Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 46
Hrósið 46 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Tökum á vestfirsku sjónvarps-myndinni Verði ljós, sem kvik- myndafélagið Í einni sæng fram- leiðir, lauk í fyrrinótt. „Myndin gerist í rafmagnsleysi í litlu þorpi þar sem gamli presturinn er að halda hátíðarmessu sem hann telur vera sína síðustu,“ segir Jóakim Hlynur Reynisson, kvik- myndagerðarmaður og leikstjóri, sem gerir myndina ásamt Lýð Árna- syni lækni. „Fólk drífur að í kirkj- una en presturinn vill að messan verði sem eftirminnilegust. Myndin gerist nánast að öllu leyti í kringum messuna.“ Verði ljós er önnur sjónvarps- myndin sem Í einni sæng framleið- ir en áður gerði fyrirtækið myndina Í faðmi hafsins sem var í fullri lengd. Verði ljós verður 25–30 mín- útna löng og er tekin upp í Hóls- kirkju í Bolungarvík. Sem fyrr koma Vestfirðingar mikið við sögu í myndinni. „Það er erfitt að segja til um hvenær myndin verður tilbúin,“ segir Jóakim Hlynur. „Við tökum bara eitt skref í einu og vinnum nú að því að koma henni lengra. Eftir- vinnsla hefst innan skamms en myndin verður kannski ekki tilbúin til sýningar fyrr en annað haust.“ ■ Kvikmynd VERÐI LJÓS ■ Tökur á myndinni Verði ljós er lokið. Óvíst hvenær hún verður sýnd. ...fær Atlantsolía fyrir að lækka verð á bensíni í Kópavogi og vonandi víðar. Fréttiraf fólki Tökum lokið á Verði ljós ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Mijailo Mijailovic. Dwight Malachi York. Chelsea.í dag Tveggja turna tal í Idol í kvöld Kínverjar borga 600 þúsund fyrir vinnu í Kópavogi Ekki lessur lengur Skemmtilegu jazzballett og freestyle nám- skeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli. Nú skráum við í: JazzballettFreestyle Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 12.00 Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá • 5-7 ára • 8-10 ára • 11-13 ára • 14-16 ára • 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár Upprennandi kvikmyndastjarna Guðrún María Bjarnadóttirhefur leikið hlutverk í þrem- ur íslenskum bíómyndum þrátt fyrir ungan aldur. Margir muna eftir stjörnuleik hennar í kvik- myndinni 101 Reykjavík en það var leikstjórinn Baltasar Kormák- ur sem uppgötvaði leikkonuna í Guðrúnu. „Ég var að vinna í sjoppu sem Baltasar verslaði oft í. Þegar hann valdi í hlutverkin í 101 Reykjavík var hringt í mig frá Casting og ég fengin í prufu. Ég hafði íhugað að fara í leiklist en ekki haft kjarkinn til að koma mér af stað. Ég var til dæmis of feim- in til að taka þátt í leikfélaginu í skólanum,“ segir Guðrún. Guðrún María fór einnig með hlutverk í kvikmyndinni Villiljós en nýlega hefur hún lokið við að leika í kvikmyndinni Næsland sem er væntanleg til sýningar á þessu ári. „Í Næsland leik ég mis- þroska stelpu sem á kærasta sem er einnig svolítið eftir á,“ segir Guðrún en breski leikarinn Mart- in Compston sem sló í gegn í myndinni Sweet Sixteen á síðasta ári leikur kærastann. „Það var mjög gott að vinna með honum, þetta er frábær strákur og hæfi- leikaríkur leikari.