Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Útsala! Útsala! Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Allt að 80%veðsetningarhlutfall af verðmæti fasteignar A B X 9 0 3 0 3 7 5 Útsala! Útsala! Allt á að seljast!Þetta er herkvaðningin sem vekur þjóðina upp úr ket- og sykur- vímu jóla og áramóta og fær blóðið til að streyma ört um allar æðar líkamans eftir að hafa gutlað um- hverfis meltingarfærin síðan jóla- hlaðborð hófust í desember í fyrra með súkkulaði og þeyttum rjóma. ÚTSÖLUR eru laxveiðiferðir hag- sýna mannsins, ævintýraferðir var- kára mannsins, víkingaferðir frið- arsinnans, óvissuferðir hinna heimakæru og gæsaskytterí græn- metisætunnar. Þær skerpa við- bragðsflýti, snerpu, úthald, útsjón- arsemi og næmi veiðimannsins og kalla fram í honum (henni) slóttug- heit refsins, sjón arnarins, grimmd fálkans, styrk nautsins, andlega rósemi kýrinnar, hraða hestsins og fimi kattarins. Skó handa barninu, kjól handa konunni og skyrtu handa karlinum, allt þetta og miklu meira til er hægt að finna á útsöl- um á verði sem er svo hagstætt að því meira sem maður verslar þeim mun meira sparar maður og svo snýr maður aftur úr veiðinni fær- andi varninginn heim. ÞAÐ sem gildir er að gera góð kaup. Ef maður kaupir fyrir 50 þúsund varning sem hefði átt að kosta 100 þúsund þá hefur maður sparað 50 þúsund í einu vetfangi, og á þar með 50 þúsund króna hagnað til að versla meira og þan- nig koll af kolli þangað til maður er orðinn svo klyfjaður að maður kemst ekki gegnum fleiri búðardyr. ÚTSÖLUR eru búbót og þá ekki síður heilsubót. Með 40 eða 50% af- slætti eru flestir hlutir á sann- gjörnu, jafnvel viðráðanlegu verði. Það eflir athyglisgáfuna að vera á útkíkki eftir útsölum, og það styrk- ir líkamann að storma milli versl- ana í stað þess að liggja uppi í sófa og lesa nýjustu svívirðingarnar um forsætisráðherrann eða Framsókn- arflokkinn í DV, ellegar sofa síð- degisblund og dreyma fullkomna veröld þar sem fjölmiðlarnir elska, virða og vegsama geðgóða og góð- gjarna valdhafa og allt er á útsölu- prís allt árið um kring. www. .is Taktu þátt í spjallinu á ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.