Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 18
Lýsingar á aðförum ofbeldis-manna eru svo svakalegar að þeim er vart trúandi. Þar fara handrukkarar fremstir og þeir hafa greinilega tileinkað sér því- líkan hrottaskap að samfélagið verður að geta brugðist við. Um haustið 2002 ætlaði ágætur maður að stofna samtök til að berjast gegn ofbeldinu, en ekkert varð úr. „Hvorki almenningur né lögregluyfirvöld höfðu áhuga á að taka raunverulega á þessum mál- um,“ segir baráttumaðurinn, Guð- mundur Cesar Magnússon, í Fréttablaðinu í dag. Ekkert skal fullyrt um að yfirvöld hafi ekki áhuga á að sinna ofbeldismálum, það er jafnvel ótrúlegt að svo sé, eða hvað? Getur verið að fjársvelti lögreglu hamli rann- sóknum og aðgerðum í grófum of- beldismálum? Eflaust dugar viljinn ekki einn og sér til að vinna á þessum mikla vanda. Til að árangur náist þurfa margir að koma að málinu; stjórn- völd, lögregla og almenningur. Þeir sem verða fyrir ofbeldinu eru ekki öfundsverðir og oftast er skiljanlegt að fórnarlömbin hiki við að leggja fram kærur þegar búið er að hóta verri meðferð verði það gert. Almennar reglur duga ekki þegar búið er að hræða og ógna svo mikið að fólk kýs frekar að lifa í ótta og angist en láta lögreglu vita. Þær sögur sem ganga um hrottaverkin eru miklar og meið- andi. Fjölmiðlum hefur verið bent á að í iðnaðarhverfi sé starfrækt- ur vafasamur klúbbur. Lögregla hefur einnig heyrt sögurnar, en þar sem enginn hefur kært er ekkert gert. Látið er eins og ekk- ert sé hægt að gera nema til komi kæra frá þeim sem beittir eru of- beldi. Ef það er rétt að í klúbbi þessum, sem ekki er deilt um að sé til, séu barnungar stúlkur látn- ar vinna sér fyrir næsta skammti með munnmökum, er þá ekki skylda samfélagsins að ráðast gegn óþverranum en ekki bíða þess að einhver eða einhverjar fyllist kjarki og kæri þá sem beitt hafa ofbeldinu? Ásókn erlendra glæpahringja mun vaxa. Ísland er nógu stór og spennandi markaður til að hægt sé að hagnast á glæpastarfsemi hér. Glæpamönnum hefur verið snúið frá landinu og eflaust er það vel. Það má samt ekki gleymast að íslenskir misindismenn hafa gengið í lið með þeim erlendu og sækja sjálfsvirðinguna í viður- kenningar frá englum helvítis og bandítum. Það er það versta og um leið það erfiðasta. Það getur verið erfitt að stugga erlendum afbrotamönnum frá landinu en erfiðast hlýtur að vera að berjast gegn þeim sem eru meðal okkar. Almenningur vill þetta ekki, en getur lítið aðhafst, stjórnvöld vilja þetta ekki og ekki lögreglan. Hvað á að gera? ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um ofbeldi í þjóðfélaginu. 18 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Með ákveðnum hætti minnirhverfing stjórnmála- og þjóðfélagsumræðunnar í dag í kringum einn mann á stjórn- málin eins og þau voru á tíma- bili stéttastjórnmálanna á fyrri hluta síðustu aldar. Þannig snerist t.d. stjórnmála- umræðan og átökin fyrst og fremst kringum Jónas Jónsson frá Hriflu um nokkurt skeið í íslenskri pólitík. Hann varð að eins konar sól í hinu pólitíska sólkerfi, þar sem gagnstæðir kraftar ýmist ýttu mönnum frá Jónasi eða soguðu þá til hans. Þó hann