Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 1
* ¦**/ ° fH*VSTISKÁPAR * g) ALLT FYRIR B0LTflÍÞRÓni8 Ingéáfs Óskorssooar Bappaisiíg 44 - síná IiB(83 L Pósisendum 160. tbl. Þriðjudagur 20. júlí 1971 — 55. árg. r^--"-——-¦• Fiugslysiö á Akrafjalli - sjá frétt á baksíðu l Myndin sýnir flak flugvélarinnar. (Timamynd Gunnar) Ríkisstjórnin gefur út bráðabirgðalög um hækkun á bótagr. iífsyristrygginga almannatrygginga Stórhækkaðar lífeyris greiðslur frá 1. ágúst SLEIÐSLUNA ÞRAUT TRA FRA EYJUM ÞÓ—Reykjavtk, mánudag. Vatnsleiðslan frá Landeyjasandi til Vestmannaeyja var Iögð í gær og gekk lagningin vel, þangað til f arið var atS nálgast Vestmannaeyjar. Þá fór mönnum að þykja sem lítið væri eftir af leiðslunni á keflinu, enda fór það svo, að það vantaði 750 metra upp á að leiðslan næði á land í Eyjum. Þegar Tíminn hafði tal af Magnúsi Magnússyni, bæjar- stjóra í Eyjum í dag, sagði hann, að engin raunveruleg skýring hefði fengizt á því, hvernig stæði á þessum mistökum. Sagði Magnús aS lagnin^ leiðsl- unnar hefði gengið vel þangað til farið var að nálgast Vestmanna- eyjar, þá kom allt í einu í ljós a'ð leiðslan myndi verða alltof stutt. Danirnir sem eru við lagninguna skilja ekkert í því hvernig stend ur á þessu, þetta er sama verk- smiðjan, sem framleiðir kapalinn núna og síðast, og sér einnig um lagninguna. Þegar þeir lögðu fyrri leiðsluna var lengdin margmæld, af þeim sjálfum og hefði þetta því átt að standast. Magnús sagði ennfremur, að á fundi með Dönunum í dag hefði verið samið utn það, að verk- smiðjan framleiddi það sem á vantaði og sæi um lagninguna á viðbótinni, og tekur verksmiðian allan fjárhagskostnað á sig, það verða líklega 10 til 15 milljónir sagði Magnús. Framleiðslan á þess um 750 metrum tekur sennilega um 6 vikur og vcrður strax kotn ið með leiðsluna og henni bætt við. í dag hafa Danirnir, sett tengi stykki á leiðsluna og verður hún síðan látin vera á sama stað fyrir utan höfnina á 20 metra dýpi. Aðspurður 'ragði Magnús, að verksmiðjan ætlaði að setja strax i gang rannsókn á þessum mistök um, og hefur jafnvel komizt til tals að .'. /ega sérstaka mynda- vél og mynda alla leiðsluna, þar sem hún liggur í sjónum og at- huga hvort óeðlilega miklir sveig ar á leiðslunni, geti verið ástæð an fyrir því að leiðslan náði ekki til Eyja. Að vísu er leiðslan, sem nú var lögð,. 100 metrum austar en sú fyrri, en botninn á að vera alveg eins á þessum stöðum og hvergi neinir álar, nema þá upp við landið, en það vissu Danirnir um. Magnús sagði að lok'um að þetta kæmi Vestmannaeyingum ekki að sök þar sem verksmiðjan tæki á sig alla ábyrgð og eins Oo nú er, þá er hér nóg vatn, sagði hann, en þegar líður að vetrarvertíð þá fer að vanta vatn, en leiðslan an á að vera komin í gagnið eftir P vikur, ef allt stenzt hjá verk smiðjunni. Þar voru . allir komnir í sumarfrí en þegar frétt ist um þetta í gær, þá „var fólk kallað til starfa og látið byrja framleiðslu á viðbótinni. Eina skýringin sem Danirnir hafa komið með, sagði Magnús, væri sú að Vestmannaeyjar væru bara að fljóta burt frá landinu, en það var sagt í gríni hjá þeim. bó svo að þeir séu ekkert sérstak lega brosmildir bessa stundina. EJ-Reykjavík, mánwdag. í samræmi við loforð stjórnarflokkanna í málefnasamn ingi ríkisstjórnarinnar, voru í dag gefin út bráðabirgðalög um, að þær hækkanir á bótagreiðslum lífeyristrygginga al- mannatrygginga, sem koma áttu til framkvæmda um næstu áramót, komi til framkvæmda strax 1. ágúst. Samkvæmt þessu verða eftirfarandi hækkanir á bóta- greiðslum: • Elli- og örorkulífeyrir einstaklings hækkar úr 4-900 krónum í 5.880 krónur. • Barnalífeyrir hækkar úr 2.149 krónum á mánuði í 3.009 krónur. . • Mæðralaun hækka með einu barni nr 430 krónum á mánuði í 516 kr., með tveimur börnum úr 2.333 kr. á mánuði í 2.800 krónur og með þremur börnum og fleiri úr 4.667 á mánuði í 5.600 kr. • Ekkjubætur hækka úr 6.140 á mánuði í 7.368 kr. og greiðast nú í sex mánuði í stað þriggja áður. Hafi ekkja barn yngra en 16 ára á framfæri sínu á hún rétt á bótum að upphæð kr. 5.525 á mánuði í 12 mánuði í stað 4009 kr. í 9 mánuði áður. • Ekkjulífeyrir greiðist nú að fullu við 60 ára aldur, en lækkar um 5% við hvert ár eða brot úr ári, sem vantar á þann aldur." Árlegur ekkjnlífeyrir er nú 70.560 kr. er var áður kr. 56.004. • Ákvæði eru um lágmarkslífeyri eíli- og örorku- lífeyrisþega. Þegar tekjur elli- og örorkuh'feyris- þega eru lægri en 84 þúsund krónur á árí skal hækka lífeyri hans í það, sem á vantar þá upphæð. Þetta er nýmæli, sem ekki hefur verið í lögum áður. • Þá er sú breyting gerð, að fæðingarsfyrkur skal ávallt nægia fyrir sjö daga dvöl á fæðingarstofnun, fn eins og er nægir fæðingarstyrkur ekki fyrir sjo r'-'aai dvöl á fæðingadeildum í Reykiavík. Gert er ráð fyrir að Tryggingastofnun ríkisins getí greitt bótahækkanir þessar út á venjulegum greiðslu- dögum í ágúst eða mjög fljótlega eftir það. FORSETINN HEIM- SÆKIR AUSTFIRÐI EJ—Reykjavík, mánudag. Forseti fslands, dr. Kristján Eldjárn, og forsetafrú, Halldóra Eldjárn, munu ferðast um Austurland dagana 5.,— 11. ágúst næstkomandi. f fréttatilkynningu frá skrif stofu forseta fslands segir, að ferðin hefjist fimmtudaginn 5. ágúst með komu til Norður- Múlasýslu með viðdvöl í Vopna firði. Daginn eftir verður við- dvöl á Seyðisfirði, en síðdegis haldið í Suður-Múlasýslu og gist á Hallormsst^.ð. Laugardaginn 7. ágúst verð ur viðdvöl á Egilsstöðum »g Reyðarfirði. Á sunnudaginn verður komið til Neskaupstað ar og á Eskifjörð. A mánudag inn 9. ágúst verður viðdvöl á Framhald á bls. 14 _-J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.