Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 31
31FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 Tekist á við svefnvandamál: Fyrstu næturnar mjög erfiðar Þetta var vaxandi vandamál,“segir Anna Guðmundsdóttir, móðir drengs sem átti við svefnvandamál að stríða. „Frá þriggja vikna aldri fékk hann magakrampa og svaf mjög lít- ið. Svo fékk hann í eyrun og barnaastma. Þannig að hann var alltaf á handleggnum hjá okkur og við sinntum honum ofboðslega mikið. Hann vand- ist því og sofnaði ekki nema þegar við vöktum yfir honum og rugguðum honum. Við vor- um farin að skipta nóttunni á milli okkar og hann svaf ekki nema í stuttum lúrum. Þegar hann var níu mánaða gamall leituðum við til hjúkrunar- fræðings uppi á Landspítala sem gaf okkur ráð. Pabbinn tók að sér að koma á einhverri reglu því strákurinn var mjög háður mér og ég var vægari við hann. Eftir viku gátum við horft saman á heila bíómynd án þess að sinna honum.“ Foreldrunum var ráðlagt að gera alltaf sömu hlutina fyrir svefninn, leggja svo drenginn í rúmið og vera sjálf áfram inni í herberginu án þess að horfa á hann eða tala. „Á þriggja mín- útna fresti mátti sinna honum, leggja hann niður eða breiða yfir hann. Hann reyndi allt. Hló, grét, öskraði og henti öllu fram úr rúminu. Fyrstu þrjár, fjórar næturnar voru mjög erf- iðar en eftir það var hann far- inn að læra þetta.“ Anna segir að stundum komi bakslag þegar venjurnar raskast. „Þá tekur svona eina nótt að komast í sama farið. Við leggjum hann í rúmið í sínu herbergi, gefum honum snuð, segjum góða nótt þegar búið er að lesa bók og förum fram. Hann sofnar sjálfur og sefur í tólf tíma.“ ■ B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8 ÚTSALA ÚTSALA DAGNÝ ZOEGA Ráðleggur foreldrum að gefa sér góðan tíma í samveru með börnunum yfir daginn. Það skili sér inn í nóttina. Ráðgjöf vegna svefnvandamála: Vera samkvæm- ur sjálfum sér Svefnvandamál virðast gífur-lega algeng,“ segir Dagný Zoega ljósmóðir. „Fólk fær mis- munandi ráðleggingar og ég hef heyrt að jafnvel nokkurra vikna gömul börn séu látin gráta út. Þetta er alltaf matsatriði en ég að- hyllist frekar mjúku aðferðirnar, að börnum sé sinnt eins og þau þarfnast. Ég er til dæmis ekki af- huga því að börn sofi upp í hjá for- eldrum og tel að ef kalli barns sem grætur sé ekki svarað hafi það slæm áhrif. Svo hafa sum börn óþroskaðar svefnstöðvar og þurfa að þroskast upp í að geta sofið ein. Þessi börn þurfa oft mikla snertingu og návist.“ Dagný telur það óalgengara en áður að fólk setjist niður og svæfi börnin sín. „Mér finnst fólk oft ekki hafa nóga þolin- mæði. Börn þurfa ákveðinn skammt af foreldranærveru og ég aðhyllist það að fólk gefi sér góðan tíma í samveru með börn- unum sínum þegar það kemur heim úr vinnunni. Þetta skilar sér inn í nóttina og foreldrarnir uppskera yfirleitt værari börn. Dagný segir góðan kost að koma á reglu í kringum svefn- tímann. Eftir átján mánaða ald- ur geti verið í lagi að venja barnið smám saman við að ligg- ja eitt í svefnherberginu. „Ég er á móti því að ljós séu slökkt og hurðir lokaðar því það getur valdið hræðslu og kvíða. Þá finnst mér mikilvægt að láta börnin hafa „huggara“ eða stað- gengil foreldris, til dæmis teppi eða bangsa. Best er að hafa alltaf sömu venjurnar á sama tíma, Bursta tennur, fara í rúm- ið, lesa saman og segja barninu að fara að sofa. Fara svo fram en skilja hurðina eftir opna og svara barninu ef það kallar. Barnið verður að vita að foreldr- ið er til staðar. Oft er byrjað á að láta barnið vera inni í fimm mín- útur, fara þá inn og leggja það niður og fara svo fram í aðrar fimm mínútur. Foreldrar verða að vera mjög staðfastir ef þeir ætla að nota þessa aðferð. Ef þeir gefast upp verður bara grátið lengur næst. Þetta hentar því ekki öllum. Aðalatriðið er að vera samkvæmur sjálfum sér, nota eina aðferð og hringla ekki með aðrar á sama tíma.“ audur@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR MEÐ HIN- RIK PÉTUR JÓHANNSSON Hinrik Pétur er nú tveggja ára og sefur vært á nóttunni. ATLI GEIR RAGNARSSON „Áhugamálin mín eru meðal annars smíðar og körfubolti. Mér finnst gaman að dunda mér við smíðar og hef til dæmis smíðað bíla og fullt af öðru dóti. Svo hef ég smíðað tvo kofa, einn í sumarbústaðn- um og einn heima. Ég ætla svo að smíða einn enn í sumarbústaðnum.“ Tekist á við svefnvandamál: Fannst ég eiga að kunna þetta allt Mér fannst það svolítil upp-gjöf að leita ráðgjafar með þriðja barn. Mér fannst ég eiga að kunna þetta allt. En það er gott fá staðfestingu á vandanum,“ segir Björg Melsted. Sonur henn- ar Einar Björn Heimisson fór að vakna oft á nóttu um fimm mán- aða aldur. „Við höfðum svo sem lent í smá erfiðleikum með hina strákana. Það var þó frekar tengt því að vilja sofa upp í. En þessi var mun erfiðari. Hann vaknaði um miðjar nætur og vildi ekki kúra, bara fjör. Hann er líka svo- lítið ákveðinn persónuleiki. Við vorum náttúrlega með tvö önnur börn, í vinnu og námi og orðin að- framkomin af svefnleysi. Því ákváðum við að leita ráðgjafar hjá Landspítalanum. Hjúkrunar- fræðingurinn var alveg frábær og skildi vel að við værum upp- gefin og úrræðalaus. Hún skoðar börnin vel, spáir í persónuleika þeirra og aldur. Hún ráðlagði okkur til dæmis að láta hann sofa í sérherbergi. Við létum hann í pössun kvöldið áður til að marka ákveðin tímamót. Eftir að hafa gert ákveðna hluti fyrir svefninn sögðum við honum að fara að sofa en fórum ekki út úr herberg- inu. Svo áttum við að setjast nið- ur en ekki veita honum athygli. Á fimm til tíu mínútna fresti fórum við til hans, sögðum honum að fara að sofa og settumst aftur. Fyrst tók þetta tvo tíma en eftir þrjár nætur var hann orðinn nokkuð góður. Reyndar tók hann svo upp á því að vakna klukkan fimm á morgnana og við vorum lengi að fást við það. Svo varð hann veikur og þá raskaðist allt. Þannig að við þurftum að byrja á þessu aftur og erum í miðjum klíðum.“ ■ BJÖRG MELSTED OG EINAR BJÖRN HEIMISSON Fannst svolítil uppgjöf að leita ráðgjafar með þriðja barn. ■ Áhugamálið mitt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.