Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 23
23FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 Stofa íslenskra fræða hefurverið stofnuð við Mennta- skólann að Laugarvatni á grund- velli gjafar frá afmælisárgöng- um skólans árið 2003. „Tilgang- ur stofunnar er að veita aðstöðu fyrir íslensku- og sögukennara við skólann. Jafnframt geta aðr- ir komið og notað stofuna til að stunda fræðistörf,“ segir Guð- mundur Sæmundsson, formaður stjórnar stofunnar. Gefendur óskuðu eftir að fræðastofan yrði tengd nöfnum og störfum merkisbera ís- lenskrar tungu sem hafa og munu starfa við skólann. Þar voru einkum hafðir í huga lær- dómsmennirnir Ólafur Briem, Haraldur Matthíasson, Jóhann S. Hannesson og Kristinn Krist- mundsson. Í fyrstu stjórn stofunnar sitja Guðmundur Sæmundsson for- maður, Hreinn Ragnarsson varaformaður, Valgerður Sæv- arsdóttir ritari, Halldór Páll Halldórsson gjaldkeri og Samú- el Örn Erlingsson meðstjórn- andi. ■ Tímamót ■ Stofa íslenskra fræða hefur verið stofnuð við Menntaskólann að Laugar- vatni. Kostuð af veglegri gjöf frá fyrrum nemendum skólans. Gamlir nemendur styrkja skólann ■ Persónan Sting í Simpsons Breski popp-s ö n g v a r i n n Sting, sem var söngvari og bassaleikari í hljómsveit inni The Police, kom fram í sjónvarps- þættinum The Simpsons á þess- um degi árið 1992. Sting kom fram í þætti sem kallaðist Radio Bart og söng þar af sinni alkunnu snilld. Ýmsar stórstjörnur hafa komið fram í þættinum, þar á meðal Aerosmith, Spinal Tap og Tony Blair svo fá- einar séu nefndar. ■ ■ Afmæli Baltasar Samper myndlistarmaður er 66 ára. Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 65 ára. Ólafur Proppé, rektor KHÍ, er 62 ára. HUGI HREIÐARSSON Atlantsolía hefur hafið sölu á bensíni að Kópavogsbraut 115 í Kópavogi og ætlar að bjóða þar upp á lægsta verð landsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að sam- keppnisaðilar muni lækka verð á bensíni á bensínstöðum sínum í nágrenninu. ??? Hver? Markaðsstjóri Atlantsolíu ehf. ??? Hvar? Í Vesturvör 29, Kópavogi, aðalstöðvum fyrirtækisins. ??? Hvaðan? Ættaður að vestan, Patreksfirði og Bíldudal. ??? Hvað? Kjarabót til neytenda, sem nemur sparn- aði upp á milljónir í viku hverri því verð- samkeppni er loks hafin á eldsneytis- markaði. Við búumst við að samkeppn- isaðilar lækki um 10 aura undir okkur. Vegna þessa viljum við beina því til neytenda að slík verðlagning samkeppn- isaðila sé eingöngu gerð til að viðhalda fákeppni og hefta vöxt Atlantsolíu. Neyt- endur eiga að spyrja hvers vegna þeir lækkuðu ekki verðið fyrr. ??? Hvers vegna? Atlantsolía hefur skotið rótum og við- skipti við félagið aukast með hverjum degi. ??? Hvernig? Við bjóðum upp á hagstætt verð og við getum það því höfum létta yfirbyggingu og höldum kostnaði í lágmarki. ??? Hvenær? Það hefur sýnt sig að í þeim bæjarfélög- um þar sem Atlantsolía er með elds- neytissölu ríkir samkeppni. Reykvíkingar verða enn um sinn að bíða átekta. FYRSTA STJÓRN STOFUNNAR Fyrsta stjórn stofu íslenskra fræða við Menntaskólann að Laugarvatni auk félaga í undir- búningshópi. Halldór Páll Halldórsson, Valgerður Sævarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Sæmundsson, Páll Magnús Skúlason og Samúel Örn Erlingsson skipa stjórnina. STING Sýndi góða takta í Simpsons-þættin- um. útsala S M Á R A L I N D barnafatnaði á útsölu -af meiri krafti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 32 99 1/ 20 04 Nýtt kortatímabil Enn meiri afsláttur í dömu-, herra- og heimilisdeildum afsláttur af öllum 50%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.