Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 32
8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Stakkvíkurliðsins, og Bárður Eyþórsson, þjálfari ESSÓ-liðsins, hafa lokið við að velja í liðin sem taka þátt í Stjörnuleik KKÍ á laugardag. Í Stakkvíkurliðinu verða Pálmi Freyr Sigurgeirsson (Breiðabliki), Brandon Woudstra (Njarðvík), Páll Axel Vilbergsson (Grindavík), Páll Kristinsson (Njarðvík), Friðrik Stef- ánsson (Njarðvík), Darrel Lewis (Grindavík), Brenton Birmingham (Njarðvík), Mike Manciel (Hauk- um), Lárus Jónsson (Hamri), Guð- mundur Jónsson (Njarðvík), Þorleif- ur Ólafsson (Grindavík) og Sævar Haraldsson (Haukum). Í ESSÓ-liðinu verða Sigurður Á. Þorvaldsson (Snæfelli), Hlynur E. Bæringsson (Snæfelli), Clifton Cook (Tindastóli), Eiríkur Önundarson (ÍR), Magni Hafsteinsson (KR), Axel Kárason (Tindastóli), Nick Boyd (Tindastóli), Steinar Kaldal (KR), Skarphéðinn Ingason (KR), Lýður Vignisson (Snæfelli), Jeb Ivey (KFÍ) og Kevin Grandberg (ÍR). ■ Stjörnuleikur KKÍ: Liðin fullskipuð Leikur Kanoute með Malí? FIFA ákveður í dag hvort Frederic Kanoute megi leika með Malí í Afríkukeppninni. ■ ■ LEIKIR  18.30 Haukar leika við Njarðvík á Ásvöllum í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í kvennaflokki.  19.15 Grindavík keppir við Fjölni í Grindavík í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í karlaflokki.  19.15 Njarðvík og Hamar keppa í Njarðvík í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í karlaflokki.  19.15 Tindastóll leikur við Snæfell í Sauðárkróki í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í karlaflokki.  20.30 Haukar mæta Keflavík á Ás- völlum í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í karlaflokki.  20.30 Stjarnan og HK keppa í Ás- garði í 1. deild karla í blaki. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað verður um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.00 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  18.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíða- manna á heimsbikarmótum.  19.00 2004 Links to Paradise á Sýn. Bandaríska mótaröðin í golfi hefst ár hvert á Hawaii.  20.00 Lífið í NBA á Sýn. Þáttur um körfuboltakappann Jón Arnór Stefáns- son hjá Dallas Mavericks.  20.40 US Champions Tour 2004 á Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku móta- röðina í golfi.  21.10 US PGA Tour 2003 á Sýn. Þáttur um bandarísku mótaröðina í golfi árið 2003.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað verður um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  22.30 HM 2002 á Sýn. Útsending frá úrslitaleik Brasilíumanna og Þjóðverja. FÓTBOLTI „Það er algjört smáatriði í ljósi nýrra reglna hjá FIFA sem tóku gildi í þessum mánuði að Kanoute hafi leikið fyrir annað land. Aðalatriðið er að hann lék ekki fyrir A- liðið,“ skrifaði Sepp Blatt- er, forseti FIFA, í Financial Times í gær. „Mál Kanoute er á hreinu. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann leiki með Malí þegar nefndin hefur staðfest að hann sé gjaldgengur.“ FIFA ákveður í dag hvort Frederic Kanoute (Tottenham), Lamine Sakho (Leeds) og Mo- hamed Sissoko (Valencia) séu gjaldgengir í Afríku- keppninni, sem hefst um aðra helgi. Kanoute og Sakho vilja leika með Malí en Sissoko með Senegal. Kanoute og Sissoko eru fæddir í Frakklandi en Sakho er fæddur í Senegal og allir hafa þeir leikið með U-21 liði Frakk- lands. Aðildarþjóðir FIFA samþykktu breytingar á reglum sambandsins í Doha í Katar í október í haust. Reglubreytingin tók gildi um ára- mótin og samkvæmt henni er leik- mönnum með tvöfalt ríkisfang heimilt að skipta einu sinni um landslið upp að 21 árs aldri eða vegna sérstakra aðstæðna. „Við getum ekki þegar á reynir gengið gegn vilja hans. Við viljum að Kanoute verði kyrr vegna þess að við erum að berjast fyrir því að bæta stöðu okkar en við eigum ekki að treysta á einn mann,“ sagði David Pleat, sem stýrir Tottenham fram á vor. Hann sagði að hann væri pirrað- ur yfir því að honum hafi ekki verið sagt frá ættartengslum Kanoute við Malí. „Við héldum fyrir nokkrum vikum að hann væri franskur þegar franski landsliðsþjálfarinn kom til að sjá hann leika.“ Í ensku úrvalsdeildinni leika 25 menn frá sjö þjóðlöndum, auk nokk- urra í neðri deildunum og telur Sepp Blatter að tími sé kominn til að félögin taki meira tillit til þeirra. „Í ljósi þess hlutverks sem Afríku- menn, og í auknum mæli Asíubúar, leika í enskri knattspyrnu er kom- inn tími til að framkvæmdastjórar, þjálfarar, hluthafar og eigendur skilji að úrvalsdeildin er aðeins einn þátturinn í lífi leikmannanna,“ skrifaði Blatter í Financial Times. ■ STJÖRNULEIKUR KKÍ Brenton Birmingham og Steinar Kaldal keppa á laugardag. FREDERIC KANOUTE Fæddur í Frakklandi en vill fá frí frá Tottenham til að leika með Malí í Afríkukeppninni. hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 JANÚAR Fimmtudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.