Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 5
 HtlÐJUDAGUR 20. júlí 1971 TÍMINN 5 MEÐ MORGUN Christina Onassis lét gera að- gerð á nefi sínu fyrir nokkru. Var tilgangurinn sá, að reyna að breyta nefsvipnum og nef- laginu ofurlítið, en nefið hef- ur þótt minna nokkuð mikið á föður hennar, Ari Onassis, og ekki þótt neitt sérstaklega íal- legt. Fæstir vina Christinu segj ast sjá neinn mun á nefinu eftir aðgerðina;-en Christina sjálf er hin ánægðasta, svo ekki er ástæða til þess að hafa áhyggj- ur af nefsvip hennar lengur. kvenfólkið ruddist fram fyrir hann í sífellu. Allt í einu setti hann undir sig höfuðið, ruddist áfram og hrinti á báða bóga. Ein heilmikil kvenjúfferta sneri einhver ósköp upp á sig og spurði með þjósti: — Getið þér ekki hagað yður eins og maijur, eða hvað? — Ég er búinn að haga mér eins og maður í rúman klukku- tíma, svaraði maðurinn, — en héðan í frá ætla ég að haga mér eins og KVENMAÐUR. — Blessaður, Hilmar, leyfðu fiskinum að fá orminn! Það eru fleiri til í dósinni! Einn daginn fyrir skömmu sáu Parísarbúar allt í einu mann vera að bauka eitthvað uppi á kirkjuturni á Notre Dame. í ljós kom, að maðurinn, sirkusleikarinn Philippe Petit, var að strengja línu á milli tveggja turna kirkjunnar. Siðan gekk hann út á línuna og lék listir sínar i eina tvo tíma fyrir mikinn mannfjölda, sem safnazt hafði fyrir neðan. Auðvitað hafði Petit ekkert leyfi til að halda þessa sýningu, og þegar hann loksins kom niður aftur, var hann færður á lögreglustöð- ina, en látinn laus. Á meðan hann lék listir sínar úti, var messa inni í kirkjunni. Presturinn var að spyrja börn. Að lokum sagði hann við þau: — Kristur sagði: Lofið börn- unum að koma til mín, og bann- ið þeim það ekki, — og snáfið þið svo út, óþekktarormarnir ykkar. Það var á stríðsárunum að virðulegur borgari stóð í miðri biðröð fyrir framan eina skó- búð í bænum, og ætlaði hann að ná í skó handa konunni sinni. Hann reyndi í lengstu lög að að halda stöðu sinni í biðröð- inni með festu og kurteisi, en — Ef þér hafið áhuga, þá er svolítið nýtt hérna. Þjófar brutust nýlega inn f hús eitt í Suður-London, og stálu ekki aðeins eldhúsvaskin- um og baðkerinu, heldur öllu húsinu. Þetta var fimm herb- ergja samsett flekahús, sem hafði staðið tómt um nökkurn tíma, þegar fjórir þjófar í verka mannafötum komu með flutn- ingabíl. Nágrannarnir undruð- ust vinnugleði verkamannanna í hitanum, en þeir rifu húsið niður á minna en klukkustund og óku því á brott. Einn ná- granninn hringdi á lögregluna, því honum fannst óeðlilegt að sjá.mennina vinna svona án þess að fá sér tesopa. Lögreglan bíð- ur nú eftir að einhvers staðar rísi nýtt sumarhús, svo hún geti gengið úr skugga um. hvort það sé byggt úr því stolna. Flugvél frá Flugfélagi ís- lands var stödd yfir\skíðaskál- anum í Vífilsfelli, sem kallaður er „Himnaríki“. Flugstjórinn kallaði upp flugturninn í Reykjavík og gaf upp einkennis stafi flugvélarinnar og sagði: „Staðarákvörðun yfir Himna- ríki, hæð 6 þúsund fet.“ Flugturninn svaraði: „Roger Roger“. (Rétt móttekið. Kall- aðu aftur yfir hinum staðnum.) Heyrðist nú ekkert frá flug- vélinni um stund. Svo rennir hún sér í lágflugi yfir flugturn- inn og flugstjórinn kallar um leið í radíóið: „Erum yfir hin- um staðnum.“ — Hvar sögðust þér hafa verið í sumarleyfi, Jórn'na? Alexia prinsessa, dóttir ðnnu Maríu og Konstantíns Grikkja- konungs fyrrverandi, fékk í eins konar arf nú nýlega gamla hjólið hennar mömmu sinnar. Páll bróðir hennar hékk hjól, sem annað hvort Benedikta eða Margrét Danaprinsessa höfðu átt. Álexia er nú sex ára og Páll fjögurra ára. Þau voru nýlega heima í Danmörku í heimsókn hjá henni Ingiríði ömmu sinni. Danadrottningu. Stærsta minnismerkið, sem hingað til hefur verið reist um John F. Kennedy er listamið- stöðin, sem hlotið hefur nafnið JFK-Center. Bygging þessi er í Washington, og er tileinkuð hin um ýmsu listum, og þarna á að vera hægt að iðka þær í fram tíðinni. Byggingin kostaði 6000 milljónir króna eða þar um bil. og var vígð við hátíðlega at- höfn. Gestir við vígsluathöfnina voru hvorki fleiri né færri en 3700. Öll Kennedy-ættin var þarna saman komin, enda hafði öllum verið boðið, en það vakti nokkra athygli, að Jackie ienn- edy Onassis var ekki viðstödd. Kennedyarnir gleymdu öllum sorgum sínum og erfiðleikum þessa kvöldstund, og skemmtu sér konunglega yfir kampavíni og kræsingum, söng og dansi. Hér sjáið þið Ted og Joan Kenn edy svo sannarlega hress í bragði, og svo eru hér líka Kenn edy-systurnar Eunice Shriver og Pat Lawford. Eunice, sem er 50 ára, var í síðum grænum kjól, en Pat, sem er nú 43 ára, var í stuttbuxnakjól, sem allur var þakinn svörtum pallíettum. Þegar Anthony Quinn dvald- ist í Grikklandi fyrir allmörg- ura árum er kvikmyndin Zorba var tekin þar í landi varð hann mjög hrifinn af eyjunni Rhodos. Nú er hann sagður kominn aft- ur til Rhodos í þeim tilgangi að reisa þar eina herjanshöll, sem hann ætlar að búa í þegar hann Don Jaime, bróðir Fabiolu í Belgíu og svarti sauður fjöl- skyldunnar, hefur nú tekið sam- DENNI DÆMALAUSI Láttana vera! Þú ert ekki tann- álfurinn! kemur til eyjarinnar, en hann hefur sagzt ætla að eyða þar eins miklu af tíma sínum í fram tið’inni og hann getur. an'við konu sína á ný, cn hún heitir Margit Ohlson og er sænsk. Þau hafa ekki búið sam- an síðustu þrjú árin. En Jackie var sem sagt ekki boðið, svo enginn veit, hvernig hún hefði litið út í þcssari miklu vcizlu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.