Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 20
20 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli ■ Jarðarfarir DAVID BOWIE Íslandsvinurinn og söngfuglinn er fæddur þennan dag árið 1947. 8. janúar ■ Þetta gerðist 1642 Stjörnufræðingurinn Galileo Galilei deyr í Arcetri á Ítalíu. 1675 Fyrsta hlutafélagið, New York Fishing Company, er stofnað í Bandaríkjunum. 1958 Bobby Fisher verður bandarískur meistari í skák í fyrsta sinn, fjórtán ára að aldri. 1959 Charles de Gaulle er settur í embætti forseta Frakklands. 1973 Bandaríkjamenn og Norður- Víetnamar eiga í leynilegum friðarviðræðum í París. 1994 Tonya Harding vinnur bandaríska meistaramótið á listskautum, dag- inn eftir að Nancy Kerrigan hættir keppni vegna meiðsla sem hún hlaut í áras. Harding missti seinna titilinn þar sem hún var talin hafa lagt á ráðin um að meiða Kerrig- an. Móna Lísa sýnd í Bandaríkjunum Gleymir stundum aldrinum Dóra Takefusa finnur fyrir þvíað tíminn er byrjaður að líða hraðar en hann gerði. Hún á af- mæli í dag, fagnar 33. árinu, og finnst 35 ára aldurinn nálgast óð- fluga. „Ég verð nú að viðurkenna að ég á það til að gleyma hvað ég er gömul. Þá fer ég að telja sjálf, það er kannski merki þess hvað þetta líður hratt,“ segir Dóra og lýgur ekki því það var ekki fyrr en blaðamaður hringdi sem hún átt- aði sig á því að dagurinn hennar væri kominn, enn og aftur. „Mér finnst ég alltaf vera 25 ára. Ég lifi í sjálfsblekkingu þar til að ég fatta að sonur minn, Daníel Takefusa, er að verða svo stór. Tuttugu og fimm ára manneskja getur ekki átt dreng sem er 14 ára.“ Dóra segist hafa lifað hratt í fyrstu. Jafnvel svo að vinir voru farnir að spyrja hvort hún ætlaði að klára allt fyrir þrítugt. Núna hefur heldur betur róast yfir til- veru hennar, enda reynslunni rík- ari með góða og slæma tíma að baki. Dóra rekur sitt eigið fyrirtæki með vinkonu sinni Margréti Rós Gunnarsdóttur, Forever Enter- tainment, sem sér um að halda utan um og skipuleggja alls kyns uppákomur. Hvort sem það eru fundir, listviðburðir, tónleikar, veislur eða sjá um auglýsinga- og þáttagerð. Mikið hefur verið að gera og því hefur Dóra ekki leitt hugann að afmæli sínu, og hvað þá veisluhöldum fyrir sjálfa sig. „Þetta verður bara ósköp venju- legur dagur hjá mér. Það er kannski að ég kippi með mér úr búðinni á heimleiðinni einhverju sem mætti gæða sér á um kvöldið, svona ef einhver skyldi kíkja við. Það er engum boðið sérstaklega en það kíkir alltaf einhver á mig. Þá hef ég kannski hvítvín tilbúið í kælinum. Þetta er nú ekkert á skemmtilegum tíma. Ég og allir aðrir eru komnir með nóg af veisluhöldum síðustu vikna. Ég er enn að melta jólasteikina og get vel þegið að slaka á eftir hátíðarn- ar. Þetta er nú bara viku eftir gamlárskvöld.“ Dóra á minningar frá því sem barn að ættingjar hafi splæst sam- an jóla- og afmælisgjöfinni til hennar. „Svo út af því að ég á af- mæli á þessum tíma, þá fékk ég til dæmis aldrei hjól eða eitthvað svo- leiðis. Ég öfundaði alltaf vinkonur mínar sem áttu afmæli á sumri eða vori. Þær fengu alltaf öðruvísi gjafir heldur en ég,“ segir Dóra. Til allrar lukku er eins og hálfs árs gömul dóttir Dóru, Krista Takefusa Kristjánsdóttir sumar- barn, fædd í júlí og fær því eflaust einhvern tímann hjól á framtíðar afmælisdegi. biggi@frettabladid.is Elvis Presley hefði orðið 69ára í dag hefði hann lifað. Hann dó 16. ágúst 1977 vegna hjartabilunar. Einhverjir vilja þó meina að hann sé enn á lífi. Elvis fluttist með fjölskyldu sinni til Memphis þegar hann var 13 ára. Hann byrjaði snem- ma að vinna fyrir sér sem sæta- vísa í bíóhúsi og síðar sem trukkabílstjóri. Auk þess söng hann reglulega á skemmtistaðn- um The Hillbilly Cat. Þar komu útsendarar RCA auga á hann og gerðu við hann plötusamning árið 1955. Elvis kom svartri blústónlist að hjá hvítum táningum í Banda- ríkjunum. Kynferðislegur und- irtónn tónlistarinnar höfðaði vel til unglinganna og Elvis fékk meðal annars viðurnefnið Elvis the Pelvis, eða Elvis mjaðma- grind upp á íslenskuna, vegna hreyfinga sinna á sviði. Á þeim tíma mátti ekki mynda Elvis fyrir neðan mitti fyrir sjónvarp. Þegar Elvis dó hafði hann selt yfir 600 milljón smá- og breið- skífur á heimsvísu. Hann lék í 33 kvikmyndum, en Love me Tender var sú vinsælasta. ■ Afmæli DÓRA TAKEFUSA ■ verður 33 ára í dag. Hún býst við ósköp venjulegum degi enda flestir að jafna sig eftir jólahátíðina. Elvis 69 ára ELVIS PRESLEY Eftir dauða kóngsins hefur heimili hans á búgarðinum Graceland orðið að einskonar helgistað fyrir aðdáendur sem flykkjast þangað í þúsundum á hverju ári. DÓRA TAKEFUSA Segist enn vera að melta jólasteikina og því lítið spennt fyrir því að halda sjálfri sér veislu. Afmæli ELVIS PRESLEY ■ hefði orðið 69 ára í dag. Ástkær unnusti minn, sonur okkar og bróðir Áki Már Sigurðsson Brúsastöðum Vatnsdal A-Hún. lést 2. