Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 7
ÞRWTtTDAGCJR 20. jöli 1071 TÍMINN 7 Fischer vann þá fhnmtu WTB—Denver, mánudag. Bandaríski stórmeistarinn Bobby Fisher vann á sunnudag- inn fimmtu skákina í röð í ein- víginu við Bent Larsen i und- anúrslitum áskorendamótsins í skák, og þarf þar með aðeins hálft stig, eða jafntefli, til að hljóta rétt til að tefla í úrslit- uin annað hvort á móti Tigran Petrosjan eða Viktor Kortsnoj, sem nú tefla í Moskvu. Fischer sigraði á sunnudag- inn eftir 46 leiki, en þá höfðu skákmennimir aðeins kóng og þriú peð hvor. Petrosjan og Kortsnoj eru enn jafnir eftir sjö jafntefli. Svefnsýki ógnar hestastofni 5 USA-ríkja NTB—Daöas, mánudag. Bandarísk yfirvöld hafa fyrir- skipað, að allir hestar í Texas, Okiahoma, Nýju Mexikó, Ark- ansas og Louisiana verði bólu- settír með nýju ág óreyudu bólu efm í von um, að með því tak- ist að stöðva svefnsýkisfarald- ur, sem nú hcrjar meðal hesta í þessum fimm ríkjum Banda- ríkjanna. Talið er, að bólusetja vcrði a. m. k. 90% allra hesta á þessu svæði, ef takast á að hefta út- breiðslu veikinnar. Faraldur þessi hófst í Suður- Ameríku fyrlr tveimur ámm, og hefur hægt en sígandi breiðzt út norður á bóginn. Útfærsla brot á alþjóða- lögum — segir talsmaður brezku stjórnarinnar NTB—IiOndon, mánudag. Sérhvcr útfærsla ísleuzku fiskveiðilögsögunnar frá núver- andi 12 mílna lögsögu er, að áliti brezku ríkisstjórnarinnar, brot á alþjóðalögum. Antony Foyle, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneyti Bretlands, gerði lýðum ljóst, að þetta væri hin opinbera afstaða brezku ríkis- stjórnarinnar, er hann svaraði fyrirspurn í neðri málstofu brezka þingsins í dag. Hann var beðinn um að láta í ljós álit á því, að hin nýja rík- isstjórn á íslandi hafi ákveðið að færa út fiskvciðilögsöguna Frai.-hald á :s. 14 Stjórnarbylting gerð í Súdan i gær NTB-Beirut, mánudagskvöld. Hópur súdanskra herforingja hefur tekið völdin í landinu í sín- ar liendur og hertekið útvarpsstöð ina, tilkynnti útvarpið í Bagdad í kvöld. Fyrrverandi byltingarráðs maður, Hasem Atta majór, stjórn- aði byltingunni, segir írakska fréttastofan. Forsetahöllin í Kartúm var um- kringd skriðdrekum í kvöld og samkvæmt fréttum útvarpsins í Bagdad var flugvöllurinn í Kart- úm lokaður og símasamband var rofið frá höfuðborginni. Herfor- ingjarnir virðast hafa góða stjórn á öliu og ekki er sagt, að komið hafi tii átaka. Meðal byltingar- manna er hershöfðinginn Rahman Sharaf, sem er lífvarðarforingi forsetans. Omduran útvarpið lék hergöngu lög í kvöid og tilkynnti, að majór Atta myndi síðar lesa mikilvæga tilkynningu. Atta var rekinn úr byltingarráðinu í rióvember, ásamt tveimur öðrum. írakska fréttastofan gat ekki sagt um, hvernig byltingin fór fram. E1 Nimerri hefur liaft völd- in síðan í maí 1969 og stjórn hans var önnur herstjórn landsins síðan það fékk sjálfstæði árið 1956. Þegar Atta hélt útvarpsræðu seinna í kvöld, sagði hann, að byltingin hefði verið gerð til að leiðrétta