Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 10
10 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 20. júli 1971 22 Þegar Magnús var búinn að senda koffortin niður, leit hann yfir herbergið, og- reyndi að út- rj'ma allri beiskju og reiði úr huganum, hann gerði ráð fyrir, að hann mundi aldrei fratnar stíga fæti inn í þetta herbergi, þarna hafði hann búið í sjö ár, sum árin höfðu verið erfið, önnur gleðileg, góðu árln fylltu nú her- bergið fögrum sýnum og endur- minningum. Súðin, kvistglugginn, furuhúsgögnin, rósótt veggfóðrið, allt minnti þetta hann á þá drauma, sem hann hafði dreymt þarna, sumt voru draumar um öll þau stórvirki, sem hann hafði ætlað að vinna í þágu ættjarðar- innar, en flestir höfðu dagdraum ar hans snúizt um Þóru. Magnús sá, að nú var skynsamlegast að slökkva bálið, sem geysaði innra með honum, hann blés á kertaljós- ið og þar með var þessum kafla í ævi hans lokið. En hinar illu innri raddir höfðu ekki enn þagnað. Þegar Magnús læddist fram hjá herbergi Þóru á leiðinni út, árum saman hafði hann gengið hljóðlega fram hjá þessum dyr- um, þetta herbergi hafði ætíð ver- ið honum heigidómur, honum hafði alltaf fundizt herbergi henn- ar að hálfu leyti barnaherbergi og að hálfu leyti helgur staður, þann- i,g hafði Þóra sjálf verið í vitund hans, bæði barn og heilög vera, en núna hugsaði hann ekki þann- ig, hið eina, sem hann þráði, var að komast út úr húsinu án þess að hitta Þóru, því bað hann guð að forða sér frá. Hún myndi kannski fara að þakka honum fyr- ir, að hann gaf hann Óskari. Það var lokað inn til Þóru, en næstu dyr voru opnar, það var herbergi Margrétar frænku, Magnús vissi að mynd af Þóru stóð á kommóðu Margrétar frænku. Hann gekk inn til að skoða myndina, hann stóðst ekki freistinguna, hann tók mynd- ina með sér og hraðaði sér niður stigann. Þegar hann fór fram hjá setustofunni, heyrði hann radd- klið margra, hann vissi að fleiri gestir voru komnir. Rödd Óskars yfirgnæfði allar aðrar, hann var að fagna gestum silfurskærri röddu. „Hlustaðu nú bara á ljúfl- inginn,“ sögðu hinar innri raddir háðslega. Þegar Magnús var kom- inn niður í forstofuna, mætti hann nokkrum veizluklæddum konum. þær báru blómvendi og ! u ekki við honum, en hröðuðu sér íil stofu, þar sem Óskar beið þeirra til að bjóða þær velkomnar. Magnús varð að fara niður i kjall ara til að sækja reiðjakka sinn og svipuna, þegar hann kom það- an, opnaði Margrét frænka stofu- hurðina til að hleypa inn fersku lofti, hún sá hann ekki, því að hún hafði tekið af sér gleraugun, sem nún var vön að vera með, en hann sá alla sém inni voru, Þóra sat upp við vegainn og gestirnir gengu til henifar og færðu henni bióm og heilláóskir. Þóra þakkaði ölium mildum rómi og ánægjan ijómaði aí ásjónu hennav, Magn- usi sveið að sjá hamingju hennar, þó að hann hefði fómað öllu. svo hún mætti öðlast þessa hamingju og þegar hann sá Óskar ganga til hennar stoltan og glaðan, þá fylltist hugur hans reiði og hatri. Á meðan hann var að klæðast ferðafötunum, heyrði hann ávæn- ing af því, sem fólkið var að segja. Einhver sagði: „Það gengu furðu- legar sögur í bænum, Þóra. Fólk sagði að þú ætlaðir að giftast Magnúsi," Ég heyrði þetta líka heima hjá Ólafi gullsmið,“ sagði önnur kona, hin þriðja sagði-. „Eins og nokkur stúlka vilji gift- ast Maghúsi, sem getur fengið Óskar,“ svo heyrði Magnús Óskar segja, djúpum rómi og umburðar- lyndum: „Sei, sei, þú mátt ekki hallmæla Magnúsi, Elísabet." „En mér var nú samt sagt, að hann hefði móðgað Þóru og að íaktor- inn hefði rfkið hann á dyr/‘ sagði stúlkan.