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 10. janúar. kl. 13.30. Jarðsett verður í Undirfellskirkjugarði. Díana Huld Sigurðardóttir Gróa Margrét Lárusdóttir Sigurður Ólafsson Arndís Sigurðardóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Gunnar Þór Ísleifsson Njarðvíkurbraut 25b Njarðvík sem lést þriðjudaginn 23. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15 Júlíana Sóley Gunnarsdóttir Friðrik Már Bergsveinsson Guðmundur Össur Gunnarsson Jón Halldór Gunnarsson Róbert Þór Gunnarsson Sigríður Hafsteinsdóttir Anton Rafn Gunnarsson Helga Hólmfríðardóttir Ríkharður Guðjón Gunnarsson Vinni Hougaard Sæmundur Maríel Gunnarsson barnabörn og langafabörn Þuríður Backman alþingismaður er 56 ára. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er 45 ára. Ari Skúlason hagfræðingur er 48 ára. Karl Örvarsson tónlistarmaður er 37 ára. 13.30 Sigurlaug Jónasdóttir, hússtjórn- arkennari og listmálari, frá Öxney í Breiðarfirði, Hjarðarhaga 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Loftur Grétar Bergmann, Lindar- götu 61, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Guðjón A. Guðmundsson, fyrr- verandi kaupmaður, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Margrét Stefanía Benediktsdótt- ir, Viðarrima 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Einar Einarsso, prentari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.30 Erna Hafdís Jóhannsdóttir, Asp- arfelli 6, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Stefanía Sigurjónsdóttir, Skúla- götu 70, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. 14.00 Guðfinna Sigurdórsdóttir, Álfta- rima 3, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 14.00 Hulda Agnarsdóttir frá Ísafirði, síðan Kirkjuteigi 7, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Ólafur Jensson verkfræðingur, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. Áki Már Sigurðsson, Brúsastöðum, Vatnsdal, lést föstudaginn 2. janúar. Helgi Felix Ásmundsson frá Neðri- Brekku, Grettisgötu 36b, lést laugardag- inn 3. janúar. Sigurður Á. Jónsson, lést mánudaginn 5. janúar. María Sigurðardóttir frá Hlíð, lést þriðjudaginn 30. desember. Unnur S. Auðunsdóttir, Smáratúni 17, Selfossi, lést sunnudaginn 4. janúar. Karitas Bjargmundsdóttir, Baughúsum 10, lést mánudaginn 5. janúar. Magnús Anton Hallgrímsson, lést fimmtudaginn 1. janúar. Sigríður Vigdís Ólafsdóttir, Brekkuseli 8, Reykjavík, lést föstudaginn 2. janúar. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Skipalóni, lést fimmtudaginn 1. janúar. Gunnar Þór Ísleifsson, Njarðvíkurbraut 25b, Njarðvík, lést þriðjudaginn 23. des- ember. Jón Gíslason frá Hnappavöllum í Öræf- um, lést sunnudaginn 28. desember. Hildur Jóhannsdóttir, Dalbæ, Dalvík, lést laugardaginn 3. janúar. Ólöf Óskarsdóttir, lést föstudaginn 2. janúar. Hulda Weichenhain, Holbæk, Dan- mörku, lést mánudaginn 5. janúar. Þórhildur Þórðardóttir, lést mánudag- inn 5. janúar. Listsýning með hinum heims-fræga málverki Móna Lísa var opnuð í Washington Bandaríkjun- um þennan dag árið 1962. Sýningin var haldin í National Gallery of Art í Washington og var það í fyrsta sinn sem meist- arastykkið Móna Lísa var sýnt í Bandaríkjunum. Rúmlega tvö þúsund gestir, þar á meðal John F. Kennedy forseti, voru viðstaddir opnunina það kvöld. Næsta dag opnaði sýningin fyrir almenning og næstu þrjár vikur sótti rúmlega hálf milljón manna hana. Málverkið var því næst flutt í Metropolitan-safnið í New York þar sem um milljón manns sáu það. Leonardo da Vinci, einn af hel- stu málurum ítölsku endurreisn- arinnar, lauk við málverkið af Mónu Lísu árið 1504. Myndina málaði hann af eiginkonu ríks Flórensbúa, Francesco del Gioconda að nafni. Verkið, sem einnig er þekkt sem La Gioconda, dregur upp mynd af konu með dulrænum svip, sem er fjarlæg en um leið töfrandi. Jacqueline Kennedy, forseta- frú Bandaríkjanna, og Andre Malraux, menningarmálaráð- herra Frakklands, höfðu veg og vanda af flutningi verksins frá Louvre-safninu í París til Banda- ríkjanna. ■ MÓNA LÍSA Eitt frægasta málverk heims fór á flakk árið 1962. 8. janúar 1962 MÓNA LÍSA ■ Hið heimsfræga málverk eftir Leon- ardo da Vinci var sýnt í Bandaríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.