Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 32
Finnska rokksveitin The Rasm-us mun halda tónleika á nýinn- réttuðum Gauki á Stöng föstu- dagskvöldið 6. febrúar næstkom- andi. Maus hitar upp. Þó svo að við hér á klakanum séum rétt að átta okkur á tilvist sveitarinnar hefur hún verið í hópi vinsælustu sveita Finnlands frá því árið 1996. Sveitin verður tíu ára í desember á þessu ári og var stofnuð þegar flestir liðsmenn voru á sautjánda árinu. Fyrsta breiðskífan þeirra, Peep, kom út hjá Warner í Finn- landi í febrúar árið 1996 og seldist í gull. Það gerði önnur breiðskífa þeirra líka, Playboys, sem kom út árið 1997. Í kjölfar þeirra vin- sælda hitaði sveitin upp fyrir er- lendar stórsveitir á borð við Red Hot Chili Peppers, Rancid og Gar- bage í heimalandi sínu. Þriðja platan, Hellofatester, kom út árið 1999 en gekk undir væntingum. Sveitin skipti um plötufyrirtæki og gaf út fjórðu breiðskífu sína, Into, hjá Playground Music tveimur árum síðar. Platan varð þeirra vin- sælasta frá upphafi og lagið „F-F- Falling“ varð að einni söluhæstu smáskífu landsins það árið og hef- ur selst í yfir 67 þúsund eintökum. Fyrstu fjórar plötur sveitar- innar náðu ekki langt út fyrir landsteina Finnlands, af einhverj- um ástæðum, en þær síðari fengu þó útgáfu á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Það var svo ekki fyrr en með útgáfu fimmtu plötunnar, Dead Letters, sem kom út í fyrra, að sveitin fór að vekja eftirtekt á alþjóðamarkaðinum. Lagið In the Shadows var það fyrsta til þess að fá spilun hér á landi og hlaut strax góðar viðtök- ur. Það hefur verið keyrt í gríð og erg, bæði á FM957 og PoppTíví. Lagið The First Day of My Life er svo í stöðugri spilun núna. Bæði lögin eru af fimmtu breiðskífunni, Dead Letters, og segir Lauri söngvari að hver texti plötunnar sé bréf til einhvers að- ila. Í þeim felast afsökunarbeiðn- ir, játningar og hjálparóp. ■ 32 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Tónlist ■ Ein vinsælasta rokksveit Finnlands síðustu ár, The Rasmus, heldur tónleika hér á landi 6. febrúar. Núpalind 1 Kópavogi • Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði 899 999 VERÐSPRENGJA Núna næstu daga getur þú sótt til okkar ljúffengar Pizzur á frábæru verði Stór Pizza með 2 áleggstegundum á kr. Stór Pizza með 4 áleggstegundum á kr. 59 12345Opið frá kl. 16-22Alla daga vikunnar LI TL A PR EN T eh f. Pondus eftir Frode Øverli PLACEBO „This one world vision Turns us in to compromise. What good’s religion When it’s each other we despise? Damn the government, Damn the killing, Damn the lies.“ - Brian Molko, söngvari Placebo, kennir trúarbrögðum um böl heimsins á ófriðartímum í titillagi plötunnar Sleeping With Ghosts frá því í fyrra. Popptextinn Ég hækka um fimm hundruð kall! Vá! Er þetta drengurinn með gullspilin? Eða er þetta drengurinn sem er að blöffa? Hvað segirðu Jói, ertu í blöffstuði núna? Gæti það verið að þú sért að reyna að vinna spilið með eintómt drasl á hendi... Ert þú blöffarinn í kvöld? Er það? Ha, Jói? Sé þín fimmhundruð, og hækka um... JÁÁÁ!!! ÉG ER AÐ BLÖFFA!!! Leikkonan Kate Hudson og eig-inmaður hennar Chris Robin- son, fyrrum söngvari Black Crowes, eignuð- ust sitt fyrsta barn á miðviku- dag. Þeim fædd- ist strákur og er hann við hesta- heilsu. Kate er 24 ára dóttir leikkonunnar Goldie Hawn. Chris og Kate giftu sig árið 2000. Beyoncé Knowles hefur lagt öllplön um að gefa strax út aðra sólóplötu á hilluna. Ástæðan er sú að hún vill frekar snúa sér aft- ur að Destiny’s Child, áður en fjarlægðin verð- ur of mikil á milli þeirra. Beyoncé ætlaði að gefa út plötu snemma á þessu ári, með lögum sem af einhverjum ástæðum end- uðu ekki á Dangerously in Love. Þess í stað ætla stúlkurnar þrjár í Destiny’s Child að hefja upptök- ur á nýrri plötu í mars. Útgáfu smáskífu The Strokes,Reptilia, hefur verið frestað um tæpan mánuð. Sú ástæða sem var gefin upp var að umslagið væri það flókið í framleiðslu að það hafi ekki verið tilbúið í tæka tíð en platan átti upphaflega að koma út á mánudaginn næsta. Á smáskífunni verður að finna eitt lag þar sem gestasöngkonan Reg- ina Spektor syngur með sveit- inni. Það heitir Modern Girls and Old Fashioned Men. Bandaríski gosdrykkjaframleið-andinn Jones Soda Co. hefur gefið út formlega afsökunarbeiðni fyrir að standast ekki kröfur al- mennings um framleiðslu. Fyrir- tækið hóf nýlega framleiðslu á gosdrykkjum með kalkúna- og kjötsafabragði en reiknaði ekki með miklum vinsældum. Önnur var raunin og nú getur fyrirtækið varla annað eftirspurn. „Við biðjum ykkur afsökunar á því ef þið reynduð að fá kalkúna- og kjötsafagosdrykkina og þeir voru uppseldir,“ sagði talsmaður fyrirtækisins, sem er í Seattle. „Fyrsta upplag, sem var dreift til Michigan og Washington-ríkis, seldist upp mjög hratt. Við þökk- um fyrir stuðninginn og hvetjum ykkur til þess að prófa þessar nýju bragðtegundir.“ ■ Skrýtnafréttin UNDARLEGIR GOSDRYKKIR ■ Bandarískt gosfyrirtæki hefur byrjað að framleiða drykki með kalkúna- og kjötsafabragði. The Rasmus á leiðinni THE RASMUS Átti toppsæti Íslenska listans á FM957 seint á síðasta ári. GOSDRYKKIRNIR Svona líta gosdrykkir út að utan sem eru með kalkúna- og kjötsafabragði. Kalkúna- og kjötsafagosdrykkir Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.