Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 47
Fréttiraf fólki FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Laugavegi 71, 2. hæð, sími 551 0770 Útsala Lárétt: 1 laus við áfengi, 5 kassi, 6 rot, 7 fimmtíu og einn, 8 raus, 9 fants, 10 einkennisstafir á skipum, 12 fæða, 13 sé, 15 á nótu 16 röng, 18 hæfileiki. Lóðrétt: 1 fylgifiskur hás aldurs, 2 hrifin af, 3 tveir eins, 4 vatnsfallanna, 6 hrópa, 8 þýft landsvæði, 11 deila, 14 tíu, 17 líta. Lausn. Skjár 2 lagður niður Sjónvarpsstöðin Skjár 2, dóttur-stöð Skjás eins, verður lögð nið- ur frá og með næsta sunnudegi. „Við ætlum að fókusera á það sem við gerum best og senda út frítt auglýsingasjónvarp,“ segir Helgi Hermansson, dagskrárstjóri Skjás eins. „Það eru ákveðin vandamál með dreifinguna og það liggja ekki á lausu leiðir til að dreifa stöðinni til fleiri.“ Skjár 2 hefur verið sendur út í gegnum breiðband Símans og að sögn Helga eru aðeins um 20% heimila landsins tengd því. „Við þurftum að ná fleiri áskrif- endum og það fór í taugarnar á fólki að geta ekki náð stöðinni. Framtíðin í dreifingarmálum hlýt- ur að liggja í loftinu. Stjórnvöld þurfa að gera það upp við sig hvernig þau ætla að standa að þessum málum,“ segir Helgi. Vinsælustu þættirnir á Skjá 2 fara yfir á Skjá einn, þættir á borð við CSI, Will & Grace og Law and Order - Criminal Intent. „Frá og með febrúar mun Skjár einn senda út öflugustu dagskrá frá upphafi. Það getur jafnvel far- ið svo að þar verði sýndar ein- hverjar kvikmyndir,“ segir Helgi dagskrárstjóri að lokum. ■ Innan félags kvikmyndagerðar-manna hefur verið mikil um- ræða um Opinberun Hannesar. Til andsvara segir Hrafn að fólk eigi að minnast þess að Íslendingar hafi ekki kunnað að meta Hrafninn flýgur fyrr en er- lendir menn hafi lofað hana. Það sama muni gerast með Opinber- unina. Hann gleymir þó að minn- ast á nokkrar myndir sem þarna koma í millitíðinni, svo sem Skækjan og böðullinn og Hvíti víkingurinn. Fáir útlendingar hafa lofað þær myndir. Það hefur líka vakið athyglihvað Hrafn skráir sig fyrir mörgum hlutverkum í fram- leiðslu myndar- innar. Auk þess að vera handritshöf- undur, framleið- andi og leikstjóri er hann einnig skráður fyrir klippingu myndar og sem höfundur tónlistar. Vangaveltur hafa verið upp um að það sé svo hann geti borgað sér margföld laun. Nokkr- ir í kvikmyndageiranum hafa tal- að um að ríkisendurskoðun ætti að fara yfir reikninga Hrafns varðandi þessa mynd, þar sem ekki sé nokkur leið að hún hafi kostað 50-60 milljónir. Þar sem myndin hafi verið kostuð fyrir almannafé sé nauðsynlegt rann- saka þetta nánar. Hrafni hefur tekist öðrumkvikmyndagerðarmönnum betur að fjármagna kvikmyndir sínar og gagnrýnisraddirnar væru hugsanlega lágværari ef hann kenndi félögum sínum í geiranum kúnstina við góða fjármögnun. Lárétt: 1edrú,5lár, 6ko,7li,8mas,9 fóls,10gk,12ala,13lít,15an,16öfug, 18gáfa. Lóðrétt: 1elliglöp,2dái,3rr, 4foss- anna,6kalla,8móa,11kíf, 14tug,17 gá. Sjónvarp SKJÁR 2 ■ Dótturstöð Skjás eins verður lögð niður þann 11. janúar. WILL & GRACE Koma aftur yfir á Skjá einn í byrjun febrú- ar. Skjár 2, sem hýst hefur parið, verður lagður niður þann 11. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.