Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 4
4 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR Hefur Hannes Hólmsteinn verið gagnrýndur ómálefnalega fyrir ævisögu sína um Halldór Laxnes? Spurning dagsins í dag: Hversu lengi endist bensínstríðið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 32,4% 60,5% Nei 7,1%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Írak LÆKNADEILAN Enginn samninga- fundur í samningadeilu lækna og Tryggingastofnunar er fyrirhug- aður um helgina. Garðar Garðars- son, formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins, staðfestir þetta en segir að menn muni „hugsa stíft um helgina“. Garðar segist ekki vita hversu marga sérfræðinga sé búið að semja við, en staðfestir að þeir séu fáir. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um hvaða lækna sé búið að semja við eða hversu margir þeir séu. „Þeir læknar sem hafa gert þessa samninga eru látnir segja til um hvort þeir vilji að þetta sé birt eða ekki birt. Það hefur eng- inn þeirra viljað láta birta þetta ennþá,“ segir Garðar. Óskar Einarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segist telja að það sé í algjörum undan- tekningartilfellum að sérfræðing- ar hafi gengið til samninga við Tryggingastofnun án atbeina samninganefndar lækna. Óskar segir að aldraðir, öryrkj- ar og langveik börn hafi helst orð- ið fyrir óþægindum vegna deiln- anna. Hann segir að læknar hafi haldið áfram að þjóna þessum hópum þrátt fyrir að fá ekki fullt gjald fyrir. „Ég veit til þess að menn eru að hagræða komu- gjöldum fyrir þennan hóp; þeir eru að veita afslætti. Þeir kunna ekki við að taka af þeim fulla greiðslu,“ segir hann. ■ Fjögurra ára bið eftir meðferð við offitu Tölur sýna að 63% þjóðarinnar er of feit. Yfirlæknir á Reykjalundi segir sjaldgæft að sjá Íslending í venjulegum holdum og að staðan sé grafalvarleg. Beiðnir um að komast í meðferð við offitu þrefölduðust á milli ára en um fjögurra ára bið er eftir megrunarmeðferð. OFFITA Tæplega þrjúhundruð manns eru á biðlista fyrir megr- unarmeðferð á Reykjalundi og allt lífshættulega feitt fólk. „Það fólk sem leitar á Reykja- lund er alltaf að verða yngra og yngra,“ segir Lúðvík Guðmunds- son, yfirlæknir á Reykjalundi. „Börnum og unglingum hefur ekki verið gefinn kostur á að koma hingað en við erum að fá fólk inn sem er innan við tvítugt og er orðið mjög feitt. Ég veit ekki nákvæm- lega af hverju offitutilfellum fer svona fjölg- andi. Það er orð- ið sjaldgæft að sjá Íslending í v e n j u l e g u m holdum. Ég trúi því og vona að fólk sé að vakna en þetta er þjóð- f é l a g s l e g u r vandi, sem þarf að taka á mjög víða. Það þarf jafn- vel að byrja strax í leikskóla ef vel á að vera. „ Lúðvík segir að tölur sýni að 63% þjóðarinnar sé of þung. Til að takast á við þennan vanda gerði Reykjalundur þjónustusamning við ríkið fyrir þremur árum sem kveður á um að endurhæfingar- miðstöð stofnunarinnar sinni megrunarmeðferð fyrir offitu- sjúklinga. Þeim sem hafa óskað eftir því að komast í þessa með- ferð hefur fjölgað mikið á undan- förnum tveimur árum. Í fyrra fékk Reykjalundur 330 beiðnir frá einstaklingum sem vildu komast í meðferð og hefur beiðnum fjölgað um nær 200% frá árinu 2002 þeg- ar um 120 manns óskuðu eftir meðferð. Aðeins þeir sem þjást af alvarlegri offitu eru teknir í með- ferð á Reykjalundi. Lúðvík segir að staðan sé grafalvarleg. Fái hann ekki aukið fjármagn frá ríkinu til þess að sinna þessari starfsemi þá stefni í óefni. ‘’Ef við meðhöndlum 25 sjúk- linga á ári eins og kveðið er á um í samningnum við ríkið er biðlist- inn tíu ár. Við höfum verið að klípa af annarri starfsemi til að getað meðhöndlað milli fimmtíu og sextíu manns á ári. Með þess- um aðgerðum náum við biðlistan- um niður í fjögur ár, sem er allt of langur tími fyrir svona alvarlega feitt fólk.“ Lúðvík segir að áður en fólk fari í sjálfa meðferðina sé það undirbúið og því leiðbeint við að breyta lífsháttum sínum. Þessi undirbúningur tekur allt að sex mánuðum en að honum loknum fer fólk í dagmeðferð. Sú meðferð fer fram síðdegis svo fólk geti sinnt sínum daglegu störfum. Fólk utan að landi fær innlögn. „Flestir sem hingað koma fara í skurðaðgerð og erum við í sam- starfi við skurðdeild Landsspítal- ans. Í þeim aðgerðum er maginn minnkaður umtalsvert og smá- þarmarnir og mjógirnið er stytt um helming. Við fylgjum svo þessum sjúklingum eftir í allt að tvö ár, það hefur sýnt sig að þess- ar aðgerðir og meðferð duga skammt sé þeim ekki viðhaldið og fylgt eftir að meðferð lokinni.