Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 26
26 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Hvað ertu að læra? Viljum gefa lífinu lit Við mæðgurnar erum að skellaokkur á námskeið okkur til ein- skærrar skemmtunar og upplyft- ingar í lífinu,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir leikskólakennari. Hún ætlar á námskeið Jónasar Ingimundarsonar „Hvað ertu tón- list?“ ásamt móður sinni, Sigrúnu Bergþórsdóttur. Á námskeiðinu, sem er á vegum Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Íslands, verður meðal annars hlýtt á tónlist Beet- hovens, Schuberts og Schumanns og söngvararnir Kristinn Sig- mundsson og Snorri Wium syngja fyrir þátttakendur. „Við fylgjumst alltaf með því sem er í boði og það eru mörg freistandi tilboð á hverju ári. Núna loksins gripum við þetta tækifæri. Við viljum gefa lífinu lit og vorum bara að horfa á upplyftingargildið, erum ekki að leita að fræðslu. Við höfum nefnilega áhuga á tónlist en það vottar ekki fyrir sérfræði- þekkingu hjá okkur eða hæfileik- um. Við erum bara njótendur.“ ■ AÐ STARFA Á SJÚKRAHÚSI Hild- ur Magnúsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á LSH, flyt- ur fyrirlestur í málstofu rann- sóknarstofnunar í hjúkrunar- fræði mánudaginn næsta. Fyrirlesturinn er um reynslu erlendra hjúkrunarfræðinga af því að starfa á sjúkrahúsi á Ís- landi. Málstofan hefst kl. 12.00 og er í stofu 201 á 2. hæð í Eir- bergi. SIGRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR OG INGIBJÖRG KRISTLEIFSDÓTTIR Ætla á námskeiðið „Hvað ertu tónlist“ sér til upplyftingar. Tölvutækni Grunnáfangi í tölvutækni (TÆK102) með áherslu á verkefnavinnu til að tryggja færni og sjálfstæði þátttakenda. Tölvugrunnur (TÆK132). Hlutverk og virkni helstu hluta vélbúnaðarins og fylgihluta tölvunnar. með áherslu á starfstengt nám Fjarnám IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍKSkólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Skoðaðu möguleikana og smelltu þér á vefslóðina: http://fjarnam.ir.is G Ú ST A KT-Tölvur Neðstatröð 8 200 Kópavogur S.554-2187 KT Tölvur kr 69.900.- TÖLVUTILBOÐ 2.0 GHz Örgjörvi 256 MB Vinnsluminni 20 GB Harður diskur 17” Skjár Windows XP Home edition Lyklaborð og mús Kennsla hófst í nýju Náttúru-fræðahúsi Háskóla Íslands síðastliðinn miðvikudag, þar sem stúdentar við líffræðiskor og jarð- og landfræðiskor munu loksins fá aðstöðu við sitt hæfi. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði í gær voru iðnaðar- menn í bland við nemendur og kennara um allt hús, en greinilegt að andinn var góður og menn ánægðir með nýbygginguna. Sæmundur Ari Halldórssson jarðfræðinemi sat við borð í kaffistofunni og spáði í málin með félögum sínum. „Við höfum verið niðri í jarðfræðihúsi við hliðina á aðalbyggingunni. Mér líst mjög vel á breytinguna, þetta er virkilega fallegt hús, en svo á eftir að koma í ljós hvernig það nýtist, bæði kennurum og nem- endum. Það er þó ljóst að aðstaða fyrir nemendur í grunnnámi er enn ekki nógu góð en mun vænt- anlega batna, en aðstaðan fyrir lengra komna er mun betri. Ég verð svo að koma því á framfæri að bókasafnið er allt of lítið þó ég vilji auðvitað síst af öllu vera nei- kvæður,“ segir Sæmundur og hlær. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SÆMUNDUR ARI HALLDÓRSSON Er ánægður með nýja húsnæðið en telur brýnt að bæta bókasafnið. Nýtt Náttúrufræðahús: Mun betri aðstaða FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ Málstofa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.