Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 14
14 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR PÁFINN OG TRÚÐURINN Bandarískur sirkustrúður sýnir Jóhannesi Páli páfa listir sínar með jójói, eða „Diablo“ eins og keflið kallast sem snýst á línu milli tveggja prika. Trúðurinn var í hópi bandarískra sirkuslistamanna sem heimsóttu páfa í gær. Óskahverfið: Vilja í miðbæ og Vesturbæ BÚSETA Hátt í tvöfalt fleiri vilja búa í miðbæ Reykjavíkur en búa þar, að því er fram kemur í könnun á hús- næðis- og búsetuóskum Reykvík- inga. Um sjö prósent borgarbúa búa í miðbænum en tæp tólf prósent þeirra vilja búa þar samkvæmt könnuninni. Flestir vilja þó búa í Vesturbænum, átján prósent íbúa. Þar búa nú 14% borgarbúa. Ef litið er til þeirra sem búa í ákveðnum hverfum og þeirra hverfa sem borgarbúar vilja helst búa í er munurinn mestur í Breið- holti. Þar búa 19% borgarbúa en ellefu prósent segja það óska- hverfi sitt. ■ ÚTSALA 20-50% afsl. Nýtt kortatímabil Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 Vinnumarkaður: Stjórnendur beggja blands ATVINNUMÁL Jafn mörg fyrirtæki hyggjast fjölga starfsmönnum sínum og fækka þeim samkvæmt viðhorfskönnun Samtaka atvinnu- lífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna. Tæp 15% fyrirtækjanna hyggjast fjölga starfsfólki en rúm 14% fækka. Munar þar miklu frá könnun samtakanna í desember 2002 þegar 21% fyrirtækja hugð- ist fækka starfsfólki en aðeins átta prósent fjölga því. Í umfjöllun á vef Samtaka at- vinnulífsins segir að þetta komi á óvart þar sem flestir spái nokkuð örum hagvexti á árinu og aukinni eftirspurn eftir vinnuafli. ■ Atlantsolía: Ný bensínstöð BENSÍNSTÖÐ Atlantsolía hyggst reisa nýja bensínstöð við Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði á nýjum viðlegu- kanti við Hafnarfjarðarhöfn. Áætl- aður kostnaður við framkvæmdina er um 25 milljónir króna. Stöðin verður alsjálfvirk með átta dælum og tekur eingöngu við debet- og kreditkortum. Áætlað er að verkinu ljúki í mars eða apríl næstkomandi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, tók fyrstu skóflustunguna í fyrradag. ■ Englar helvítis stara til Íslands Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir að stöðugur og vaxandi þrýstingur sé á landamæri Ís- lands. Landið heillar sérstaklega liðsmenn Hells Angels, sem taldir eru horfa til gróðavænlegs fíkniefnamarkaðar. Á fjórða tug manna og kvenna var vísað úr landi á tveimur mánuðum. Það er ekki nokkur vafi á því aðáhugi og ásókn erlendra glæpahringja til Íslands fer vax- andi,“ segir Jóhann R. Benedikts- son, sýslumað- ur á Keflavík- urflugvelli, um allan þann fjölda fólks sem vísað hef- ur verið frá landinu á undanförnum m á n u ð u m vegna rök- studds gruns um að það ætli sér að stunda ólög- lega iðju á Íslandi. Á fjórða tug útlendinga hefur verið gómaður í Keflavík frá því í byrjun nóvem- ber og ýmist handtekinn eða vís- að úr landi. Jóhann segir að margir þeirra sem embætti hans hafi afskipti af við landa- mærin séu fólk sem talið er að ætli sér að stunda við- skipti með eitur- lyf af einhverju tagi en einnig sé mikið um að til landsins komi fólk sem hyggi á fjársvik. Þannig hafi tvö pör sem nú eru í gæslu- varðhaldi opnað fjölda banka- reikninga á Íslandi og greini- lega verið með í undirbún- ingi fjármálaumsýslu sem að líkindum væri ólögleg. Jóhann segir vaxandi áhuga útlendinga vera afleiðingu af því að Ís- land sé auðugt og vel kynnt sem ferða- mannaland. „Þessi almenni og aukni áhugi er vegna þess að við erum stöðugt að færast nær hringiðu heimsins. Það er búið að kynna Ísland sem ferðamanna- land. Hér er hátt atvinnustig og vaxandi kaupmáttur og Ísland að sumu leyti í tísku. Landið hefur vakið athygli undirheima í ná- grannalöndunum og afbrotamenn eru að þreifa fyrir sér. Með þessu og greiðari samgöngum við Ís- land þurfum við að vera meira á verði gagnvart alþjóð- legri brotastarf- semi,“ segir Jó- hann. Hann segir að þótt Ísland sé fámennt ráði það miklu um áhuga sam- taka á b o r ð við Hells Angels að fíkniefnaverð sé hátt á Íslandi og mikill gróði blasi við þeim sem nái að fóta sig á markaðnum. Verð á fíkniefnum hér er allt að þrefalt hærra en gerist í nágrannalöndunum. Ásókn vélhjólaklíkunnar hefur ekki leynt sér og á undanförnum árum hafa orðið uppákom- ur á Keflavíkurflug- velli í tengslum við komu meðlima h e n n a r . Þessu er l ý s t þ a n n i g að Englar helvítis stari á Ísland. Jóhann segist ekki vera í vafa um að Vítis- englarnir ætli sér að kom- ast inn á íslenska fíkniefna- markaðinn með það fyrir augum að ná yfirhöndinni þar. Hann segir yfirvöld hafa óyggjandi upplýsingar um að Íslendingar tengist samtökunum nú þegar. Vinaklúbbur Vítis- englanna er vél- hjólaklúbburinn Fáfnir eða aðilar tengdir honum sem hafa sótt um aðild að samtökunum. Síðan 1. nóv- ember hefur 14 norskum vít isengl - um verið vísað frá landinu. 