Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 ER HAFIN LAUGAVEGI 89 S.511 1750 ÚTSALAN RISA AFSLÁTTUR nýtt kortatímabil laugavegi s.511 1717 - kringlunni s.568 9017 menn: Diesel Energie Revolution 4You 4You 4You Dico Camper gallabuxur fatnaður bolir skyrtur buxur jakkaföt fatnaður skór afsl. frá: afsl. 5.990 30% 1.990 1.990 2.990 16.990 30% 7.990 Extra Diesel Killah Punky fish Extra Diesel X-18 bolir buxur fatnaður fatnaður jakki skór skór frá: afsl. afsl. 990 5.990 40% 30% 7.990 4.990 3.990 konur: Laura Aime Diesel Mia Sud Express Diesel Trend Trend bolir buxur pils úlpur barna skór stígvél frá: afsl. 990 5.990 1.990 6.990 40% 2.990 2.990 ÚTSALA 30-60% verðlækkun nýtt kortatímabil Breski söngvarinn Morrisseyer við það að leggja lokahönd á nýja breiðskífu sem kemur út í apríl. Fyrrum Smiths-söngvarinn hefur verið á niðurtúr síðustu árin og án plötusamnings frá því árið 1997, þegar platan Mal- adjusted kom út. Áhrif hans á rokkið eru gífurleg og enn fyllir hann stærðarinnar tónleikastaði í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem hann hefur búið síðustu árin. Það hlýtur því að teljast undar- legt hversu erfiðlega honum hef- ur gengið að næla sér í nýjan út- gáfusamning. Hann ku þó ekki vera sá allra auðveldasti í sam- vinnu. Nýja platan kemur út á vegum Attack, sem er nú í eigu Sanctuary Records. Platan kemur svo til með að heita You Are the Quarry. Laga- heiti virðast vera í svipuðum stíl og áður, en á plötunni má meðal annars finna lögin I Have Forgi- ven Jesus, Come Back to Camden, How Can Anybody Possibly Know How I Feel og I’m Not Sorry. Morrissey ætlar svo að fylgja útgáfu plötunnar eftir með þriggja mánaða tónleikaferð um heiminn. ■ Leikkonan Natalie Portman sagðií viðtali við MTV að lokabardag- inn í væntanlegri Stjörnustríðs- mynd væri „sjúkur“. Eins og flestir aðdáendur vita fjallar kafli 3 um það hvernig Anakin Skywalker leyfir hatrinu að ná tökum á sér. Hann snýr sér að skuggahliðinni og breytist í Darth Vader, sem við Ís- lendingar þekkjum sem Svarthöfða. Í lokabardaganum berjast vin- irnir Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker þar til annar þeirra fell- ur. „Ég sá stórkostleg bardagaatriði á milli Ewans McGregor og Haydens Christensen, það var ansi sjúkt,“ sagði Natalie, sem snýr aft- ur í hlutverk sitt sem Padmé Amidala, ástkona Anakins, í mynd- inni. „Þeir ætluðu upphaflega að láta áhættuleikara sjá um bardag- ann, en Ewan og Hayden voru bara betri á endanum. Þetta verður ansi magnað atriði.“ Natalie vildi ekki gefa upp meira um myndina en þegar hún var spurð um hvort hún haldi að mynd- in standist gífurlegar væntingar að- dáenda svaraði hún: „Verður þetta þess virði? Við erum búin með tök- ur og vönduðum okkur mikið. Ég held að allir vilji gera myndina eins góða og hægt er. Þetta var síðasti séns, eins og þið vitið, til þess að gera eitthvað magnað, þannig að ég er vongóð. En þeir eiga eftir að vinna í tvö ár til viðbótar, að tækni- brellum og svoleiðis, áður en myndin verður tilbúin.“ ■ NATALIE PORTMAN Lagði sitt af mörkum til þess að síðasta Stjörnustríðsmyndin sem framleidd verður yrði sem best. Sjúkt lokaatriði MORRISSEY Loksins fá aðdáendur Morrissey nýtt efni frá honum. Morrissey snýr aftur Vakna af dvala Hljómsveitin Fálkar frá Keflavíknáði nokkurri frægð þegar Steinn Ármann söng með henni Flugufrelsarann í óborganlegri kántríútgáfu fyrir nokkrum misser- um. Hljómsveitin hefur legið í dvala í tvö ár en ætlar að koma saman í kvöld á Grand Rokk ásamt Tokyo Megaplex, nýrri hljómsveit, einnig frá Keflavík, sem spilar stuðrokk. „Við komum saman bara í þetta eina skipti núna,“ segir Guðmund- ur Vigfússon, bassaleikari Fálka. „En svo erum við að leggja drög að plötu sem við ætlum að fara að vinna í mars.“ ■ HLJÓMSVEITIN FÁLKAR Spilar á Grand Rokk í kvöld og er með plötu í bígerð. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.