Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 17
■ Asía 17FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 28 FÓRUST Í RÚTUSLYSI Að minnsta kosti 28 manns létu lífið þegar rúta fór út af vegi og lenti ofan á áveitu- skurði skammt frá borginni Bhakk- ar í Pakistan. Að sögn yfirvalda var rútan yfirfull af fólki og á of mikilli ferð þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum. YFIR 300 LÁTNIR VEGNA KULDA Að minnsta kosti 324 hafa látist af völdum kulda í Uttar Pradesh, fjölmennasta fylki Indlands, á undanförnum vikum. Grunnskól- um hefur verið lokað til 10. janúar til að börn þurfi ekki að fara út úr húsi snemma á morgnana. Heim- ilislausir fá að hafast við í skóla- stofum. Hitastig hefur verið á bil- inu fjórar til ellefu gráður á celsí- us. Ný meðferðastöð psoriasissjúklinga rís við Bláa lónið: Grunnur að heilsu- tengdri ferðaþjónustu MEÐFERÐARSTÖÐ Bygging nýrrar meðferðarstöðvar fyrir psoriasis- sjúklinga er fyrirhuguð við Bláa lónið. Áætlað er að byggingin verði tilbúin til notkunar vorið 2005. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, segir með meðferðarstöðinni annars vegar verið að stórbæta þjónustu við íslenska psoriasissjúklinga og hins vegar að kynna meðferðina fyrir sjúklingum erlendis. „Við erum þegar að fá fólk úr öllum heimshornum sem hefur áttað sig á að þarna er valkostur. Með þess- ari meðferðarstöð er grunnur lagður að mjög brýnni innviða- uppbyggingu á sviði heilsutengdr- ar ferðaþjónustu sem er nauðsyn- leg til að mæta vaxandi eftirspurn erlendra gesta eftir heilsu- og meðferðardvöl á Íslandi.“ Hin nýja meðferðarstöð er skilgreind í fjóra hluta: sameigin- legt rými, meðferðardeild, stjórn- un og gistirými. Gert er ráð fyrir 20 herbergjum sem uppfylla staðla um sjúkrahótel. Uppbyggingin er samvinnu- verkefni Bláa Lónsins hf. og ís- lenskra stjórnvalda. Fjárfesting er áætluð 400 milljónir króna með tækjum, búnaði og frágangi lóðar, bílastæða og baðlóns. ■ LOSAÐ UM HRAUNHELLU Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa Lónsins hf., og Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra losuðu um fyrstu hraunhelluna til marks um að framkvæmdir við nýja með- ferðarstöð fyrir psoriasissjúklinga séu hafnar. MEÐFERÐASTÖÐIN Í BLÁA LÓNINU Grunnflötur fyrirhugaðrar meðferðarstöðvar er 2.113 fermetrar. Hönnuður er Sigríður Sigþórsdóttir. Loksins bresk rannsókn Michael Burgess, konungleg- ur dánardómstjóri bresku krún- unnar, hefur fyrirskipað form- lega réttarannsókn vegna dauða Díönu prinsessu og elskhuga hennar Dodi Al Fayed rúmum sex árum eftir að þau létust í bíl- slysi í París árið 1997. Burgess hefur fengið virtan breskan lögregluforingja, Sir John Stevens, til þess að stjórna rannsókninni og fara ofan í saumana á ýmsum samsæris- kenningum og fullyrðingum um að þau hafi verið myrt. Réttarrannsóknin hófst á þriðjudaginn en var frestað til ársins 2005 til að gefa lögregl- unni færi á að rannsaka málið, að sögn Burgess. Nafn Karls birt Breska dagblaðið Daily Mirr- or greindi frá því í byrjun vik- unnar að Díana prinsessa hefði óttast að fyrrverandi eiginmaður hennar, Karl Bretaprins, hefði í hyggju að ráða hana af dögum í sviðsettu bílslysi. Þetta hefði komið fram í bréfi sem prinsess- an ritaði tæpu ári fyrir bílslysið og skildi eftir í vörslu bryta síns, Pauls Burrell. Þessar ásakanir komu fyrst upp á yfirborðið í haust þegar Daily Mirror birti kafla úr bók Pauls Burrells, en nafn Karls hafði hvorki verið birt í bókinni né blaðinu heldur aðeins talað um meðlim konungsfjölskyld- unnar. Tjáir sig ekki Karl Bretaprins hefur kosið að tjá sig ekkert um ásakanir á hendur honum en Colleen Harris, fyrrum fjölmiðlafulltrúi hans, sagði að þær væru fáránlegar og algjört kjaftæði. „Allir sem vinna fyrir prins- inn eða þekkja hann vita að þetta er algjör þvættingur. Þetta er al- veg með ólíkindum,“ sagði Harr- is. Al Fayed fagnar Mohamed Al Fayed, faðir Dodis, fagnaði réttarrannsókn- inni og sagðist vona að sannleik- urinn í málinu kæmi nú loksins í ljós en hann hefur alltaf hald- ið því fram að þau Díana og Dodi hafi verið fórnarlömb sam- særis og kallað eftir opinberri rannsókn. „Vonandi fæ ég loks- ins að sjá til sólar eftir sex ára kvöl,“ sagði Al Fayed, sem var viðstaddur þegar réttarrann- sóknin hófst formlega á þriðju- daginn. Trevor Rees Jones, einkalíf- vörður Díönu, var sá eini sem lifði slysið af í París en man lítið eftir atburðinum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.