Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.01.2004, Qupperneq 1
GLÆPASAMTÖK Bæjarlögmaðurinn í Kópavogi, Þórður Þórðarson, vill að lögregla kanni strax hvers kon- ar starfsemi fari fram í iðnaðar- húsi í austurbæ Kópavogs. Grunur er um að þar sé talsverð fíkniefnaneysla, ólögleg áfengis- sala, nektardans og jafnvel stjórn- stöð skipulagðrar glæpastarf- semi. „Mér barst til eyrna á síðasta ári að þeir væru hugsanlega að hreiðra um sig og bað lögregluna um að kanna það. Ég hef hins veg- ar ekki haft spurnir af því aftur fyrr en núna þannig að ég mun hafa strax samband við lögregl- una og krefjast þess að þeir kanni hvort þarna sé einhver svona vafasöm starfsemi, því það er algjörlega ólíðandi,“ sagði Þórður Þórðarson þegar hann var spurð- ur hvort grunur sé um lögbrot í aðsetri þeirra sem grunaðir eru um ólöglegt athæfi. Heimildir herma að þeir sem þar hafa að- setur tengist vélhjólaklúbbnum Ými og einnig Bandidos á Norður- löndum. Hjá ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að vitað sé að hingað hafi komið félagar úr Bandidos, en það eru svipuð samtök og Hells Ang- els og jafn mikil ógn fyrir Íslend- inga að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins innan embættis ríkislögreglustjóra. Samtökin eru erkióvinir og oft hafa brotist hörð átök milli félagsmanna þeirra. Þó skipta þessi samtök með sér verk- um á Norðurlöndum til að halda öðrum glæpasamtökum frá. Ágangur glæpasamtaka Hells Angels í að koma hingað til lands hefur verið nokkur að undanförnu og hefur vélhjólaklúbburinn Fáfn- ir verið nefndur í því samhengi. Vélhjólaklúbburinn Ýmir er sagð- ur hafa orðið til eftir klofning í Fáfni. Einhverjir félagsmenn Ýmis eru sagðir vera í slagtogi við glæpasamtökin Bandidos sem eru erkióvinir Hells Angels. Óljósar fréttir eru af starfsemi þeirra sem hafa skjól í iðnaðar- húsinu. Meðal þess sem haldið er fram, og lögregla mun kanna, er hvort unglingsstúlkur borgi fyrir fíkniefni með þátttöku í kynlífs- athöfnum. Fjöldi félaga úr Hells Angels hefur verið stöðvaður á Keflavík- urflugvelli. Sjá nánar á bls. 14 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 FÖSTUDAGUR til hnífs og skeiðar ● vín vikunnar ▲ SÍÐUR 28–29 matur o.fl. Rekur pólska verslun í Hafnarfirði María Valgeirsson: allt um svefnvandamál barna ▲ SÍÐUR 30–31 börn o.fl. Lundarfar barn- anna lykilatriði Arna Skúladóttir: leirmótunarnámskeið ● önnur námskeið ▲ SÍÐUR 24–27 nám o.fl. Bætt aðstaða í náttúrufræðihúsi Sæmundur Ari Halldórsson: LANDSLEIKUR AÐ VARMÁ Íslenska landsliðið í handbolta mætir Sviss í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfells- bæ klukkan 20. Leikurinn er sá fyrsti af þremur æfingaleikjum sem landsliðið mun leika gegn Sviss á næstu dögum og er hluti af undirbúningi þess fyrir Evrópu- keppnina í Slóveníu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA VÆTA SÍST ÞÓ Í REYKJAVÍK Þetta verður slydda eða snjókoma norð- vestan til annars líklegast rigning. Úrkoman verður einkum seinnipartinn á Norðurlandi. Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum. Sjá síðu 6. 9. janúar 2004 – 8. tölublað – 4. árgangur ÓÁNÆGJA MEÐ FLUTNINGA SJÚKLINGA Margir læknar á Land- spítalanum eru afar óánægðir með að það þurfi sífellt að flytja fárveikt fólk milli sjúkrabygginga á Hringbraut og í Fossvogi. Þeir segja flutningana jafnvel geta riðið mjög veiku fólki að fullu. Sjá síðu 2 VÍSAR GAGNRÝNI Á BUG Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísar á bug öllum ásökunum um ritstuld og óvönduð vinnu- brögð við ritun bókarinnar Halldór. Hann segir Pétur Má Ólafsson hafa lesið próförk handritsins að beiðni fjölskyldu skáldsins. Sjá síðu 2 KENNARAR TIL SÁTTASEMJARA Kennarasambandið hefur óskað eftir því að kjaraviðræður vegna grunnskólakennara fari fram undir handleiðslu ríkissáttasemj- ara. Ástæðan er trúnaðarbrestur. Sjá