“ Guðrún reyndi þrisvar sinnum að komast inn í Leiklistarskóla Íslands. Hún komst í öll þrjú skiptin í lokahóp úrtaksins og hlýtur þar með að hafa slegið ein- stakt met. „Ég fékk engar skýr- ingar á þessu en meðhöndlunin á skólaumsókninni er mjög gagn- rýniverð. Kennarar við skólann sitja í meirihluta dómnefndar og velja sér því sjálfir sína nemend- ur. Sami kjarninn var í nefndinni öll árin sem ég sótti um en það tíðkast hvorki í skólum í Bret- landi eða Bandaríkjunum. Þegar ég krafðist skýringa á því hvers vegna ég komst endurtekið í lokahópinn en ekki inn fékk ég engin haldbær svör og mér finnst það hneyksli fyrir skóla á háskólastigi. Það ætti að sjálf- sögðu að vera réttur manns að sjá hvernig maður stendur sig á inntökuprófum svo maður eigi möguleika á að bæta sig.“ Í haust flutti Guðrún til New York til að láta leiklistar- draumana rætast. „Ég komst inn í skóla sem heitir Stella Adler Academy of Acting & Theatres og gæti ekki verið ánægðari með námið. Ég kann mjög vel við New York og ætla mér að nýta þau rétt- indi að mega búa í borginni í eitt ár að loknu námi,“ segir hin upp- rennandi leikkona að lokum. ■ ÁLFAR KOMNIR Í HEIMSÓKN Myndin er tekin á þrettándanum á Þing- eyri fyrir nokkrum árum. Vilborg ætlar að segja frá þessum sérstæðu þrettánda- siðum á kvöldvöku Kvæðamannafélagsins Iðunnar í kvöld. Sérstakur siður Þetta er nokkuð sérstakur siðurog öðruvísi en þekkist annars staðar á landinu,“ segir Vilborg Davíðsdóttir sem hefur verið að rannsaka fyrir BA-verkefni sitt siði barna á þrettándanum í fjórum bæj- arfélögum hér á landi. „Á þessum fjórum stöðum klæða krakkar sig í búninga, ganga í hús og sníkja sælgæti eða nesti. Stund- um syngja þau líka.“ Vilborg þekkir þennan sið af eig- in raun frá Þingeyri, þar sem hún er alin upp. Hún hefur komist að því að sami siður tíðkast í Grindavík og Ólafsvík á þrettándanum. Í Ár- skógshreppi er þetta einnig gert, en reyndar á gamlárskvöld. „Eftir því sem ég kemst næst hefur þetta tíðkast á Þingeyri frá því fyrir seinna stríð, um 1940. Krakkarnir klæða sig upp sem álfa og púka, tröll og jólasveina og síðustu árin í vaxandi mæli sem verur út teiknimyndaheiminum.“ ■ Slagurinn um stól Davíðs Odds-sonar er þegar hafinn þótt ekk- ert hafi verið gefið upp um áform leiðtogans fráfar- andi. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hef- ur að sögn lengi átt sér þann draum að verða formaður flokksins og ber- sýnilegt þykir að hann hafi hallað sér þétt að Davíð til þess að auka möguleika sína í þeim efnum. Mannaráðningar Björns bera þess merki að hann vilji eiga vísa náð leiðtogans. Þorsteinn Davíðsson Oddssonar var ráðinn aðstoðarmað- ur og Ólafur Börkur Þorvaldsson, dómari á Selfossi og náfrændi Dav- íðs, var ráðinn dómari við Hæsta- rétt þrátt fyrir að flestir aðrir um- sækjendur hefðu verið taldir hæf- ari. Þá vekur það athygli að Björn gætir þess jafnan að fylgja Davíð eftir í umdeildum yfirlýsingum um menn og málefni. Athygli vekur að Geir Haarde, varaformaður og höf- uðandstæðingur Björns innan- flokks, fylgir þeim ekki eftir í þess- um efnum. GUÐRÚN MARÍA BJARNADÓTTIR Baltasar uppgötvaði Guðrúnu en hún hefur nýlokið við að leika stórt hlutverk í Næsland í leikstjórn Friðriks Þórs. Í FULLUM SKRÚÐA Árni Tryggvason leikur aðalhlutverk mynd- arinnar ásamt Hinriki Ólafssyni, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Halldóri Páli Eydal, kirkjuverði í Bolungarvík. M YN D /P ÁL L Ö N U N D AR SO N Leiklist GUÐRÚN MARÍA BJARNADÓTTIR ■ Er hæstánægð í leiklistarnámi í New York en þangað fór hún eftir að hafa reynt þrisvar sinnum við Listaháskólann hér á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.