Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 4
4 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Hefurðu áhyggjur af aukinni hörku í undirheimum Íslands? Spurning dagsins í dag: Hefur Hannes Hólmsteinn verið gagnrýndur ómálefnalega fyrir ævisögu sína um Halldór Laxnes? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 15,2%Nei 3,7%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Norðurlönd ÍRAN Karlmanni á sextugsaldri var bjargað á lífi úr rústum Bam í Íran þrettán dögum eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir borgina. Mað- urinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Maðurinn lá fastur undir fata- skáp sem myndaði loftrými og gerði honum kleift að anda auk þess sem hann hafði aðgang að vatni. Að sögn Denis McLean, talsmanns Al- þjóða Rauða krossins, gat hann sagt björgunarmönnum nafn sitt áður en hann missti meðvitund. „Hann er enn í dái og ástand hans er mjög alvarlegt,“ segir McLean. Starfs- menn Rauða krossins segja að mað- urinn heiti Jalil og sé frá bænum Narmanshir en hann hafi komið til Bam til að leita sér læknishjálpar. Björgunarmenn hófu að leita að Jalil þegar nágranni systur hans til- kynnti að lík hans væri ófundið. Kona á tíræðisaldri fannst á lífi í rústunum 3. janúar. Hún reynd- ist ómeidd og við ágæta heilsu. Jarðneskar leifar yfir 30.000 manna hafa fundist í rústum borg- arinnar síðan skjálftinn reið yfir á annan dag jóla. Alþjóða Rauða krossinn hefur óskað eftir þriggja milljarða króna fjárhagsaðstoð til að geta komið til móts við þarfir yfir 200.000 einstaklinga sem eiga um sárt að binda vegna skjálftans. ■ Kjaraviðræður til sáttasemjara Kennarasambandið hefur óskað eftir því að kjaraviðræður vegna grunnskólakennara fari fram undir handleiðslu ríkissáttasemjara. Ástæðan er trúnaðarbrestur í samskiptum við launanefnd sveitarfélaga og fjöldi málaferla um túlkun síðasta kjarasamnings. KJARAMÁL „Það er okkar mat að samskiptin við launanefnd sveitar- félaga hafi verið með þeim hætti að við teljum að það sé málinu fyr- ir bestu að vera undir verkstjórn óháðs aðila sem leiðir viðræðurn- ar. Það hefur verið trúnaðarbrest- ur milli aðila,“ sagði Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambands Íslands. Sambandið hefur ákveðið að óska eftir því að viðræður samn- inganefndar Kennarasambandsins og sveitarfélaga um gerð nýs kjarasamnings fyrir grunnskóla- kennara fari fram hjá ríkissátta- semjara. Formaður Kennarasambands- ins segir það hafa torveldað fram- kvæmd síðasta kjarasamnings grunnskólakennara við sveitar- félögin hve menn hafi verið ósam- mála um það sem rætt var í síðustu kjaraviðræðum, eilíflega hafi komið upp ágreiningur um framkvæmd ein- stakra atriða. „Með því að fara til ríkissátta- semjara viljum við tryggja að það verði unnið með skipulegum hætti frá fyrsta fundi. Jafnframt að all- ar túlkanir verði settar jafnóðum á blað þannig að menn losni síðar við rifrildi en fjöldi málaferla á yfir- standandi samningstímabili hefur verið með hreinum ólíkindum. En við brennum okkur ekki tvisvar á sama eldinum,“ sagði Eiríkur Jóns- son. Kjarasamningur grunnskóla- kennara rennur út 31. mars og er stefnt að fyrsta fundi um viðræðu- áætlun næstkomandi fimmtudag. Kröfugerð er langt komin en ekki liggur fyrir hvenær hún verður lögð fram. Kjararáð Kennarasambandsins þingar í dag og leggur lokahönd á sameiginlegar kröfur kennara- félaganna á hendur viðsemjend- um. Launakröfur einstakra aðild- arfélaga Kennarasambandsins verða væntanlega ekki kynntar fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Félag grunnskólakenn- ara fyrir áramótin telur almenn- ingur eðlilegt að byrjunarlaun grunnskólakennara, að loknu þrig- gja ára háskólanámi, séu 250 þús- und krónur á mánuði. Til samanburðar eru byrjunar- laun grunnskólakennara nú um 170 þúsund krónur að jafnaði. Byrjunarlaunin þyrftu því að hækka um 80 þúsund á mánuði eða 47%, að mati almennings. the@frettabladid.is GIUSEPPE PISANU Innanríkisráðherra Ítalíu segir lítt þekkt samtök stjórnleysingja hafa sent bréfa- sprengjur til evrópskra embættismanna. Bréfasprengjur til embættismanna: Stjórnleysingj- ar að