Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 9
ÞMBJUDAGUR 30. jtílí 1971 TIMINN wmm r Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN fTamkvœmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, tndriði G. Þorstetnsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stelngrlmur Gislason Rit •tjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306 Skril Ttofur Baekastræti 7 — Afgreiðslusiml 12323. Auglýsingasimi: 10523. AOraT skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr 195.00 i mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Hneyksli í Morgunblaðinu á sunnudag birtist viðtal við F. Huntly Woodcock, sem titlaður er „fiskimálafulltrúi ís- lenzka sendiráðsins í Bretlandi“ og segist hafa það verk- efni á vegum ríkisstjórnar íslands „að skýra og túlka sjónarmið íslendinga í fiskimálum“. Svo mjög misskilur þessi ágæti maður hlutverk sitt og verkefni, að ekki verður hjá því komizt að mótmæla um mælum hans og skoðunum sem hættulegum hagsmun- um íslendinga. Þessi maður telur sig í þjónustu íslenzka ríkisins en leyfir sér samt að túlka opinberlega skoðanir, sem ganga þvert á yfirlýsta stefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar í land- helgismálum- Það er ekki líklegt að íslendingar muni vinna sigur í landhelgismálinu, ef þeir eiga að byggja á slíkum mönnum við kynningu á stefnu og hagsmunum íslands í fiskimálum. Það er yfirlýst stefna íslenzku ríkisstjórnarinnar að færa fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur fyrir hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og eigi síðar en 1. sept- ember 1972. Þeir þrír stjórnmálaflokkar, sem að ríkis- stjórninni standa, settu þetta mál á oddinn í kosningun- um, og þjóðin veitti þeim meirihluta til að framfylgja þessari stefnu. mu^L .. Svo kemur „fiskimálafulltrúi íslenzka sendiráðsins i Bretlandi" og segir: „Ég tel, að íslendingar eigi að nota öll tækifæri til þess að kynna fyrir öðrum þjóðum sjón- armið sín og sérstöðu fyrir sjóréttarráðstefnu þá, sem áformað er að halda árið 1973. Verði gerðar einhliða ráðstafanir af hálfu íslehdinga fyrir þann tíma, þá kunna þeir að glata meiru en þeir vinna.“ Er hægt að finna áþreifanlegra dæmi um það, að utan- ríkisþjónusta íslendinga er í molum? Þetta viðtal við „fiskimálafulltrúa íslenzka sendiráðsins í Bretlandi“ hlýt- ur að verða hinum nýja utanríkisráðherra hvatning til rækilegrar endurskoðunar og breytinga á starfsháttum utanríkisráðuneytisins og einstakra sendiráða íslands erlendis. Ummæli þessa „sendiherra íslands11 í Mbl. flokkast undir hneyksli. Hlýtur að verða farið með þetta mál eins og efni standa til. Menn í opinberri þjónustu íslenzka ríkisins geta unnið sér til óhelgi fyrir minni sakir en hér um ræðir. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hlýtur að verða að byggja kvnningu sína á stefnu íslendinga í landhelgis- og fiskimálum á mönnum, sem hafa aðrar skoðanir og hugmyndir um hagsmuni íslands í þeim málum, en sá ágæti maður, Mr. Woodcock. Fyrstu verkefnin Fyrstu verkefni hinnar nýju ríkisstjórnar er útgáfa bráðabirgðalaga um bætt kjör þeirra, sem erfiðast eiga. í fyrsta lagi leiðrétting á kaupgjaldsvísitölunni er nem- ur 3,3 stigum, sem fyrrverandi ríkisstjórn tók af laun- þegum á sl. hausti, þegar verðstöðvunarlögin voru sett, og í öðru lagi að sú hækkun elli- og örorkubóta, sem átti að koma til framkvæmda 1. jan. 1972, komi til íramkvæmda nú þegar eða svo fljótt sem verða má. Búizt er við, að bráðabirgðalögin um hækkun