Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 34
■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með Vínartónleika í Háskóla- bíói. Hljómsveitarstjóri er Ernst Kovacic.  21.30 Tríó Ragnheiðar Gröndal kemur fram á Kaffi List. Með henni leika að þessu sinni gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson og orgelleikarinn Agnar Már Magnússon. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Jón Gabríel Borkmann eftir Ibsen á stóra sviði Þjóðleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 Hrafn Andrés Harðarson er skáld Ritlistarhóps Kópavogs í Café Borg í janúar 2004. Sýningin, sem ber yfirskriftina Bláleikur að orðum og er framreidd á málmplötum Gríms Mar- inós Steindórssonar, verður opnuð með upplestri í kvöld. ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 Djasstónleikar í Vélsmiðj- unni, Akureyri.  Atli skemmtanalögga á Glaumbar.  Indega og Hydrus spila á fyrsta Fimmtudagsforleik ársins í Hinu hús- inu við Pósthússtræti.  Jazz, funk og soul verður í boði DJ B-Ruff, Total Kayoz, og Mr slim í Setu- stofunni. ■ ■ FUNDIR  20.00 Janúarfundur Hóps foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi verður á Sigurhæðum á Akureyri. Nýir félagar eru ávallt velkomn- ir.  20.00 Aðaldeild KFUM er með sinn fyrsta fund á vormisserinu að Holtavegi 28. Þórarinn Björnsson guð- fræðingur fjallar um brot úr sögu KFUM. Hugleiðingu flytur séra Ólafur Jóhanns- son sóknarprestur. Allir karlmenn 17 ára og eldri eru boðnir velkomnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 34 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 JANÚAR Fimmtudagur Þetta er bara gott og þægilegtmetalrokk, ekki neitt þungt. Frekar svona light metal,“ segir Guðmundur Orri, trommari í hljómsveitinni Indega, þegar hann er beðinn um að lýsa tónlist- inni sem sveitin flytur. Í hljómsveitinni eru fimm pilt- ar um tvítugt, allir úr Garðabæn- um. Þeir hafa starfað saman í um það bil ár og meðal annars hitað einu sinni upp fyrir Mínus. Indega kemur í kvöld fram á fyrsta Fimmtudagsforleiknum í Hinu húsinu á þessu ári, ásamt annarri ungri og sprækri hljóm- sveit sem heitir Hydrus. „Fimmtudagsforleikirnir eru ofboðslega þarfur vettvangur og þakklátur hjá ungum hljómsveit- um,“ segir Ása Hauksdóttir, verk- efnastjóri menningarmála í Hinu húsinu. „Í fyrravetur voru hvorki meira né minna en 100 hljóm- sveitir sem stigu hér á stökk. Flest fimmtudagskvöld spila hér þrjár til fimm hljómsveitir.“ Fyrirkomulagið er einfalt. Ungir tónlistarmenn, svo fremi sem þeir eru orðnir sextán ára, ná sér í eyðublað annað hvort á Netinu eða í Hinu húsinu, fylla það út og senda til Ásu. Hitt hús- ið útvegar síðan aðstöðu fyrir tónleikana, hljóðmann og hljóð- kerfi, en síðan þurfa hljómsveit- irnar sjálfar að sjá um tónleik- anna. „Þeirra hlutverk er að auglýsa tónleikana, gera plakat og semja fréttatilkynningu. Framkvæmdin er alveg í þeirra höndum og and- rúmsloftið á tónleikunum undir þeim komið.“ Hún segir að allar hljómsveit- ir sem vilji komist í raun að með tónleika. Stundum þurfi kannski að bíða eitthvað eftir að komast að, en þessi vettvangur virðist duga öllum sem vilja nota tæki- færið til að spreyta sig á áheyr- endum og fá viðbrögð. „Þetta er vaggan,“ segir Ása. „Við verðum að styðja þessar sveitir, því úr engu vex náttúr- lega aldrei neitt. Mínus voru til dæmis mjög öflugir að nota tæki- færið á föstudagsbræðingnum, sem við vorum með í „hinu“ Hinu húsinu í Geysishúsinu.“ ■ Miðasalan, sími 568 8000 STÓRA SVIÐ CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20 Lau 7/2 kl 20 Fö 13/2 kl 20 Lau 14/2 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 10/1 kl 14 - UPPSELT Su 11/1 kl 14 - UPPSELT Su 18/1 kl 14 - UPPSELT Lau 24/1 kl 14 Su 25/1 kl 14 Lau 31/1 kl 14 Su 1/2 kl 14 Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Su 8/2 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 Fö 23/1 kl 20 Lau 31/1 kl 20 NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Lau 10/1 kl 20 Su 11/1 kl 20 Fö 16/1 kl 20 Lau 17/1 kl 20 Lau 24/1 kl 20 Su 25/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 SPORVAGNINN GIRND Á NÝJA SVIÐI JÓLASÝNING BORGARLEIKHÚSSINS MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU Óviðjafnanleg Vínartónlist Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19:30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 9. JANÚAR KL. 19:30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 10. JANÚAR KL. 17:00 – UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic Einsöngvari ::: Sigrún Pálmadóttir HRINGDU NÚNA OG TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Endurnýjun skírteina fimmtudaginn 8. janúar kl.17:00 - 20:00. Upplýsingar í síma 562 0091. BALLETTSKÓLI Guðbjargar Björgvins. Íþróttahúsi Seltjarnarness. BALLETT Kennsla hefst 10. janúar. Miðvikudagur 7. jan - frumsýning - uppselt Laugardagur 10. jan. - nokkur sæti laus Fimmtudagur 15. jan. Laugardagur 17. jan. Laugardagur 24. jan. HAFNARFJARÐARLE IKHÚSIÐ Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Fös. 9. jan. kl. 20:00 -laus sæti Lau. 17. jan. kl. 20:00 -laus sæti Fös. 23. jan. kl. 20:00 -laus sæti Gríman 2003 „Besta leiksýningi ársins“ Lau 10. jan. kl. 21. nokkur sæti laus Fös. 16. jan. kl. 21. örfá sæti laus Fim. 22. jan. kl. 21. laus sæti Lau. 24. jan. kl. 21. laus sæti Sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNO 562 9700 og sellofon@mmedia.is Vagga tónlistarinnar ■ TÓNLEIKAR HLJÓMSVEITIN INDEGA Spilar á fyrsta fimmtudagsforleik Hins hússins á þessu ári, ásamt Hydrus. SVERRIR KÁRI KARLSSON Matseðillinn á Vegamótum erþað besta í bænum,“ segir Sverrir Kári Karlsson sem var Herra Ísland árið 2002. „Og mér finnst pastað langbest.“ Best í bænum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.