verki RÓM, AP Lítt þekkt samtök stjórn- leysingja á Ítalíu lýstu ábyrgð á hendur sér vegna tveggja bréfa- sprengja sem sendar voru evrópskum embættismönnum. Að sögn Giuseppe Pisanu, inn- anríkisráðherra Ítalíu, voru skila- boð frá samtökunum á sprengjum sem sendar voru til bankastjóra Evrópska seðlabankans og yfir- manns Europol í lok desember. Samtökin höfðu áður sent bréf til ítalsks dagblaðs þar sem þau sögðust hafa komið fyrir tveimur sprengjum sem sprungu skammt frá heimili Romanos Prodis, for- seta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, í Bologna 21.desember. ■ BÖRN HEIÐRA MINNINGU KEIKÓS Hundruð norskra skóla- barna tóku þátt í minningar- athöfn um háhyrninginn Keikó við gröf hans í Taknesbukta í Noregi. Keikó drapst af völdum bráðrar lungnabólgu 12. desem- ber síðastliðinn. Hann var graf- inn í skjóli nætur skammt frá ströndinni í Taknesbukta. SPRENGING Á SJÚKRAHÚSI Öflug sprenging varð á sjúkrahúsi í miðri Álaborg síðdegis í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en rúður brotnuðu á þrettándu og fjórtándu hæð. Orsakir spreng- ingarinnar eru ókunnar. MILLJARÐA TAP HJÁ LEGO Poul Plougmann, framkvæmdastjóra danska leikfangafyrirtækisins Lego, var sagt upp störfum þegar í ljós kom að tap á rekstri fyrir- tækisins nam 16,6 milljörðum ís- lenskra króna árið 2003. Veltan dróst saman um 25% frá árinu 2002. Eigendur Lego ætla að fækka stjórnendum fyrirtækisins en segja að fjöldauppsagnir séu ekki á döfinni að svo stöddu. OFBELDI „Ég gat ekki lengur staðið einn í þessari baráttu,“ segir Guð- mundur Cesar Magnússon, sem á sínum tíma stofnaði samtökin Upphaf sem áttu að sameina fólk í baráttunni gegn handrukkurum og ofbeldi. Guðmundur Cesar fékk í upp- hafi hugmyndina að stofnun sam- takanna þegar hann lenti í hótun- um vegna 14 ára dóttur sinnar sem ánetjast hafði fíkniefnum. Þetta var haustið 2002 og Guð- mundur Cesar lýsti því í fjölmiðl- um með hvaða hætti hann og dótt- ir hans sættu ofsóknum vegna þess hve hann hafði haft sig í frammi gegn eiturlyfjasölum í Breiðholtinu. Guðmundur Cesar segir að samtökin hafi aldrei komist al- mennilega á legg eftir stofnun þeirra; fólk hafi einfaldlega ekki verið tilbúið til þess að leggja bar- áttunni lið. „Hvorki almenningur né lögregluyfirvöld höfðu áhuga á að taka raunverulega á þessum málum,“ segir hann. Guðmundur Cesar segist sjálf- ur hafa lent í því tvisvar eftir stofnum Upphafs að sæta hótunum eða ofbeldi. Tveir menn hafi beðið fyrir utan heimili hans í Breiðholti um jólin 2002. „Ég hafði verið í stöðugu sambandi við lögregluna vegna ofbeldismanna í undirheim- um en ákvað að kæra ekki árásina þar sem mér hafði verið gert ljóst að kæra á hendur þessum mönnum hefði enga þýðingu. „Síðast var mér hótað í júní í fyrra. Ég fékk taugaáfall og ákvað að hætta þessu. En ég hef þó náð þeim árangri að dóttir mín er í góðum málum í dag,“ segir Guð- mundur Cesar. Hann segir að vandamál vegna fíkniefna og ofbeldis fari þó síst minnkandi en sjálfur hafi hann dregið sig í hlé. ■ ÞUNGT HALDINN Jalil missti meðvitund skömmu eftir að hon- um var bjargað úr rústunum og segja lækn- ar að það sé óvíst hvort hann muni ná sér. Samtök gegn handrukkurum lögð niður: Baráttumaður fékk taugaáfall GUÐMUNDUR CESAR MAGNÚSSON Stofnaði samtök gegn handrukkurum en hefur lagt niður baráttuna. TRÚNAÐAR- BRESTUR Eiríkur Jónsson segir trúnaðarbrest í samskiptum við launanefnd sveitar- félaga. GRUNNSKÓLAKENNSLA VANMETIN Eðlileg byrjunarlaun grunnskólakennara eru 250 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Félag grunnskóla- kennara. Byrjunarlaunin eru nú um 170 þúsund og þyrftu því að hækka um 47%, að mati almennings. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FÉLL ÞRJÁ METRA Smiður datt þrjá metra niður af þaki þar sem hann var við vinnu á bænum Hofi í Arnarneshreppi. Hann fann til í fæti og var fluttur á slysadeild fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Meiðsl hans reyndust vera minniháttar. ■ Lögreglufréttir 81,1% Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi: Bjargað eftir þrettán daga í rústunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.