“ „Ég sá Magnús, þegar éo var að korna,1 sagði ein- nver. „Það er nú ofmælt, að Magnús hafi beinlínis móðgað Þóru,“ sagði Óskar. Magnús var nú nóg boðið, hann lagði af stað út, hann var einmitt að ganga út úr húsinu, þegar hann heyrði stofu- dyrnar opnast og lokast hljóðlega, og allt í einu stóð hann augliti til auglitis við Þóru, hún var alvar- leg á svipinn, en gat þó ekki dul- ið hamingju sína. hún sagði: — Ég frétti, að þú værir hérna og gat ekki annað en komið til að hitta þig. Óskar sagði mér i gær, að ég mætti ekkert segja, •hvað sem á dyndi, en mér finnst svo hræðilegt, að þú ferð svona. — Við gerðum vitleysu, sem við urðum einhvern veginn að losna út úr, — sagði Magnús. — Þaö veit ég, og auðvitað tel ég þetta beztu lausnina, þegar fram líða stundir. Ég hefði aldrei orðið þér tii gleði og sjálf hefði ég orðið vansæl, sagði Þóra. — Ef til vill, — sagði Magnús. — Mér finnst bara sárast, að þú verður að hætta við allt, sem þú ætlaðir að koma fram, alla um- bótadrauma þína. Éc: hef nú fórnað þvt sem meira er, ' — sagði Magnús og reyndi að komast fram hjá Þóru. Sælubrosið hvarf af andliti Þóru, hún varð raunaleg á svipinn og sagði biðjandi röddu: — Magnús, mér finnst ég vera að missa vin og að þú sért að kveðja mig í síðasta sinn. — Ekki held ég, að það sé rétt. — Vertu sæll, Magnús. Vertu sæl. — Þau stóðu og héldust í hendur, þau héldu bæði, að þau væru að kveðjast í síðasta sinn. allt í einu opnuðust stofu- dyrnar og þau heyrðu hávaðann að innan, Óskar kom fram og kallaöi: Þóra, Þóra, hvar ertu? Þú ert þá hérna, Magnús. — í sömu andrá hvarf Þóra inn í stof- una og bræðurnir voru tveir sam- an í forstofunni, Óskar sagði: — Ég ætlaði að koma miklu fyrr og hitta þig, en fólkið hékk á mér eins og blóðsugur, mig lang- aði til að þakka þér fyrir það, sem þú gerðir fyrir mig, það var bæði stórmannlegt og bróðurlegt, ég fæ aldrei fullþakkað þér. — Magnús svaraði ekki, Óskar bætti því við: — Þú lézt mig lofa að segja eng- um sannleikann og það er rétt hjá þér, en ég get ekki látið misskiln- inginn út af framkomu þinni ganga öllu lengra. Strax og ég tel ohætt að segja sannleikann, mun ég gera það, og þá mundu allir bæta fyrir þann kala, sem nú rík- ir í þinn garð. — Enn þagði Magnús, Óskar hélt áfram, — það er illt, að þú skulir líða fyrir þetta, þangað til ég get upplýst málið, ef ég get eitthvað gert fyrir þig, ef þig vantar til dæmis .... — En Óskar lauk aldrei við það, sem hann ætlaði að segja, hann varð óttasleginn, er hann sá svip- inn á ásjónu bróður síns, það var sem eldur brynni úr augum Magn- úsar, er hann loks sagði: — Mér er alve2 sama, hvað fólk heldur um mig og fjandinn má hirða bæði kala þess og yfir- bót, þú veizt, að ég gerði þetta fyrir Þóru, ég gaf þér hana, svo að þú mættir elska hana og gera hana hamingjusama og verða henni betri eiginmaður en ég, en ef þú nokkurn tíma vanrækir hana eða tekur aðra konu fram yfir hana, þá tek ég hana aftur, heyrirðu það? . . Og þá skal ég drepa þig, það veit guð, — og það var eins og Mágnús riðaði til falls, að svo mæltu gekk hann út úr húsinu, Óskar stóð eftir, náföl ur og skjálfandi. er þriðjudagurinn 20. júlí — Þorláksmessa á sumri Árdegisháflæði í Rvík kl. 04.49. Tungl í hásuðri kl. 11.57. HEÍLSUGÆZLA Slysavarðstofan I Borgarspitalan nm er opln allan sólarhringinn SímJ 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Reykjavfk og Kópavog simi 11100. Sjúkrabifreið I Bafnarfirði slml 51336 Tannlæknavakt er 1 Heltsuverndar stöðinnl. þar sem Slysavarðstoi- an vai, Og er oplD laugardaga or sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sim’ 22411 Almennar upplýsingar um lækna þjónustu í borginnl eru gefnar ; simsvara Læknafélags Reykjavlk ur, slml 18888 Fæðlngarheimllið i Kópavogi Hlíðarvegi 40 slmi 42644. Kúpavogs Apótek er oplð virka daga kL 9—19, laugardaga k P —14, helgldaga kl 13—lð. Keflavíknr Apotek er opið vlrka daga fcL 9—19, taugardaga kL 9—14, belgldaga kL 13—ÍS. Apótek Hafnarfjarðar ei oplð all” vlrka dag frá kL 9—7, a laugar dögum kL 9—2 og á <rmnnudöa- atn og öðrum belgidögum er op 1ð frs ki 2—4 Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka annast Laugavcgs Apótek og Holts Apótek. Nætur- og helgidagavarzla lækna Næturvörzlu í Keflavík 20. júlí annast Jón K. Jóhannsson. Ncyðarvakt: Mánudaga — föstudaga 08.00 — 17.00 eingöngu í neyðartilfellum sími 11510. Kvöld-, nætur- og helgarvakt. Mánudaga — fimmtudaga 17.00 — 08.00 frá kl. 17.00 föstudag til kl. 08.00 mánudag. Sími 21230. FLU GÁÆTL ANIR Loftlciðir hf. