Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 Nýtt Náttúrufræðahús: Líst vel á umhverfið og aðstöðuna Signý Baldursdóttir og ElísabetÁsgrímsdóttir voru mættar í nýju Náttúrufræðabygginguna í gær, en þær eru í BS-námi í við- skiptafræði. „Við erum nú eigin- lega ekki fluttar, erum hér bara í einum kúrs,“ segja þær og vita enn ekki hversu mikið þær munu dvelja í nýja húsinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem við komum hingað, en okkur líst mjög vel á enn sem kom- ið er, þó við séum auðvitað ekki al- veg búnar að meðtaka umhverfið. En húsið er mjög fallegt.“ ■ ENSKA ER OKKAR MÁL Enskunámskeið að hefjast. • Okkar vinsælu talnámskeið -7 vikur. • Kennt á mismunandi stigum. • Kennt: Kl. 9:00, 10:30, 17:20, 19:00 og 20:40. • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf. Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið víða um land. Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@simnet.isJohn O´Neill Julie InghamSandra Eaton Robert WilliamsMaxwell Ditta Sigurður Snorrason, dósent í líf-fræði, var hinn hressasti þar sem hann var stoppaður á hlaup- um á gangi nýs Náttúrufræða- húss. „Hvaða þýðingu þetta hef- ur? Jú, ef við tölum um líffræð- ina, sem ég tilheyri, þá vorum við áður á þremur stöðum. Við vorum sitt hvoru megin á Grensásvegin- um í frekar lélegu húsnæði. Og gaman að geta þess að þegar við fluttum þar inn í kringum 1972 átti það að vera til bráðabirgða. Það segir nú svolitla sögu,“ segir Sigurður. „Svo var ein deildin hjá okkur í Ármúlanum. Það er nátt- úrlega geysilegur munur að vera búin að koma þessum einingum saman, bæði fyrir starfólkið, sem getur myndað hér félagsskap sem er miklu nánari, og gríðarlegur kostur fyrir nemendur að þurfa ekki að sækja kennslu um víðan völl í Reykjavík.“ Enn er ýmislegt ógert í nýja Náttúrufræðihúsinu, og iðnaðar- menn á öllum hæðum, en Sigurður segir það bara kalla á meiri sam- starfsvilja. „Það þarf að sjálf- sögðu að hliðra til í fyrstu og þola það að iðnaðarmenn séu á vappi í einhverjar vikur. En við munum taka því eins létt og hægt er.“ En er hægt að spyrja raunvís- indamann hvort hús hafi sál? „Já, það er örugglega hægt. Ég held að sál húss liggi mikið í þeim einstaklingum sem eru þar innan- búðar og hvernig þeir virkja kosti hússins og þess að vera saman. Þannig skapast sál. Ég held því líka hiklaust fram að samlegðar- áhrifin séu einn af stærstu þáttun- um sem rökstyðja byggingu yfir þessa starfsemi. Ég hef alltaf sagt að sundurleitnin sem hefur verið ríkjandi hafi ekki eingöngu kostað sálarófrið hjá mönnum heldur beinlínis mjög mikla peninga.“ ■ SIGNÝ BALDURSDÓTTIR OG ELÍSABET ÁSGRÍMSDÓTTIR Eru enn sem komið er bara í einum kúrs í Náttúrufræðihúsinu, en líst vel á sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Nýtt Náttúrufræðahús háskólans: Kennslan ekki lengur um víðan völl SIGURÐUR SNORRASON Sál húss liggur mikið í þeim einstaklingum sem þar eru innanbúðar og hvernig þeir virkja kosti hússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.