hafi sjálfur verið umdeild- ur er óumdeilt að Hriflu-Jónas var sjálfur mikil for- ingi. Um hann mátti stundum segja að hann kysi átökin, væru þau í boði. Þó tímarnir séu ólíkir og einstak- lingarnir líka er það alltaf ágæt skemmtun að draga fram líking- ar með fortíð og nútíð. Þannig virðist margt í stíl og þeim póli- tísku kringumstæðum sem koma upp í kringum Davíð Oddsson minna á stíl Jónasar forðum, þó pólitíkin sé vissuleg- ast önnur. Þetta á sérstaklega við þann stíl sem Davíð virðist hafa tileinkað sér (á ný) á síð- ustu mánuðum og misserum. Hann er hvassari, afdráttarlaus- ari og stillir hlutum gjarnan upp þannig, að þeir sem ekki eru með honum eru beinlínis á móti honum. Stórar bombur falla á báða bóga þó minnisstæðust sé eflaust bolludagsbomban fræga. Patrón fræða og lista Nú um hátíðarnar hefur Dav- íð verið sérstaklega hvass og beint spjótum sínum að ,,auð- valdinu“ sem hann telur ógna þjóðfrelsinu innan frá – nokkuð sem í sjálfu sér mætti flokka sem hriflíska pólitík. En í þess- ari orrahríð hefur forsætisráð- herra jafnframt birst okkur sem listamaður og patrón fræða og lista. Frá fornu fari hefur Davíð tengst listum, fræðum og menn- ingu og haft á því skoðanir og tekið þátt í þessum geira mann- lífsins, rétt eins og Hriflu-Jónas á sínum tíma líka. Í huga al- mennings fer það þó ekkert á milli mála að ákveðnar stefnur og ákveðnir menn í fræða- og listageiranum eru Davíð kærari en aðrir, og ráða þar pólitísk sjónarmið nokkuð ferðinni. Það er vel þekkt staðreynd frá Hriflutímanum líka. Bæði Hrafn Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem segja má að séu í liði Davíðs, sendu frá sér menningarafurðir um hátíðarnar, sem fengið hafa misjafnar undirtektir. Það er síðan hrópandi hriflískt við þetta ástand, að á kaffistofum landsins taka menn ekki afstöðu til þessara lista- og fræðiverka út frá innihaldi þeirra eða verk- unum sjálfum, heldur út frá flokkspólitískum sjónarmiðum. Út frá því í hvoru liðinu þeir eru! Þessi menningarverk fengu góða dóma í Mogganum. en slak- ari annars staðar, sem enn eyk- ur á fortíðarskírskotunina. Fjórða bindi: Guðjónsson? Nú síðast skrifaði Jakob F. Ás- geirsson, sem lýsa má sem hátt- settum fræðimanni í liði Davíðs, grein þar sem gripið er til varna fyrir Hannes Hólmstein. Sú málsvörn kemur satt að segja á óvart frá manni eins og Jakobi, en sýnir e.t.v. hversu langt hriflu- væðingin eða flokksvæðing menningarumræðunnar er geng- in. Jakob beitir nefnilega fyrst og fremst þeim rökum að um póli- tískar ofsóknir sé að ræða gegn Hannesi, en gerir litið úr efnis- legri gagnrýni. Hann telur, eins og raunar kemur að hluta fram hjá Hannesi sjálfum, að nægjan- legt sé að vísa í ,,mest notuðu heimildir“ sérstaklega í eftirmála þegar verkinu í heild er lokið. Samkvæmt yfirlýsingum eiga að koma út þrjú bindi, það fyrsta heitir ,,Halldór“, annað bindið á að heita ,,Kiljan“, og það þriðja ,,Lax- ness“. Miðað við umfang gagnrýn- innar mætti ætla að Hannes þurfi að bæta fjórða bindinu við með til- vísunum og heimildum, sem þá myndi væntanlega heita ,,Guð- jónsson“! Vissulega er það til mik- illa bóta að gera rækilega grein