Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 26
8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR TÓNLIST Á hverju ári verða ein- hverjir snillingar undir í jóla- plötuflóðinu. Til allrar lukku skjótast þeir yfirleitt upp á yfir- borðið eftir áramót þegar lægir. Þetta var til dæmis tilfellið með fyrstu plötu Múm og með plötu Mugison, Lonely Mountain, frá því í hittifyrra. Snillingurinn undir jólaflóðinu í ár var Hermigervill. Plata hans frá því fyrir jól, Lausnin, er tíma- mótaverk í íslenskri tónlistarsögu að mestu leyti búin til úr bútum eldri tónlistar. Erlend dæmi um slíka tónlistarmenn eru Chemical Brothers, DJ Shadow og Fatboy Slim. Hermigervill heitir réttu nafni Sveinbjörn B. Thorarensen og er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. „Þetta er fullt af sömplum, og það er það hættulega við þessa tónlist, því maður getur lent í vandræðum fyrir það,“ segir Sveinbjörn og á þar við lagavand- ræði sem hafa þekkst í tónlistar- bransanum erlendis. Hluti af plötu hans er unninn upp úr göml- um íslenskum plötum. „Maður tal- ar kannski við eldra fólk sem spyr hvort þetta sé ekki bara allt stolið? Þetta er ekkert stolið, þetta viðgengst bara í þessari tegund tónlistar, að búa til nýtt úr gömlu.“ Sveinbjörn lýsir sjálfum sér sem plötumógul og segir stóran hluta af því að vinna sampltónlist vera að sitja og hlusta á gamlar vínylplötur. „Ég hangi í Safnara- búðinni á Klapparstíg og róta í vínylplötum. Ég á rúmlega 800 plötur sjálfur. Stundum er maður kannski búinn að vera leita á 50 plötum án þess að finna neitt. Svo allt í einu finnur maður einn takt,“ segir Sveinbjörn. Skoðanir Hermigervils á sömplun eru sterkar. „Það eru margir sem kaupa sampldiska og nota taktana þaðan. Mín skoðun er að ef þú ert ekki að leika þér að eigin sérstæðu sömplun, þá er þetta algjörlega ekki þín eigin tónlist. Þar liggur munurinn. Takturinn skiptir mestu máli.“ Sveinbjörn sér um alla útgáf- una sjálfur og hefur verið ánægð- ur með viðbrögðin hingað til. Hann hefur þó lítið sem ekkert leitað til útvarpsstöðvanna. „Mál- ið er að útvarpsstöðvarnar á Ís- landi eru ekkert að spila svona tónlist. Það eru annaðhvort FM eða X-ið, og þetta er ekki nægi- lega rokkað fyrir X-ið og ekki nægilegt popp fyrir FM,“ segir Hermigervill að lokum. Platan fæst, eins og er, aðeins í plötubúðum miðbæjarins. biggi@frettabladid.is Rússneska geimferðastofnuninleitar stöðugt nýrra leiða til þess að fjármagna starfssemi sína. Nú hefur hún ákveðið að bjóða einu moldríku pari að verða það fyrsta til þess að njóta ásta í geimnum. Farið kostar litla 3,4 milljarða króna. Samkvæmt geimferða- stofnuninni hefur enginn notið ásta í þyngdarleysi ennþá og kemst hið heppna par því á spjöld sögunnar sem hlýtur að teljast mikill heiður. „Þetta myndi færa míluklúbb- inn í nýjar hæðir,“ sagði Rob Vol- mer, talsmaður geimferðastofnun- arinnar, í viðtali við ástralskt dag- blað. „Alþjóðageimstöðin er á stærð við fótboltavöll. Það er hægt að fela sig í fullt af skúmaskotum. Ef Jennifer Lopez eða Ben Affleck vilja til dæmis komast frá öllu saman í brúðkaupsferð sinni, þá höfum við hina fullkomnu lausn.“ Stofnunin reiknar með því að senda fyrsta parið í geiminn árið 2006. Parið þarf að vera líkamlega vel á sig komið og stunda æfinga- búðir í tíu mánuði. Parið myndi ferðast með geimskutlunni Soyuz, sem milljarðamæringarnir Denis Tito og Mark Shuttleworth, ferð- uðust með upp í geim þegar þeir urðu fyrstu túristanir þar. Fyrstu hjónin í geimnum eyddu tíma í Salyut-geimstöðinni árið 1992, en elskuðust ekki þar sem þau voru aldrei vakandi á sama tíma. Þessa dagana eyða geimfarar allt í sex mánuðum í senn í geimstöðinni. Líkurnar á líkamlegu sambandi aukast því með hverju ári. ■ Speisað sex Skrýtnafréttin KYNLÍF Í GEIMNUM ■ Rússneska geimferðastofnunin býður ríku pari að verða það fyrsta til að njóta ásta í geimnum. GEIMFARI Kannski hefur enginn gert það í geimnum vegna þess að það er svo erfitt að komast úr geimbúningnum? Ættingjar George Harrisonhafa höfðað mál gegn lækni sem þeir segja að hafi neytt Bítil- inn til þess að gefa sér eigin- handaráritun á dánarbeðinu. Tveimur vikum áður en hann lést á læknirinn að hafa komið inn í her- bergi Harrisons með gítar sonar síns og fengið hann til þess að skri- fa. Samkvæmt ættingjunum reyndi Harrison í fyrstu að koma sér undan því með því að segja: „Ég veit ekki einu sinni hvort ég sé fær um að stafa nafnið mitt leng- ur“. Þá á læknirinn að hafa beitt sannfæringarkrafti sínum og hreinlega haldið undir hönd Harri- sons á meðan hann ritaði nafn sitt á hljóðfærið „með miklum erfið- leikum og augljósum óþægindum,“ samkvæmt kærunni. Ættingjarnir vilja fá gítarinn auk tveggja spjalda sem þeir segja að Harrison hafi skrifað á á meðan hann var undir umsjá læknisins. George Harrison lést í nóvem- ber, árið 2001, eftir áralanga bar- áttu við lungna- og heilakrabba- mein. Ættingjarnir ákváðu að kæra lækninn eftir að sonur hans birtist framan á dagblaðinu National Enquirer, skælbrosandi með gítar- inn, talandi um það hversu mikla peninga hann gæti fengið fyrir hljóðfærið núna. ■ Ættingjar kæra lækni GEORGE HARRISON Ættingjar Harrison segja lækninn hafa neytt hann til þess að skrifa nafnið sitt á gítar sonar síns á dánarbeðinu. Dj Shadow norðursins HERMIGERVILL „Ég heyrði skemmtilega sögu,“ segir Sveinbjörn Hermigervill. „Strákur sem ég þekki í MR keypti diskinn og gaf einum meðlimi í Trabant hann í jólagjöf. Síðar frétti ég að sá gæi hefði kallað mig „DJ Shadow norðursins“. Ég er mjög sáttur við það.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.