12. desember komu níu norskir vítisenglar til landsins en þeir voru reknir úr landi aftur. Fréttablaðið ræddi þá við forsprakka þeirra, sem sór og sárt við lagði að hann og félagar hans væru byggingaverkamenn í helgarferð til Íslands til að slaka á fyrir jólin. Þetta eru venjulega rök Vítisenglanna sem sækja Ís- land heim. Hefð- bundið er að halda því fram að þeir séu hingað komnir í þeim eina til- gangi að sjá nátt- úruundrin Gull- foss og Geysi. Þann 19. desember gerðu norskir vítisenglar aðra tilraun til að komast inn í landið þegar fimm þeirra voru gerðir afturreka. „Áhugi Hells Angels á Norður- löndunum á því að koma hingað er ótvíræður,“ segir Jóhann. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafa verið á vaktinni undanfarið og hiklaust vísað úr landi Vítis- englum og þeim sem rökstuddur grunur sé um að ætli að leggjast í glæpi á Íslandi. Jóhann segir að með öflugri landamæravörslu megi fyrirbyggja landnám er- lendra glæpahringja, hvaða nöfn- um sem þeir nefnist. „Okkur hefur tekist að ná mörgum brotamönnum áður en þeir ná að komast inn í landið. Við getum glaðst yfir því að hafa tekist að kæfa í fæðingu til- raunir erlendra glæpamanna til að skjóta rótum á Íslandi,“ seg- ir Jóhann. ■ STÖÐVUÐ VIÐ LANDAMÆRIN Dags. Teknir við komu Ástæða Staða málsins 5. nóv. 2 Kínverjar Með fölsuð vegabréf / voru í fylgd Ástrala Verða sendir heim 8. nóv. 2 Kínverjar Með fölsuð vegabréf Dæmdir í fangelsi 9. nóv. 2 Kínverjar Með fölsuð vegabréf Dæmdir í fangelsi 14. nóv. 1 Kínverji/ 1 Singapúrbúi Með fölsuð vegabréf Dæmdir í fangelsi 16. nóv. 2 Kínverjar Með fölsuð vegabréf Dæmdir í fangelsi 5. des. 5 vítisenglar Röskun á allsherjarreglu Vísað úr landi 8. des. 2 Afríkumenn Með fölsuð skilríki og greiðslukort Eru í gæsluvarðhaldi 12. des. 9 vítisenglar Tengdir skipulagðri glæpastarfsemi Vísað úr landi 12. des. 1 Rúmeni Með nokkur vegabréf og fölsuð flugáhafnaskirteini Er í farbanni 20. des. 2 Afríkumenn Grunaðir um skjalafals. Eru í gæsluvarðhaldi 29. des. 1 Singapúrbúi Með þrjú fölsuð vegabréf í skónum. Vísað úr landi. ■ Ásókn erlendra glæpahringja til Íslands fer vax- andi. ENGILL Hin alþjóðlegu sam- tök Hells Angels hafa sótt mikið til Íslands að undan- förnu en vítis- englarnir eru und- antekningalaust stöðvaðir á landamærun- um. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um ásókn erlendra glæpa- manna í undirheima Íslands. JÓHANN R. BENEDIKTSSON Stendur vaktina á landamærunum ásamt sínu fólki. SAMGÖNGUR Fulltrúar Reykjavíkur- borgar eru nýkomnir frá Þýska- landi þar sem þeir skoðuðu skipulag almenningssamgangna í borgum sem eru svipaðar að stærð og Reykjavík og könnuðu léttlestar- kerfi eins og er notað í Þýskalandi, Bretlandi og Noregi. Árni Þór Sig- urðsson, formaður samgöngunefnd- ar Reykjavíkur, segir kerfið hafa reynst mjög vel ytra og segir það fýsilegan kost fyrir Reykjavík. Hann telur raunhæft að byggja það upp á næstu 10 til 20 árum sem framtíðarkost í Reykjavík. Það yrði hugsað með nokkrum meginleiðum sem gætu tengst nágrannabæjum. „Léttlestarkerfin í Evrópu hafa leitt til þess að fólk nýtir sér al- menningssamgöngur í æ ríkara mæli. Það endist betur en strætó, auk þess sem það er öruggara og áreiðanlegra. Það er ekki endalaust hægt að stækka mannvirki og því hefur sú leið verið valin víða að leysa samgöngurnar með léttlestar- kerfi. Það er hins vegar mjög dýrt og verður ekki fjármagnað öðruvísi en með þátttöku ríkisins, eins og í fyrrgeindum löndum, en kostnaður við hvern kílómetra nemur allt að einum milljarði króna. Við höfum þegar rætt það við samgönguyfir- völd og það er óhjákvæmilegt að mínu mati að taka þetta mál til al- varlegrar skoðunar,“ segir Árni. ■ Léttlestarkerfi talið fýsilegur kostur fyrir Reykjavík: Hver kílómetri kostar milljarð LÉTTLESTARKERFI Í þýskum borgum sem eru svipaðar að stærð og Reykjavík, eins og Freiburg sem hér sést, hefur léttlestarkerfið reynst mjög vel en kerfið er einhvers konar blanda af hefðbundnu lestarkerfi og sporvögnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.