kaup- ^iaidsvísitölunnar verði gefin út á morgun. Það mun þýða, að vísitöluálag á grunnkaup hækkar úr 4,21 stigi í 7,51 stig, sem svarar til 3,17% kauphækkunar. Miðað við 20 þúsund króna grunnlaun þýðir þetta, að launin hækka úr 20-842 ki'ónum í 21.502 eða um 660 krónur á mánuðL —.TK EDWARD KLEIN, NEWSWEEK: Kommúnisminn í Austur-Evrópu er að breytast smátt og smátt Kadar og Gierek stefna í átt til aukins frjálslyndis Edward Klein, sem rit- stýrir skrifum um utanríkis- mál í bandaríska tímaritinu Newsweek, var á ferð um Austur-Evrópu allan júní- mánuð. í lok mánaðarins símaði hann blaði sínu eftir- farandi grein: HITINN var óþægilega mik- ill við jarðarförina og fjöl- margir syrgjendanna leituðu í skugga trjánna úti fyrir kapell- unni í Kerespsi-kirkjugarðin- um í Budapest. Þrátt fyrir kæf- andi hitann voru þarna saman komin mörg hundruð manna til þess að kveðja gamlan mann hinztu kveðju. Gyorgy Lukas. síðasta mikla marxistaheimspek ing tuttugustu aldarinnar. Lof ræðurnar, sem hljómuðu í há- talarakerfinu, staðfestu það, sem syrgjendurnir vonuðust eft ir, eða að allt væri breytt frá því, sem áður hefði verið. Ekki var svo ýkjalangt síðan að Lukacs gamli hafði verið stimplaður villutrúarmaður fyrir að halda fram, að hið ein- skorðaða kerfi kommúnismans -þyrfti nauðsynlega að endurj bæta. Þegar lík* þessa gamla manns, sem hafði helgað líf sitt draumsýninni um mannúð- legan kommúnisma, var látið síga niður í gröfina, lék hljóm sveit frá hemum og ríkið sjálft sýndi honum sóma. Ungverjar veittu því veru- lega athygli, hvað þetta tákn- aði, og það var raunar gert víð- ar um Austur-Evrópu. ViðhÖfn in við útför Lukacs sannaði ótvirætt, að krafan um „um- bætur“ kommúnismans lifir enn góðu lifi, þremur árum eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakiu. “í ERLÉNDU- maður á ferð í Austur-Evrópu verður að vísu hvergi; var við þá almennu hug- ljómun, sem fylgdi vorhugan- um í Prag hér um árið, og hann kemur heldur hvergi auga á þá endurreisn manns- andans, sem lyfti um Tékkó- slóvakíu í svip árið 1968. Hafi ferðamaðurinn nógu langa við- dvöl mun hann þó komast að raun um, að brottvikning Alex- anders Dubceks — lærisveins Lukacs, — brást gersamlega að einu leyti, sem ákaflega mikils er um vert: Hún batt ekki endi á framþróun kommúnismans í Austur-Evrópu. Hún varð til þess eins að hægja ferðina og sanna um leið, til að veita • ':reytingunum forustu þarf hagsýna menn, sem bera næmt g glöggt skynbragð á, hve lang er óhætt að ganga hverju sinni. Þessi forusta er í höndum Janos Kadar í Ungverjalandi. Hann er kænn og snjall stjórn- málamaður, su». .ícldur góðum tengslum við haldhafanna í Kreml meðan hann slakar smátt og smátt á kenninga- strengjunum haimafyrir. Kadar nýtur afar mikilla og almennra vinsælda í landi sinu og hon- Janos Kadar um hefur lánazt efling efna- hagslífs Ungverjalands mjög vel. Þetta hefur aflað honum mikils fylgis í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. VALDHAFARNIR í Varsjá fylgjast afgaumgæfni með að- ferðum Kádárs. og hinn nýi .foringi kommúnistaflokksins í Póllandi, Edward Gierék’ virð- ist einnig í þann veginn að feta að verulegu leyti í fótspor hans á leið sinni til nýs sósíal- isma. Nicclae Ceausescu leið- togi í Rúmeníu er jafnvel far- inn að hafa á orði ungverskar aðferðir til efnahagsframfara, en hann hefur þó aldrei verið bendlaður við hóflitla hneigð til frjálslyndis. V.’