Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 8. janúar 2004 HEF HAFIÐ STÖRF Á HÁRGREIÐSLUSTOFUNNI SALON REYKJAVÍK Bíð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna. Karen Haraldsdóttir Hárgreiðslumeistari. Álfheimum 74 - Glæsibær - Sími: 568 5305 Laugavegi 71, 2. hæð, sími 551 0770 Útsala HERRAR Áður Nú Ullarjakkar 24.990 12.495 Leðurjakkar 37.490 22.494 Dúnúlpur 24.990 14.994 Vetrarjakkar 22.990 13.794 Peysur 06.190 3.714 Stakir jakkar 24.990 14.994 Skyrtur 03.690 2.214 Leðurbelti 03.790 2.274 DÖMUR Áður Nú Mokkakápur 27.990 16.795 Ullarkápur 22.490 12.245 Vaxjakkar 24.990 14.994 Fleecepeysur 06.190 3.714 Peysur 06.190 3.714 Loðskinn 07.490 4.494 Blússur 06.190 3.095 Stakir jakkar 16.790 5.037 40-70% afsláttur Skartgripahönnun: Endurspeglar fegurð Íslands Skartgripir Hendrikku Waagehafa vakið nokkra athygli í Bretlandi. Í tímaritinu Epicurean Life segir að einstakt umhverfi Íslands sé innblástur nýrrar hönnunar sem markaðssett er undir nöfnunum Esja, N-light og Lava. Gripirnir hafi hrátt útlit sem minni á guðdómlegt landslag Íslands og hver steinn beri náttúrufegurð landsins vitni. Í tímaritinu The Seasons er einnig fjallað um hönnun Hend- rikku og áhrifin frá íslenskri náttúru. Þar kemur fram að Hendrikka hafi ferðast mikið og að finna megi áhrif frá hinum ýmsu löndum í verkum hennar. ■ Útsölutímabilið hafið: Algengasti afsláttur 30 til 50 prósent Nú er útsölutímabilið hafið ogþær fatabúðir sem ekki hafa þegar lækkað verð á vörum sínum munu flestar gera það um helgina. Algengast er að verslanir fari af stað með 30 til 50 prósent afslátt en verðið getur lækkað eftir því sem líður á útsöluna. Úrvalið minnkar þó að sama skapi og þeir sem staðráðnir eru í að gera kjara- kaup hafa eflaust þegar farið á stúfana að kanna tilboðin. Útsöl- urnar standa yfirleitt fram í byrj- un febrúar. „Útsölutímabilið hófst 3. janúar í Kringlunni og þá fóru flestar verslanir af stað,“ segir Ívar Sig- urjónsson, markaðsstjóri Kringl- unnar. „Margar fylgja svo í kjöl- farið á fimmtudaginn, til dæmis flestar fataverslanirnar. Afsláttur- inn er frá 20 og upp í 30 til 40 pró- sent til að byrja með. Svo eru alltaf einstaka vörur á meiri afslætti. Af- slátturinn eykst þegar líður á tíma- bilið sem stendur fram í febrúar.“ Útsölur hafa farið vel af stað í Smáralind. Útsalan í Debenhams byrjaði laugardaginn 27. desember og útsalan í Zöru hófst 2. janúar. Í fataverslunum er afsláttur á bilinu 30 til 90% en algengustu afsláttar- tölurnar eru um 30 til 50% og gild- ir þá einu hvort um er að ræða nýj- ar vörur eða gamlar. Til dæmis er afslátturinn í Hagkaup á bilinu 40 og 90%, 20 til 50% í Zöru, allt að 50% afsláttur í Debenhams og í Útilífi er afslátturinn á bilinu 30 til 70%. Í Adams má gera góð kaup á barnafatnaði en þar er afslátturinn 30 til 50%, í Cosmo er 40 til 70% af- sláttur af öllu og í Benetton, Top- shop og Miss Selfridge er afslátt- urinn 30 til 50%. Útsölur í verslunum NTC, til dæmis Gallerí Sautján, Evu, Karen Millen, Centrum, Companys, Smash, Deres, GS-skóm og Outlet 10 hefjast flestar í dag eða á morg- un. Afslátturinn verður frá 30% og upp í 50% til að byrja með, en hann er mismunandi eftir búðum. ■ Áður Nú Undirfatasett 4.990 2.990 Push-up brjóstahaldarar 3.490 2.443 Samfellur 6.990 3.332 Silkináttföt 9.990 6.993 Náttkjólar 5.790 4.053 Brjóstahaldarar 70A-100H 3.990 2.993 SMÁRALIND Sími 517 7007 20-40% afsláttur SKARTGRIPIR HENDRIKKU WAAGE Vekja eftirtekt í Bretlandi. ÚTSÖLUR Sums staðar hófust útsölur milli jóla og nýárs en algengast er að þær hefjist í byrjun janúar. AFSLÁTTUR ER MISMUNANDI EFTIR VERSLUNUM En fer líklega hækkandi eftir því sem líður á útsölutímabilið. FLESTIR KÍKJA EINHVERN TÍMANN Á ÚTSÖLUR Margir gera kostakaup en aðrir eiga erfitt með að finna eitthvað við hæfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Neytendasamtökin: Fyrirspurnir berast Í upphafi árs berast Neytenda-samtökunum alltaf margar fyrirspurnir tengdar útsölum og skilum á vörum. „Að byrja útsöl- ur strax eftir jólin getur verið óhagstætt fyrir neytendur,“ seg- ir Sesselja Ásgeirsdóttir, starfs- maður kvörtunar- og leiðbein- ingaþjónustu samtakanna. „Sér- staklega fyrir þá sem ætla að skila vöru sem þeir fengu í jóla- gjöf. Það getur verið vandi ef hún er ekki með gjafamiða eða kassakvittun. Þá getur neytand- inn þurft að fá útsöluverð á inn- eignarnótu í stað upprunalegs verðs. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.