þá stefnu, sem fylgt hefði verið í Súdan. Hann lofaði að koma á lýðræðislegri stjórn ig að almenningur fengi mikinn þátt í stjórn landsins. Atta er talinn vera á sveif með kommúnistum og það var þess vegna, sem honum var vísað úr byltingarráðinu. Þá ásakaði Atta Nimeyri fyrir að hafa ekki haldið þau loforð, sem hann gaf, þegar Framhald á bls 14 HER HUSSEINS KÚNUNGS ÞURRKAR SKÆRULIÐA ÚT NTB-Amman, mánudag- Wasfi Tell, forsætisráðherra Jórdaníu, sagði á blaða- mannafundi í Amman í dag, að ekki væru lengur fyrir hendi nokkrar bækistöðvar palestínskra skæruíiða í landinu. Hann • 4c,ií/í ihsvftiBö I ' C sagði, að upphaflega hefðu 2.500 skæruliðar verið í Jórdaniu, en að 2.300 'jDeirra'tiefðuVerið hanííteltVSíÍr efffr harða bafdaga við Jórdaníuher. Væru þeir nú í haldi í herstöð norðaustur af Amman, að sögn ráðherrans. myndu þeir skæruliðar, sem eink um stefndu að því að steypa stjórn Jórdaníu, annað hvort fangelsaðir eða þeim visað úr landi. Héðan í frá myr.di engum skæruliðum, sem ekki hefði það að mcginatriði baráttu sinnar að frelsa Palestinu, leyft að dvelja í Jórdaníu. Ríkisstjórn íraks hefur lokað landamærunum við Jórdaníu vegna hernaðaraðgerða Jórdaníu- hers gegn skæruliðum. Ráðherrann sagði, að um 200 skæruliðar væru enn frjálsir ferða sinna, en her Jórdaníu myndi einnig ná þeim. Hann sagði, að jórdönsk yfir- völd myndu sleppa þeim skæru- liðum, sem raunverulega ynnu að frelsun Palestínu. Hins vegar Margir skæruliðar, sem flúðu undan her Jórdaníu, óðu yfir Jórdan-fljót og gáfu sig á vald erkióvininum — ísraelsmönnum. ALDA VERK- FALL í NTB—Washington, mánudag. í dag, mánudag, voru vi sar líkur taldar á, að samko nn ag næðist um ný laun póststa -fs- manna í Bandaríkjunum. T;I- rauii til að leysa iaunadeilu fcjá járnbrautunum og stöðva fjisg- urra daga gamalt verkfall jávn- brautarstarfsmanna, strönduðu þó. Þá virðist engin lausn sjá- anleg á vinnudeilu hafnarverka- manna og atvinnurekenda á Vesturströnd Bandaríkjanna. Samnirigamenn póstyfirvalda og sambands póststarfsmanna, sem i eru um það bil 750 þús- und félagar, urðu sammála um að halda samningaviðræðum undir stjórn stjórnskipaðs sátta- semjara áfram — fram yfir þann frest, er aðilum hafði ver- ið gefinn tii að finna lausn á launadeilunni. — Skv. lögunum um vinnudeilur, gefst deiluaðil- um viss frestur til að semia um kaup og kjör. Að þeim fresti liðnum er aðilum skylt að sæta málamiðlun sáttasemjara, séu þeir enn ósammála. Þar eð aðil- arnir ha{a nú ákveðið að halda samningaviðræðum áfram eftir að fresturinn er útrunninn, beudir allt til að samkomulag sé skammt undan. Tilraun til að leysi vinnudeilu járnbrautarstarfsmanna hjá Southern Railroads og þremur öðrum járnbrautarfélögum, fór út um þúfur í dag. Talsmaður atvinnurekenda sagði, að þar Framnaid á bls. 14 HOPFERDIR IT-FERÐIR - EINSTAKLINGSFERÐIR LÆGSTU FARGJÖLD FLUGFAR STRAX - FAR GREITT SÍÐAR LOFTLEIBIR FERBAÞJONUSTA VESTURGATA 2 sími 20200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.