fyrir heimildum í eftirmála þó það sé kannski ekki mikill stíll yfir því, en vonandi er að Hannes, í málsvörn þeirri sem hann hefur boðað, svari gagnrýninni efnis- lega, en bresti ekki í gír hins póli- tíska fórnarlambs. Ýmislegt bendir hins vegar til að hann muni gera það – eins og t.d. grein Ás- geirs – enda væri það í fullu sam- ræmi við hið hriflíska andrúms- loft menningar- og þjóðfélagsum- ræðunnar. Hvar er drottningin? Slagur forsætisráðherra við hið nýja auðvald tekur á sig ýms- ar myndir og stjórnmálastíllinn felur í sér að þeir slagir sem í boði eru séu teknir – hvort sem það er slagur um græðgi hinna nýríku, um lífeyri æðstu stjórnenda, um fjölmiðla, um Evrópusambandið, um uppstillingar í liðinu eða eitt- hvað annað. En átökin eru lýjandi. ,,Smalahóll er höllin, en hvar er drottningin?“ Er ekki viðbúið að með þessu áframhaldi fari menn ósjálfrátt að skima eftir þeim Ey- steini og Hermanni í forustusveit Sjálfstæðisflokksins? ■ Með atvinnulíf á heilanum „Nokkuð undarleg staða er nú komin upp í íslenskum stjórnmál- um: Formaður Sjálfstæðiflokksins er kominn í herferð gegn stærstu fyrirtækjum landsins og blað hins frjálsa framtaks bítur í skjaldar- endur og heimtar löggjöf til verndar frelsinu - með því að tak- marka það. Flokkur atvinnulífs- ins er nú kominn með atvinnulífið á heilann: Kaupþing og Baugur eru vondu kallarnir í dramanu og nú er nauðsyn að setja lög til hægri og vinstri.“ BIRGIR HERMANNSSON Á WWW.KREML.IS Spéhrædd þjóð „Íslendingar eru sennilega spé- hræddastir Norðurlandabúa. Í Finnlandi, N-Noregi og N-Svíþjóð t.a.m. fara kynin nakin saman í sauna án þess að hugsa sig tvisvar um. Eru sauna-iðkendur ekki mikið að velta því fyrir sér hvort ístran eða lærin séu hlaup- kennd eða ekki. Í Skandinavíu þykir það mjög gott flipp meðal ungmenna að vera nakin við hin og þessi tækifæri, t.d. í veislum eða í gosbrunnum á almannafæri. Í Svíþjóð eru konur oft á tíðum sturtuverðir í karlaklefanum í sundi og þykir ekkert tiltökumál. Væri fróðlegt að sjá upplitið á gömlu köllunum í Vesturbæjar- lauginni ef kvenmaður skipaði þeim að sápa sig betur á typpinu áður en þeir færu út í. Hjá frændþjóðum okkar er vaxtarlag manna jafn misjafnt og þeir eru margir líkt og hérlendis. Hins vegar gera þeir sér almennt betur grein fyrir því að líkamar stjarnanna eru ekki rétta viðmið- unin. Skýrir það líklega betri sjálfsmynd þeirra. Er líklegt að það sé að þakka klæðalitlum samverustundum þeirra. [...] Forseti Íslands gæti verið verndari þjóðarátaks til heiðurs mannslíkamanum með slagorð- inu: „Vinnum sigur á sjálfum okk- ur“. Útgjöld heimilanna myndu líklega minnka eitthvað ef sem flestir væru fáklæddir eða naktir, þ.e. slit á klæðnaði yrði minna.“ BJARNI MÁR MAGNÚSSON Á WWW.DEIGLAN.COM ■ Bréf til blaðsins ■ Aðsendar greinar ■ Leiðrétting Ofbeldi ■ Er ekki viðbúið að með þessu áframhaldi fari menn ósjálfrátt að skima eftir þeim Eysteini og Hermanni í forustusveit Sjálfstæðis- flokksins? Höfð voru eftir Ara Edwald,framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, ummæli sem sneru að því hvort breyta ætti sam- keppnislögum. Í stað samkeppn- islaga átti að standa „lög sem vörðuðu starfsumhverfi atvinnu- lífsins“. Sú skoðun Ara og SA að brýna nauðsyn beri til að breyta samkeppnislögunum sjálfum er hins vegar óhögguð. Fréttablaðið tekur við aðsend-um greinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 3.000 til 3.500 slög með bilum í word count sem finna má undir liðnum Tools í word- skjali. