr. 90/2003. Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa greiðslur sem þessar af hendi. 9. Greiðslumiðar (RSK 2.02) yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 og ekki er gerð grein fyrir á skilagreinum RSK, sem taldar eru upp hér að framan. Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa greiðslur sem þessar af hendi. Upplýsingum þessum skal ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslu- lýsingu ríkisskattstjóra, sem finna má á vefsíðu ríkisskattstjóra www.rsk.is. Annars skal þeim skilað á tilsvarandi eyðublöðum RSK. Reykjavík 6. janúar 2004 Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður: Sökin var ekki fyrnd DÓMSMÁL „Dómurinn telur að miða verði við að fyrningu hafi verið slitið 7. maí 2003, er ákærði kom fyrir lögreglu og var kynnt kæra konunnar.“ Þetta segir m.a. í dómi Héraðs- dóms Vestfjarða í máli ákæru- valdsins gegn tæplega fimmtugum Vestfirðingi. Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barn- ungri stúlku á árunum 1985–1989. Stúlkan lagði fram kæru hjá lög- reglunni í Bolungarvík 27. septem- ber 2002 en manninum var ekki kynnt kæruefnið fyrr en tæpum átta mánuðum síðar. Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða telur engan vafa leika á sekt mannsins, brotin hafi verið ít- rekuð og staðið allt til 7. maí 1988. Ekki kemur fram í dómnum hvern- ig sú dagsetning er fundin út en fyrningarfrestur er engu að síður miðaður við þá dagsetningu. Brot mannsins varða allt að 12 ára fangelsi og fyrningarfrestur er því 15 ár. Samkvæmt túlkun dóms- ins rofnaði fyrningarfrestur þegar maðurinn var kallaður fyrir lög- reglu 7. maí 2003, ekki þegar stúlk- an lagði fram kæruna í september 2002. Fjölskipaður héraðsdómur sýknaði manninn og vísaði einnig frá bótakröfu stúlkunnar. ■ Héraðsdómur Vestfjarða: Sakir fyrndar Bætiflákar Betri lánskjör mikilvægari Seðlabankinn hefur varað bankana við að ganga ekki of langt í að miðla erlendu lánsfé innanlands. Aukið aðgengi almennings af almennum lánum veikir stjórntæki bankans. Jón Þórisson er framkvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka. ––––––––––––––––––––––––––––– Það sem Seðlabankinn hefur áhyggjur af er í fyrsta lagi að tækið sem þeir nota til að hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf sé að veikjast. Tæki sem þeir hafa notað mjög sparlega. Það er bara veruleiki sem menn verða að sætta sig við, að við erum í vaxandi mæli að taka mið af alþjóðlegu umhverfi. Maður hefði haldið að það væru stærri hagsmunir af því að almenningur ætti kost á betri kjörum við fasteignafjármögnun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.