síðu 4 YFIRBURÐIR FRÉTTABLAÐSINS Ný könnun Gallups á notkun fjölmiðla stað- festir enn mikla yfirburði Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði. Meðallestur á hvert blað Fréttablaðsins reyndist vera 65%. Sjá síðu 6 SJÁVARÚTVEGUR Útgerð Bjarma BA frá Tálknafirði hefur áfrýjað brottkasts- málinu fræga til Hæsta- réttar. Níels Ársælsson, skipstjóri og útgerðarmað- ur, var í sumar dæmdur til að greiða milljón krónur í sekt eða sitja í 30 daga fangelsi ella. Refsingin var fyrir að fleygja 53 þorskum í hafið aftur þar sem Bjarmi var á snurvoð- arveiðum út af Vestfjörð- um. Með í veiðiferðinni voru fréttamaður og myndatöku- maður Sjónvarpsins. „Ég trúi því að ég verði sýknaður. Í dómsorði Héraðs- dóms Vestfjarða segir að neitun mín á því að hafa stað- ið að brottkosti sé fyrir- sláttur einn. Dómurinn bygg- ir ekki á neinum lagalegum rökum að mínu mati. Hann byggir á persónulegri tilfinn- ingu dómarans og er því arfa- vitlaus,“ segir Níels Ársæls- son, skipstjóri og útgerðarmaður Bjarma BA. Ríkislögreglustjóri hefur einnig áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms. ■ Bæjarlögmaður krefst aðgerða lögreglunnar Fyrir ári síðan bað bæjarlögmaður Kópavogs um að starfsemi félagsskapar yrði könnuð. Hann krefst nú aðgerða lögreglu. Grunur liggur á að vélhjólaklúbburinn Ýmir tengist Bandidos, en félagar þeirra samtaka hafa komið hingað til lands. Dæmdur fyrir að kasta 53 þorskum: Skipstjórinn á Bjarma BA áfrýjar brottkastsmáli 9. JANÚAR TIL 15. JANÚAR 2004birta Árið 2004: Hvernig verður það hjá þér? Hanastél á gamlárskvöld Árur Sirrýar og Jóns Ársæls Gísli Marteinn og Leoncie Hulda Hákon myndlistarkona og kaffihúsaeigandi Rétta líkamsræktin Meðganga og fæðing Huldu Jensdóttur Heimir Karlsson í sjónvarpinu Í uppáhaldi hjá Heru Stjörnuspá Birtu Sjónvarpsdagskrá næst 7daga Tekur lífinu opnum örmum vikulegt tímarit um fólkið í landinu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 96 .000 E INTÖK NR . 1 . 2004 Steinunn Ólína: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Tekur lífinu opnum örmum birta meðganga og fæðing ● persónuleikapróf KULDAKAST Á INDLANDI Indverskir lögreglumenn kveiktu bál til að hlýja sér en alls hafa um 170 manns látist vegna kulda í indversku borginni Allahabad á síðustu dögum. Borgin er við Ganges-fljótið í norðurhluta Indlands. Morðið á Önnu Lindh: Réttarhöld 14. janúar STOKKHÓLMUR, AP Réttarhöldin yfir Mijailo Mijailovic, sem hefur játað að hafa myrt Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, hefjast næstkom- andi miðvikudag. Hann mun ekki gangast undir geð- rannsókn fyrir réttarhöldin. Göran Nilsson, héraðsdómari í Stokkhólmi, segir að dómstólar muni hugsanlega fara fram á geðrannsókn eftir réttarhöldin en áætlað er að þeim ljúki 19. janúar. Mijailovic á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi en sá möguleiki er fyrir hendi að hann verði dæmdur til vistar á réttargeðdeild. ■ Morðingja leitað: Drap fjóra í afbrýðiskasti BANDARÍKIN Lögreglan í Georgíu í Bandaríkjunum leitar nú 31 árs karlmanns, Jerry William Jones, sem grunaður er um að hafa myrt þrjá fullorðna og tíu mánaða barn fyrrum eiginkonu sinnar, Melissu Peeler. Talið er að Jones hafi drepið fólkið í afbrýðiskasti en auk þess er talið að hann hafi numið á brott þrjár ungar telpur á aldrinum þriggja til tíu ára, en tvær þeirra eru dætur Jones, sem hann átti með Melissu. Þriðja stúlkan er fyrrum stjúpdóttir hans og dóttir Melissu. Þau látnu fundust snemma í gærmorgun á tveimur heimilum í Gordon-sýslu í Georgíu og virðist sem Jones hafi myrt þau um nótt- ina og gefið sér góðan tíma. ■ MORÐINGINN Mijailovic hefur játað að hafa myrt Lindh. NÍELS ÁRSÆLSSON Sættir sig ekki við dóm undirréttar. BJARMI BA Undirréttur dæmdi að skipstjórinn hefði fyrirskipað brottkast.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.