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. Hollendingurinn Jaap de HoopScheffer hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins af hinum breska Robertson lávarði. Scheffer var áður utanríkisráð- herra Hollands. Jaap de Hoop Scheffer er 55 ára gamall, fæddur árið 1948 og nam lög við háskólann í Leiden. Eftir það var hann í þrjú ár í flug- hernum en gekk þá til liðs við utanríkisþjónustuna og var skrif- stofustjóri hollenska sendiráðsins í Ghana. Hann vann síðan fyrir NATO í Brussel. Eftir það tók hann við starfi sem aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra Hollands og vann samtals fyrir fjóra utanrík- isráðherra. Hann varð síðan þing- maður og formaður hins hægri- sinnaða flokks Kristilegra demókrata. Árið 2002 varð Scheffer utanríkisráðherra Hollands en sagði formlega af sér í desembermánuði síðastliðnum til að taka við starfi fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Fór í amerískt próf Scheffer fór í opinberra heim- sókn til Washington í september- mánuði síðastliðnum og hitti George Bush Bandaríkjaforseta. Hollenskir fjölmiðlar sögðu þann fund vera amerískt próf sem lagt hefði verið fyrir Scheffer til að komast að því hvort hann teldist hæfur í starf framkvæmdastjóra NATO. Sagt er að fundurinn hafi gengið vel og Bandaríkin studdu ráðningu Scheffer. Eftir að til- kynnt hafði verið opinberlega um þá ráðningu lýsti George Bush yfir ánægju sinni og sagði Scheffer leiðtoga sem væri maður frelsis og samvinnu. Hann sagðist hlakka til að vinna með honum. Vill brúa bilið milli Evrópu og Bandaríkja „Ég get ekki ímyndað mér heimsmynd sem reist er gegn Bandaríkjunum,“ sagði Scheffer þegar deilur um Íraksstríðið stóðu sem hæst. Hann er talinn sá stjórnmálamaður í Evrópu sem reynt hefur hvað ákafast að brúa bilið milli afstöðu Evrópu og Bandaríkjanna til stríðsins. Scheffer hefur þegar tilkynnt um fyrsta verkefni sitt í hinu nýja starfi en það er að efla friðar- gæslu NATO í Afganistan. Hann hyggst einnig einbeita sér að því að jafna ágreining innan Atlants- hafsbandalagsins vegna Íraks- stríðsins. Scheffer er þriðji Hol- lendingurinn sem gegnir starfi framkvæmdastjóra NATO. Jos- eph Luns var framkvæmdastjóri NATO á árunum 1971 til 1984 og Dirk Stikker stýrði NATO á árun- um 1961 til 1964. ■ Maður frelsis og samvinnu Maðurinn JAAP DE HOOP SCHEFFER ■ hefur tekið við starfi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins. JAAP DE HOOP SCHEFFER George Bush Bandaríkjaforseti lýsir honum sem manni frelsis og samvinnu. Hér ávarpar hann blaðamenn á fyrsta starfsdegi sínum sem framkvæmdastjóri NATO á mánudaginn síðastliðinn. BIRGIR GUÐMUNDS- SON ■ skrifar um „hriflu- væðingu“ þjóðfé- lagsumræðunnar. Um daginnog veginn Hriflu-Davíð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.