Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 28
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Lifandi tónlist Steinasteik - okkar fag! Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Two Oceans: Afríkuvín á afbragðsverði Einhver hagstæðustu vín ámarkaðinum í dag eru frá Suður-Afríku. Two Oceans eru aðgengi- leg og fersk vín frá Suður-Afríku á mjög góðu verði og sér- staklega hafa þau slegið í gegn í kössum enda óvenjulegt að kassavín séu jafn frambærileg. Two Oceans-vínin draga nafn sitt af stóru höf- unum tveimur, Ind- landshafi og Atlants- hafi, en þau mætast fyrir sunnan Höfðaborg. Þ r ú g u r n a r sem notaðar eru í Two Oceans-vínin koma frá vín- ekrunum við strandlengju Góðrarvonar- höfða en þar er loftslag ekki ósvipað og þekkist við Miðjarð- a r h a f i ð . Strandlengj- an er blessuð með svölum vindi yfir daginn og köldum nóttum þannig að þrúg- urnar ná að halda ferskleika sínum. Góður jarðvegur í Stellenbosch og lega víngarð- anna hjálpa einnig til að gæðin séu eins og best verður á kosið. Two Oceans-vínin eru með miðlungs fyllingu, fersk og að- gengileg og henta þar af leið- andi mjög vel í móttökur en ein- nig með léttari fisk- og kjötrétt- um. Hérlendis fást í Vínbúðum í 3 lítra kössum hvítvínið Sauvignon Blanc á 3.190 kr. og rauðvínið Shiraz á 3.390 kr. ■ Pólsk matvörubúð í Hafnarfirði: Fólk þakkar fyrir framtakið ÁHvaleyrarbraut í Hafnarfirðier lítil verslun þar sem hægt er að kaupa pólska matvöru. María Valgeirsson opnaði búðina Stokrotka í október á síðasta ári og er markmiðið að mæta eftirspurn eftir vöru sem annars fæst ekki hér á landi. „Ég hugsaði mig um í eitt ár og velti þessu fyrir mér fram og til baka, hvort þetta myndi borga sig. En eftir að ég opnaði búðina, frá fyrsta degi, vissi ég að þetta var rétt ákvörðun. Allir voru svo ánægðir að koma hingað og ég er sjálf ánægð,“ segir María. Hún segir viðskiptavinina ekki eingöngu Pólverja heldur einnig aðra útlendinga og forvitna Íslend- inga. „Hingað koma margir Pólverj- ar en líka Rússar, Júgóslavar, Tékk- ar og fleiri. Pólsk matvara er mjög svipuð og í öðrum Austur-Evrópu- löndum. Fólk kemur og þakkar mér fyrir þetta framtak og það er mjög ánægjulegt.“ María segist vera með margar vörur sem þykja nauðsynlegar við pólska matargerð. „En fyrst og fremst mat og vörur sem útlending- ar eru vanir og sakna. Krakkar sem eru nýfluttir hingað eru til dæmis vanir ákveðnum mat og þeir sem eru með tímabundið atvinnuleyfi halda sínum hefðum. Svo eru líka allir hinir.“ Í búðinni er mjög fjölbreyti- legt úrval. Þar má meðal annars finna sælgæti, hlaup, búðinga, drykkjarvörur, pakkasúpur, kex, kjötvöru og krydd. „Piparrótin er til dæmis mikið notuð og Rússar og Pólverjar kaupa heilu kassana af henni. Hún er mikið notuð með hvítu kjöti og pylsum. Svo er ég með fræ sem eru soðin eins og hrísgrjón og þykja mjög holl. Þau eru til dæmis góð með gúllasi. Þetta fæst ekki í íslensk- um búðum.“ María endar á því að benda á sælgæti sem kallast Chatwa og er úr sesamfræjum. „Þetta er uppáhaldið mitt,“ segir hún brosandi. „Sætt og gott með kaffinu.“ ■ MIKIÐ ÚRVAL AF PÓLSKUM SÚPUM „Sumir Íslendingar þora ekki að kaupa eitt- hvað sem þeir kunna ekki að elda en þetta geta allir gert,“ segir María. GRÆNT PRINS PÓLÓ Með hnetum. HOLLUSTUSNAKK ÚR MAÍSKORNI María segir að íslenskir krakkar sem próf- uðu snakkið hafi fallið fyrir því og mömm- urnar hafi jafnvel komið til að kaupa það sem nesti í skólann. PYLSUR SEM PÓLVERJUM ÞYKJA ÓMISSANDI Í JÓLAMATINN María var mikið beðin um að flytja þær inn fyrir jólin. Hún sótti um að fá sérstakan kvóta fyrir innflutningi þeirra. Henni var hafnað og þurfti því að greiða fullan toll af pylsunum, sem fyrir vikið urðu allt of dýrar. MARÍA VALGEIRSSON Þetta kex, sem við þekkjum sem ískex, er keypt í stórum bitum, sulta eða krem sett á milli og síðan skorið niður í smákex. Algengt er að þetta sé notað sem fljótlegur eftirréttur. PÓLSK TÍMARIT Í búðinni fást 25 tegundir pólskra tímarita og María segir eftirspurnina meiri en hún hafði búist við. „Karlarnir biðja til dæmis um fleiri blöð um bíla og það kemur mér á óvart hversu mikill áhugi er á tímaritum um pólitík.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HLAUP OG BÚÐINGAR Vinsælt í kökur og eftirrétti. Eggaldin Eggaldin eru upprunnin á Indlandi. Í dag eru þau ræktuðvíða í Suður-Evrópu og mikið notuð í matargerð við Miðjarðarhaf. Til að draga úr beisku bragði eggaldins er það skorið í sneiðar, saltað og látið standa í um hálftíma áður en saltið er þurrkað af og aldinið matreitt. Eggaldin eru kaloríusnauð en kalíum- og kalsíumrík. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.