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 0700. Fer til Lux- emborgar kl. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til New York kl. 1645. Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl. 0800. Fer til Luxem- borgar kl. 0845. Er væntanlegur til baka frá Luxembog kl. 1700. Fer til New York kl. 1745. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá New York kl. 1030. Fer til Luxemborgar kl. 1130. Er vænt- anieg til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer tii New York kl. 0315. Leifur Eiríksson er vænlanlegur frá Osló, Gautaborg og Kaup- mannahöfn kl. 1510. Fer til New York kl. 1600. Flugfélag íslands hf. Millilandaflug: Sólfaxi fer frá Keflavík kl. 08:00 í morgun til Lundúna, Keflavíkur, Osló, Kaup- mannahafnar og væntanlegur aftur til Keflavíkur kl. 22:00 í kvöld. Gulifaxi fer frá Kaupmannahöfn ki. 09:15 í morgun til Osló og vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 14:15 í dag. Sólfaxi fer frá Keflavík í fyrra- málið til Kaupmannahafnar, Glas- gow og væntanlegur aftur til Kaup mannahafnar annað kvöld. I n n a n 1 a n d s f 1 u g : I dag er á- ætlað að fljúga til Vestmannaeyja, (2 ferðir), til Akureyrar (4 ferðir) til Húsavíkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), til Ak- ureyrar (4 ferðir), til Húsavíkur, Sauðárkróks, isafjarðar (2 ferðir), Raufarhafnar, Þórshafnar, Patreks- fjarðar og til Egilsstaða. STGLINGAR Skipadeild S.f.S. Arnarfell er í Svendborg. Fer það- an á morgun til Rotterdam og Hull. Jökulfell er væntanlegt til Reykja- víkur 23. júli frá New' Bedford. Dísarfell átti að fara í gær frá Ventspils tii Gdynia. Litlafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helga- fell er í Þorlákshöfn. Stapafell er á Hornafirði. Mæliíell er í Kefla- vík. Skipaútgerð ríkisins. Hekla er í Reykjavík. Fer nk. fimmtudag austur um land í hring- ferð. Esja er á Norðurlandshöfn- um á austurleið. Herjólfur fór frá Reykjavík kl. 21.00 í gærkvöldi til Vestmannaeyja. •^LAGSLfF Ferðaféiagsferðir. 22.—29. júlí, Skaftafell — öræfi. Dvalið í Skaftafelli en farið um Óræfasveit og til Hornafjarðar. 24.—29. júlí, Kjölur — Sprengi sandur. Gist í sæluhúsum allar nætur. Ferðafélag Islands, Öldugötu 3, símar: 19533 — 11798. Húsmæðraorlof Kópavogs. Dvalið verður í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi 20.—30. ágúst. Skrif stofan verður opin í Félagsheimil- inu á mánudögum og föstudögum, frá kl. 4 til 6, frá 16. júlí. Uppl. í síma 40689 (Helga) og 41786 (Jó- hanna). < SÖFN OG SÝNINGAR Frá Listasafni Einars Jónssonar. Miklum aðgerðum á húsinu er lok- ið og var safnið aftur opnað almenningi laugardaginn 1. maL Frá og með 1. maí og til 15. sept. verður safnið opið alla daga vik- unnar kl. 13,30 til kl. 16. ítarleg skrá yfir listaverkin á þrem tungu- málum er falin í aðgangseyrinum. Auk þess má fá f safninu póstkort og hefta bók með myndum af flest- um aðalverkum Einars Jónssonar. — Safnsstjórnin. 1 , i : Buffalli snýr við, en í reiði sinni rekur snýr undan. Dádýrshornið er öruggur. — honum, Úlfsauga? — Töfrar mínir ern hann hornin í Dádýrshorn. — Hjörðin Það blæðir úr honum, getur þú bjargað máttugir, höfðingi okkar mun lifa. 3 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.