Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 10
ELDSNEYTI Bensínverð lækkaði á öll- um sjálfsafgreiðslustöðvum á höf- uðborgarsvæðinu í gær. Lækkunina má rekja til þess að Atlantsolía hóf að selja 95 oktan bensínlítrann á 92,5 krónur klukkan tvö um daginn. Orkan hafði þegar riðið á vaðið og lækkað verð á sölustöðum sínum í 92,4 lítrann fyrir utan sölustaðinn á Skemmuvegi en þar var bensínverð lægra og kostaði lítrinn 91,40 krón- ur. Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri Atlantsolíu, segist ánægður með viðtökur neytenda og biðröð hafi myndast. „Það kom ekki á óvart að bensínstöðvar lækkuðu verðið. Þá var viðbúið að Orkan lækkaði enn frekar verðið á sölustaðnum í nágrenni við okkur. Við teljum olíu- félögin grípa til verðlækkunar svo fákeppni viðhaldist og eins að stemma stigum við að okkur vaxi fiskur um hrygg. Ég er þess fullviss að neytendum sé umhugað um að samkeppni eflist. Þá hljóta þeir að spyrja af hverju bensínverð lækk- aði ekki fyrr en nú.“ Hugi segir að vegna lítillar yfirbyggingar sé Atlantsolíu mögulegt að selja lítrann á þessu verði. „Við höfum ekki hugsað okkur að fara út í verð- stríð heldur viðhalda þessu verði.“ Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri áhættustýringar- sviðs Olís sem m.a. rekur sjálfs- afgreiðslustöðvar ÓB, segir ástæðu lækkunarinnar vera stefnu fyrir- tækisins að bjóða viðskiptavinum samkeppnishæft verð. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að lækka bensínverð fyrr, segir Samú- el lækkunina nú ekkert með þróun á heimsmarkaði að gera en verð sé nú í hámarki. „Við töldum okkur þurfa hækkun um daginn og sú forsenda hefur ekki breyst.“ Hann segist engu geta spáð um hversu lengi þessi verðlækkun vari. „Við bjóðum viðskiptavinum okkar alltaf sann- gjörn kjör og það hefur verið stefna fyrirtækisins í 76 ár.“ Gunnar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Bensínorkunnar, seg- ir ástæðu lækkunarinnar einfalda. „Orkan hefur undanfarin átta ár verið með lægsta verð og á því verður engin breyting.“ kolbrun@frettabladid.is 10 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Asía ■ Evrópa HOTT, HOTT Á HESTI Knapar sem þátt taka í hindrunarhlaupi lenda oft í skrautlegum uppákomum þeg- ar hestar þeirra missa fótanna eins og þessi sem rak hófana í rána í síðustu hindrun. Góð veiði á síðasta ári: Aflaverðmætið rúmur milljarður SJÁVARÚTVEGUR Framleiðsluverð- mæti fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA nam 1.135 milljónum króna á síðasta ári. Árið 2002 var framleiðsluverð- mætið 1.385 milljónir króna. Skipið, sem gert er út af Sam- herja, veiddi alls 23 þúsund tonn af síld, 22 þúsund tonn af loðnu, átta þúsund tonn af kolmunna og 1.400 tonn af úthafskarfa. Á heimasíðu Samherja undrast Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm, að þessi mikla verð- mætasköpun skuli ekki vekja neina athygli þeirra sem fjalla um sjávarútveg. Hann segir eink- ar athyglisvert hversu stór hluti verðmætasköp- unarinnar sé vegna síldveiða. Sem dæmi hafi 14 þúsund tonn sem veidd hafi verið á alþjóðlegu haf- svæði skilað afla- verðmæti upp á um 480 milljónir króna. Vilhelm fór til veiða 2. janúar og er nú á síldveið- um á Vestfjarðamiðum og er afl- inn kominn í um 900 tonn úr sjó. Skipið mun síðan hefja loðnuveið- ar síðar í mánuðinum. ■ SEX DÆMDIR FYRIR MORÐ Á STJÓRNMÁLAMANNI Dómstólar í Belgíu hafa dæmt sex menn fyrir að skipuleggja morðið á André Cools, fyrrum varaforsætisráðherra Belga, sem skotinn var til bana fyr- ir tólf árum. Fjórir hlutu 20 ára fangelsisdóm en tveir fengu fimm ára dóm. Fyrir fimm árum dæmdu dómstólar í Túnis tvo leigumorð- ingja í 20 ára fangelsi fyrir morðið. ATVINNULEYSI EYKST Í ÞÝSKALANDI Atvinnuleysi í Þýskalandi mældist 10,4% í desember 2003 sem er 0,4 prósentustiga aukning frá nóvem- ber. Um 4.317.000 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í desem- ber. Staðan er mjög slæm í fyrrum Austur-Þýskalandi en þar er atvinnuleysið 17,9% á móti 8,4% í vesturhluta landsins. Stórútsala 25-70% afsláttur • Prjónagarn • Heklugarn • Útsaumspakkningar • Útsaumsefni í metratali • Dúkadamask í metratali • Strammamyndir • Smávara í föndrið • Þrívíddarmyndir • Bækur og blöð Opið mán.-fös. kl. 9-18 lau. kl. 10-14. Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988. HERMENN Í TÍKRÍT Bandaríski herinn býður hermönnum í Írak, Kúveit og Afganistan aukagreiðslur fyrir að vera áfram við störf í þessum löndum. Hermenn vilja frá Írak: Hrista bara hausinn ÍRAK, AP Bandarískir hermenn í Írak virðast vera lítt hrifnir af þeirri hugmynd hersins að bjóða þeim aukagreiðslur upp á sem nemur allt að 700.000 íslenskum krónum fyrir að vera áfram við störf í landinu eftir að ráðningartímabili þeirra lýkur. „Þeir gætu ekki fengið mig til að vera hér áfram sama hvað þeir byðu,“ segir 23 ára hermaður við störf í eftirlitsstöð skammt fyrir utan Bagdad. Margir hermenn hafa hlegið og hrist hausinn þegar blaða- menn hafa spurt þá út í fyrirætlan- ir hersins. Sumir segjast vera búnir að fá nóg af því að dvelja löngum stundum fjarri ástvinum sínum á meðan aðrir tala um að þeir óttist dauðann. ■ EKKI SMITUÐ AF HABL Grunur manna um að filippeysk kona hafi smitast af bráðalungnabólgu á ferðalagi í Hong Kong reyndist ekki á rökum reistum. Konan og eigin- maður hennar voru lögð inn á sjúkrahús með einkenni HABL en rannsóknir sýndu að þau voru með bakteríusýkingu í lungum en ekki veirusýkingu. Bæði eru á batavegi. Ung kona lögð inn á sjúkrahús: Grunur um nýtt tilfelli bráðalungnabólgu KÍNA, AP Tvítug kínversk kona hef- ur verið lögð inn á sjúkrahús í borginni Guangzhou í Kína vegna gruns um að hún hafi smitast af veirunni sem veldur bráðalungna- bólgu. Karlmaður frá Guangdong- héraði í Kína, sem smitaðist af sjúkdómnum í desember, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hátt í fimmtíu manns sem um- gengust konuna hafa verið settir í sóttkví og 52 aðrir eru undir ströngu eftirliti. Konan starfaði sem þjónn á veitingahúsi sem hef- ur á boðstólnum kjöt af villtum dýrum en vísindamenn hafa leitt að því líkum að veiran berist til manna frá dýrum sem Kínverjar leggja sér til munns. Kínversk yf- irvöld hafa hafist handa við að lóga þúsundum deskatta og ann- arra skyldra dýra vegna þessa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent hóp sérfræðinga til Guangzhou til að aðstoða heil- brigðisyfirvöld við að rannsaka þessi nýju tilfelli bráðalungna- bólgu og reyna að komast að því hvernig fólkið smitaðist. Þrír starfsmenn fréttastofu í Hong Kong voru lagðir inn á sjúkrahús með einkenni bráðalungnabólgu eftir að þeir sneru heim frá Guangdong- héraði. Rannsóknir sýndu að þeir höfðu ekki smitast af HABL- veirunni. ■ VILHELM ÞORSTEINSSON Skipið, sem gert er út af Samherja, veiddi alls 23 þúsund tonn af síld, 22 þúsund tonn af loðnu, átta þúsund tonn af kol- munna og 1.400 tonn af úthafskarfa. VARÚÐARRÁÐSTAFANIR Kaupmenn á útimarkaði í borginni Guangzhou í Kína ganga með sóttvarnargrímur. Bílaeigendur ánægðir NEYTENDUR Bílaeigendur í Kópa- vogi lýstu ánægju sinni með sam- keppnina sem komin var í bæinn. Fréttablaðið tók nokkra að tali bæði hjá Atlantsolíu á Kópavogs- braut og Orkunni á Skemmuvegi. Einn viðskiptavinur Atlantsolíu sagðist koma langt að í þeim til- gangi að styrkja samkeppnina. Sjálfur væri hann starfsmaður hjá olíufélagi en vildi sýna þessu fram- taki stuðning, þrátt fyrir að um samkeppnisaðila væri að ræða. BJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR: Ánægð með framtakið „Mér líst vel á þessa samkeppni sem til- koma Atlantsolíu getur hugsanleg haft áhrif á. Ég heyrði um þetta í útvarpinu og dreif mig af stað.“ HALLDÓR RÚNAR HAFLIÐASON OG JÓHANNES HELGI LAXDAL: Alltaf ódýrastir Félagarnir Halldór og Jóhannes höfðu ekki hugmynd að búið væri að lækka bensín- verðið hjá Orkunni. „Við komu alltaf hing- að af því við vitum að hér er bensínverð ódýrast.“ Töldu félagarnir víst að þeir héldu áfram að versla hjá Orkunni, þrátt fyrir til- komu Atlantsolíu. Verðstríð hafið á bensínmarkaði Atlantsolía hóf að selja 95 oktan bensín í gær. Í kjölfarið lækkuðu olíufélögin bensínverð á sjálfsafgreiðslustöðum. Orkan á Skemmuvegi með ódýrasta bensínverðið. ATLANTSOLÍA HÓF SÖLU Á 95 OKTAN BENSÍNI Í GÆR Jökull Kristjánsson, starfsmaður Atlantsolíu, límir upp verðmiða sem gefur til kynna að bensínlítrinn kosti 92,50 krónur. Hann segir viðskiptavini afskaplega þakkláta og að hugur sé í fólki hvað varðar aukna samkeppni. BENSÍNVERÐ Á SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐVUM klukkan þrjú í gærdag: 95 oktan dísill Atlantsolía 92,5 35,0 Esso Express 92,5 34,9 Orkan 92,4 34,8 Orkan, Skemmuvegi91,4 34,9 ÓB 95,5 35,0 Olís 95,9 39,9 Shell 96,9 41,8 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.