“ Lúðvík segir að þó heilmikið eftirlit sé haft með krökkum og holdarfar þeirra skráð dugi það ekki. „Einhver stuðningur er inni á heilsugæslustofnunum og skólum en ekkert markvisst sem hjálpar heimilum með þetta sívaxandi vandamál. Það sem vantar er að heilbrigðiskerfið taki á þessu með skipulögðum hætti.“ eb@frettabladid.is Illvígt ofnæmi: Missti alla húðina HEILSA Kona frá San Diego í Kali- forníu missti alla húðina af líkam- anum vegna ofnæmis fyrir sýkla- lyfinu Bactrim sem notað er af milljónum manna. Konan fylgdist skelfingu lostin með því þegar ysta lag húðarinnar fór að losna af henni jafnt og þétt, ekki bara líkamshúðin heldur líka himnur líffæra, munnhols, kverka og augna. Læknar stóðu ráðalausir og ótt- uðust að hún myndi ekki lifa af en sérfræðingum við Kaliforníu- háskóla tókst að bjarga henni með því að klæða allan líkamann gervihúð. Þeir gáfu henni einnig lyf til að koma í veg fyrir blæð- ingar og innan viku hafði hennar eigin húð vaxið aftur. ■ 494 BANDARÍKJAMENN FALLNIR Fjöldi fallinna bandarískra her- manna í Írak síðan hernaðar- aðgerðir hófust í mars nálgast nú 500. Til þessa hafa átökin í Írak kostað 494 Bandaríkjamenn lífið sem er meira en í öðrum átökum svo sem í Persaflóastríðinu, Líbanon, Sómalíu, Panama, Grenada, Kósavó og Afganistan. Í Afganistan eru 99 fallnir. LÉST AF SÁRUM Í fyrrinótt lést einn bandarískur hermaður af sárum sem hann hlaut í sprengju- vörpuárás skæruliða á banda- ríska herstöð í nágrenni Bagdad á miðvikudaginn, en að minnsta kosti 35 bandarískir hermenn slösuðust í árásinni. Að sögn tals- manns hersins var sex sprengj- um varpað á vistarverur hermanna. STJÓRNMÁL „Samfylkingin stendur andspænis því verkefni að móta nýja stefnu í öryggis- og varnar- málum í ljósi þess að Bandaríkja- menn telja ekki lengur þörf á þeim varnarviðbúnaði sem verið hefur í herstöðinni í Keflavík. Okkar hagsmunir, eins og annarra smáríkja, er öðru fremur að farið sé að alþjóðalögum,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, í ræðu sem hún flutti á fundi framtíðar- hóps flokksins í gær þar sem fjall- að var um jafnaðarstefnu nýrrar aldar. Ingibjörg vakti athygli á hugmyndum Kanadastjórnar um bann við íhlutun í málefni full- valda ríkja, andspænis skyldu alþjóðasamfélagsins til að vernda mannréttindi. „Ég tel rétt að íslensk stjórn- völd kynni sér þessar tillögur. Þarna eru sóknarfæri gegn vald- beitingarstefnu Bandríkjanna sem stjórnast af hagsmunum stór- fyrirtækja og fjármagns. Full ástæða er til að beina sjónum okk- ar í ríkara mæli til Evrópu og skil- greina varnarhagsmuni okkar í tengslum við varnarhagsmuni Evrópu. Aðeins þannig verður að veruleika að menn sættist á að ESB sé mögulegur valkostur fyrir Íslendinga.,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. ■ MOSKAN Í BAQOUBA Íraskur lögreglumaður á verði utan við moskuna eftir sprengjuárásina. Reiðhjólasprengja: Fimm manns létu lífið ÍRAK Að minnsta kosti fimm Írakar létu lífið og hátt í fjörutíu slösuð- ust þegar sprengja sprakk fyrir utan shíta-mosku í bænum Baqouba um 65 kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad í gær. Bærinn er austast í súnní- þríhyrningnum og flestir íbúanna eru súnní-múslimar. Að sögn talsmanns lögreglunn- ar í Baqouba hafði sprengjunni verið komið fyrir á reiðhjóli og sprakk hún þegar langt var liðið á föstudagsbænir. Fyrr um morguninn hafði handsprengjum verið varpað úr sprengjuvörpu að Burj al-Hayat- hótelinu í Bagdad, þar sem fjöldi erlendra verkamanna dvelur, en að sögn starfsmanna hótelsins slasaðist enginn. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Varnirnar best tryggð- ar innan Evrópu INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Segir Samfylkinguna standa andspænis því verkefni að móta nýja stefnu í öryggis- og varnarmálum í ljósi þess að Bandaríkja- menn telja ekki lengur þörf á þeim varnar- viðbúnaði sem verið hefur í herstöðinni í Keflavík. FJÖGURRA ÁRA BIÐLISTI Í MEGRUNARMEÐFERÐ Á REYKJALUNDI Reykjalundi bárust 120 beiðnir frá einstaklingum sem óskuðu eftir megrunarmeðferð árið 2002 en 330 árið 2003. Beiðnum hefur því fjölgað um 200% milli ára. „Ef við meðhöndlum 25 sjúklinga á ári eins og kveðið er á um í samn- ingnum við ríkið er biðlistinn tíu ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÖRYRKJAR, ALDRAÐIR OG LANGVEIK BÖRN KOMA VERST ÚT Formaður Læknafélags Reykjavíkur segist vita til þess að læknar sinni bágstöddum sjúklingum án þess að krefja þá fulls endurgjalds. Ekki mikið um að samið hafi verið við einstaka sérfræðilækna: Læknar segjast lækka gjöld fyrir bágstadda FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.