Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 41
41FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 * Arsene Wenger: Með hugann við tapið í fyrra Stuðningsmenn Herthu Berlín: Leikmenn borga FÓTBOLTI Leikmenn Herthu Berlin ætla að greiða fyrir ferðir stuðn- ingsmanna félagsins á útileiki. Dagblaðið Berliner Zeitung grein- ir frá því að eldri leikmenn liðsins hafi lagt til að leikmannahópurinn leggi eina milljón marka í sjóð sem greiði ferðakostnað stuðn- ingsmannanna. Berliner Zeitung segir að hug- myndin sé mótleikur leikmann- anna við kröfu framkvæmdastjór- ans, Dieter Hoeness, um að þeir samþykki 25% launalækkun. Hertha er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar keppnin er hálfnuð og veitir ekki af stuðningi þegar Búndeslígan hefst að nýju 31. janúar. Þá leikur Hertha á úti- velli gegn toppliði Werder Bremen. ■ FÓTBOLTI Al Saadi Gaddafi og Mohamed Kallon voru í gær dæmd- ir í leikbann vegna neyslu ólöglegra lyfja. Gaddafi fékk þriggja mánaða bann en Kallon fékk átta mánaða bann en heimilt er að dæma leik- menn í allt að tveggja ára bann. Al Saadi Gaddafi, sem er sonur Muammar Gaddafi, Líbýuforseta, gekk til liðs við Perugia í fyrra- sumar. Hann var uppvís að neyslu stera í október áður en hann náði að leika með félaginu. Kallon féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir leik Inter og Udinese í sept- ember. Kallon fékk nokkru lengra bann en flestir aðrir á undanförnum árum. Jaap Stam var til dæmis dæmdur í fimm mánaða bann og Edgar Davids í fjögurra mánaða bann. Manuele Blasi, leikmaður Parma, bíður enn niðurstöðu í sínu máli en hann féll á lyfjaprófi í sept- ember. ■ Reykjavíkurmót í fótbolta: Tveir leikir í kvöld FÓTBOLTI Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu hefst í kvöld með leik Leiknis og Þróttar í Egilshöll. Strax á eftir leika ÍR og Valur á sama stað. Þessi félög eru í A-riðli ásamt KR en í B-riðli leika Fjölnir, Fram, Fylkir og Víkingur. Keppni í B-riðli hefst eftir viku en þá leikur Fylkir við Fjölni og Víkingur við Fram í Egilshöll. Framarar hafa titil að verja en þeir unnu Fylki í úrslita- leik mótsins í fyrra. Tvö efstu félög hvors riðils leika í undanúrslitum fimmtudaginn 12. febrúar en mótinu lýkur með úr- slitaleik þremur dögum síðar. Allir leikir mótsins verða í Egilshöll. ■ FÓTBOLTI „Við vorum ekki sjálfum okkur líkir og höfðum ekki gleymt tapinu í fyrra,“ sagði Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, eftir jafnteflið gegn Everton á miðvikudag. „Mér fannst sem áfallið sem við fengum hér í fyrra væri enn að angra okkur. Við fundum okkur aldrei og þetta hafði áhrif á leik okkar.“ „Þetta var mikið áfall, mun stærra en ég átti von á. Ég sagði að þetta angraði okkur ekki lengur en mér getur skjátlast. Við reyndum að halda 1-0 forystunni án þess að taka áhæt- tu. En við vorum ekki jafn sjálfsöryggir og áður til að leika okkar leik og þeir neyddu okkur til að leika á annan hátt.“ „Í svona leikjum veit ég eftir tíu mínútur á hverju ég á von. Þeir ákváðu að leika með há- spyrnum og berjast. Við vorum óstyrkir og höfðum ekki yfir- vegun til að halda boltanum. Við settum sjálfa okkur í pressu vegna þess að við héldum ekki boltanum og minnstu mistök gátu skapað hættu. Því lengra sem leið án þess að við skoruð- um annað mark þeim mun meiri áhyggjur hafði ég.“ „Everton gafst aldrei upp. Þeir börðust af hörku og neyddu okkur til að taka þátt í leik sem okkur líkar ekki. Svona leikur truflaði bæði einbeitingu okkur og fótboltann okkar.“ „Við höfum verið ósigraðir lengi og við hefðum getað tapað þessum leik. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega hingað til. Ef við höldum okkar striki og United bætir sig þá óska ég þeim til hamingju.“ ARSENAL Kanu skorar mark Arsenal gegn Everton á miðvikudagskvöld. MOHAMED KALLON Fékk átta mánaða bann. AL SAADI GADDAFI Fékk þriggja mánaða bann. Opna breska meistaramótið: Undankeppni um allan heim GOLF Undankeppni fyrir Opna bres- ka meistaramótið í golfi hófst í gær á Atlantic Beach golfvellinum í Cape Town í Suður Afríku. Und- ankeppnin fer fram í öllum heims- álfum og er það gert til þess að fleiri kylfingar fái tækifæri til að keppa um sæti á Opna breska meistaramótinu sem verður haldið á Royal Troon vellinum 15.–18. júlí í sumar. Undankeppninni í Suður Afríku lýkur í dag og komast fjórir kylfingar á meistaramótið. Næsta mót verður haldið í Ástralíu 20. og 21. janúar en asíska undakeppnin verður haldin í Malasíu 30. og 31. mars. Fjórir kylfingar komast áfram úr hvorri keppni en tólf í hvorri keppni í Ameríku og Evr- ópu. Ameríska keppnin fer fram í Maryland 28. júní en evrópska keppnin á Sunningdale-golfvellin- um á Englandi 15.–18. júlí. ■ OPNA BRESKA MEISTARAMÓTIÐ Írinn Ciaran McMonagle er meðal 120 kylfinga sem taka þátt í undankeppni Opna breska meistaramótsins í Suður Afríku. Gaddafi og Kallon: Dæmdir í leikbann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.