^askuld kann velgengnin að spilla kommúnismanum þegar til lengdar lætur og ýms- ir samherjar Kadars og Giereks hafa af því miklar áhyggjur. Samt sem áður verður helztu leiðtogum í Austur-Evrópu tíð- hugsað í þessa átt, það er að segja utan Austur-Þýzkalands, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu, þar sem harðlínumennirnir eru enn fastir í sessi. Hinir frjálslynd- ari leiðtogar eru miklu meiri raunsæismenn en hugsjóna- menn og er því mætavel ljóst, að hriktandi skrifstofuvald get- ur ekki veitt margslungnu nú- tíma efnahagslífi viðhlítandi •us'u. LEIÐTOGARNIR hafa dreg- ið þann lærdóm af blóðugri uppreisn verkamannanna við pó!r’.:u skipasmíðastöðvarnar á jólunum í vetUi, að einangr- aðri flokkstjórn sé háskasam- legt að glata beinni snertingu við þjóðina. Pólskur embættis- maður sagði um þetta: „Við litum svo á, að réttari ákvarðanir í miðstjórninni gætu leyst efnahagsvanda okk ar. Nú vitum við hins vegar, að almenningur verður að vera sér ’ ss meðvitandi, að hann sé þátttakandi í ákvörðunum og aðgerðum." Láti þetta kunnuglega í eyr- um einhverra munu sumar hinna nýju aðferða koma þeim kunnuglega fyrir sjónir ekki síður. Gerek hefur farið að líkt og stjórnmálamaður í kosn ingabaráttu allt síðan að hann tók fyrst við stjórnartaumun- um. Honum verður tíðförult til verksmiðja til þess að skýra stefnu sína fyrir verkamönnum og síðast í júní samþykkti hann nýja fimm ára áætlun, þar sem megináherzlan er ekki framar lögð á þungaiðnaðinn, heldur „manninn sjálfan og þarfir har»s.“ Fyrir skömmu tóku Pólverjar einnig trausta- taki eina af aðferðum Kadars til að auka þátttöku almenn- ings í framkvæmd kommúnis- mans og fóru að sjónvarpa viku legum þætti, þr • sem embætt- ismenn svara fyrirspumum óbreyttra þegna í sfma. ÞÝÐINGARMEIRI breytinga verður einnig vart, auk þess- arra gluggaskreytinga. Gierek hefur kvatt saman unga tækni- menn og fræðimenn í félags- málur.i og falið þeim að semja áætlun um ákvarðanatöku á breiðara grundvelli en áður í flokknum, ríkisstjóminni og efnahagslífinu. Ungverjar em þó síðast fá- einum skrefum á undan öðram. Þeir era nú farnir að gera til- raunir með sjálfstjómarráð verkamanna mc. takmörkuðu valdi að júgóslavneskri fyrir- mynd. Ungverjar hafa þó ekki hátt um undurbætur sínar eða miklast af þeim eins og Júgó- slavar. Kcmur það tæpast á óvart þegar hafður er í huga eðlilegur kvíði þeirra um mögu leg viðbrögð Sovétmanna. Enn sem komið er verður ekki séð, að Rússar hafi alvarlegar áhyggjur af breytingunum í Budapest og Varsjá, — eflaust vegna þess fyrst og fremst, að Kadar og Gierek hafa gert sér far um að varast alvarlegustu mistök Dubceks. Mistök í efna- hagsmálum era gagnrýnd oft og einarðlega í ungverskum og pólskum blöCum, en þar er ekki orð að sjá um einokun flokksins á hinu pólitíska valdi. Gagnrýnendum leyfist að finna að framkvæmd marxis- manns, en ekki að lasta þann „sannleika", sem á að njóta viðurkenningar. Enginn þorir að draga tengslin við Sovétrík- in í efa, nema helzt í einkavið- tölum. BREYTINGARNAR á komm únismanum í Austur-Evrópu sæta harðri gagnrýni, enda þótt að Sovétmenn virðist samþykkja þær m°ð bögninni. Áhrifamikill Pólverji sagði til dæmis: „MinnLt þess, að þeg- ar Franklín Roosevelt forseti ykkar Bar. ....rík.iamanna reyndi að gtra kapítalismann mannúð- legri en áður með því að gæða hann umbótum til aukinnar vel ferðar, héldu margir Banda- ríkjamenn, að hann vsisri %ð selja sig djöflinum. Meðaí okk- ar hér en m„ _ r gallharðir komúnistar, sem álykta svipað um Gierek og aðfarir hans.“ Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.