Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. jölí 1071 Meistaramótið í frjálsum íþróttum: Ungu mennimir og tap Val- bjarnar vakti mesta athygli Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, aðalhluti, hófst á Laugardalsvellinum á laugardaginn og lauk á sunnudag. Veður var mjög gott til keppni og árangur í nokkrum grein- um góður, en þó var eins og víða vantaði herzlumuninn. Sérstaklega var dauft yfir fyrsta keppnisdeginum, en á sunnudaginn var árangur mún betri og keppni skemmti- legri. Framkvæmd mótsins tókst ágæta vel í umsjá frjáls- íþróttadeildar Ármanns. Borgþór Magnússon, KR varö fyrsti íslandsmeistarinn á þessu( 45. meistaramóti karla og setti nýtt unglingamet í 400 m. grinda hlaupi, tími hans 55,7 sek. er all- góður og nú vantar Borgþór ckki nema rúma sekúndu í íslandsmet ííarni Stefánsson, KR, sigraði með rfirburðum í 100 metra hlaupi, hljóp . 1,0,6 sek., keppnislaust með öllu. Sigurðar Björnssonar, KR, sem er orðið 10 ára gamalt. Borgþór varð og sigurvegari í 400 m. hlaupi eftir hörkukeppni við Sigurð Jónsson, HSK og náði sínum bezta árangri, 51,2 sek. Bjarni Stefánsson, KR náði at- hyglisverðum árangri í 100 m. hlaupi, tími hans var 10,6 sek. í úrslitahlaupinu, en þá var með- vindur of mikill, en í undanrás um ér hann hljóp á 10,7 sek. var vindur löglegur. Vilmundur Vil- hjálmsson, KR stóð sig vel og náði sínum bezta árangri bœði í 100 o,b 200 m. fékk tímana 11,2 sek. og 22,8 sek. Elías Sveinsson, ÍR varð og tvö- faldur meistari, sigraði í hástökki 1,90 m. og í spjótkasti náði liann sínum bezta áTangri,: 58,64 m: Árni Þorsteinsson, KR náði sínum bezta árangri í hástökki 1,85. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR vakti ekki hvað minnsta athygli af ungu mönnunum, stökk 14,98 m. í þrí- stökkinu og sigraði Karl Stefáns- son, UMSK, sem stökk 14,81. m. Meðvindur var aðeins of mikill, en það dregur ekkert úr hinum góða árangri. Lengsta stökk Frið- riks Þórs í löglegum meðvindi var 14,56 m. Keppni var mjög hörð í lang stökki, en þar sigraði óvœnt Stcf án Hallgrímsson, ÚÍA, stökk 6,81 Valbjörn Þorláksson, Á, 6,79 m. oa Guðmundur Jónsson, HSK, 6, 77 m. hörkukcppni það! Friðrik Þór, sem varð fjórði átti ógilt stökk yfir 7 metra. ' Skemmtileg keppni var milli Halldórs Guðbjörnssonar, KR og Jóns II. Sigurðssonar, IISK í 5 km hlaupinu. Á síðasta hring var Halldór þó mun sterkari og vann öruggan sigur, tími hans var 15: 32,6 mín. Þriðji maður varð hinn kornungi Einar Óskarsson, UMSK á nýju glæsilegu sveinameti, 16: 11,8 mín. Hann bætti eigið met um 43,2 sek. Annars ætti Einar að hlaupa minna lengri vegalengd ir, hann er efnilegur og 800 og 1500 m er heppilegra á unga aldri. Guðmundur Hermannsson, KR náði sér ekki á strik í kúluvarp, inu, en Hreinn Halldórsson HSS, sem varð annar, var nálægt sínu bezta, 15,51 m. Mikil forföll voru í 800 m hlaupinu og því miður í ýmsum fleiri greinum, en þar sigr aði hinn efnilegi Ágúst Ásgeirs son, ÍR-já 1:59,9 mín. Nálægt hans beztA íi ■»£mtelaust. VáÁvlMl Þorláksson, Á. hljóp 110 m grindahlaupið mjög vel, tími hans 14,7 sek. er skínandi þrátt fyrir of mikinn meðvind. Hann ætti að ráða við íslandsmet ið á árinu. Borgþór Magnússon, KR varð annar á 15,2 sek. full- mikill tímamunur, og þriðji Stef án Hallgrímsson, ÚÍA. Erlendur Valdimarsson, ÍR setti nýtt meistaramótsmet ,í>,kringhHi> kastinu, kastaði 55,84 m. Erlendur hefur ekki náð góðu valdi. á snún--; ingnum í sumar, en vonandi lag ast það og þá koma 60 metrarnir fljótlega. Halldór Guðbjörnsson, KR sigraði Ágúst Ásgeirsson, ÍR í 1500 m. hlaupinu í skemmtilegri keppni. Tími Agústs er hans bezti 4:08,3 mín og einnig tími Sigvalda Júlíussonar, UMSE, 4:10,4 mín. Það sama er að segja um tíma Einars Óskarssonar, UMSK og Halldórs Matthíassonar, ÍBA, sem vakti at- hygli fyrir vel útfært hlaup bæði í 1500 m. og 5 km. en hann var eini keppandinn frá Akureyri. í stangarstökkinu gerðist það óvænta, Guðmundur Jóhannesson, HSH, stökk fallega yfir 4,25 m í fyrstu tilraun og náði sínum lang- bezta árangri o,g það sem meira var, sigraði Valbjörn Þorláksson, Á, en sá síðarnefndi hefur oi;ðið íslandsmeistari samfieytt síðan 1955. Skarphéðinn Larsen, ÚSÚf setti gott héraðsmet, stökk 3,62. KR-ingar sigruðu í boðhlaupinu og tímarnir v'oru sæmilegir. Þó að árangur mætti vissulega vera betri en hann var í ýmsum Óvenjuleg sjón að lokinni stangarstökkskeppni hér á landi sJ. 15 ár. Val- björn Þorláksson í öSru sæti. Hér óskar hann Snæfellingnum Guðmundi Jóhannessyni til hamingju með 1. sætið. , (Tímamynd Gunnar) greinum mótsins er því ekki að neita að margir eru í framför, þó að okkur finnist framfarirnar koma fullhægt. Það er sérstaklega at- hyglisvert, live margir hinna ungu manna verða meistarar. Leiðinleg ást við mótið er, hve illa skráðir keppendur mæta til leiks. Hverj um sem um er að kenna, þá verð ur að kippa þessu í lag. Á mótinu heiðraði Frjálsíþrótta deild Ármanns þrjá ágæta frjáls íþróttamenn þá Valbjörn Þorláks son; Guðmund Hermannsson og Erlend Valdimarsson. Jóhann Jó- hannesson, formaður deildarinnar afhenti þeim fagra bikara til eign ar fyrir gott framlag til frjáls- íþrótta á undanförnum árum. Úrslit birtast í í cinstökum blaðinu síðar. gremum Eitt met og þrjú jöfnuð Eitt' íslandsmet var sett og þrjú jöfnuð á íslandsmóti kvenna í frjáisum íþróttum, sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Haf- dís Ingimarsdóttir, UMSK, stökk 5,43 m í langstökki, sem er 4 cm. betra en eldra metið, sem Björk Ingimundardóttir, UMSB, átti. Þá voru jöfnuð metin í 200 og 800 m. hlaupum og í 4x400 m. boðhlaupi. Mótið fór fram með miklum mynd- arskap í ágætu veðri. Nánar síðar. jj 111111111111111111 m 111111 í 11 n 111111! i f 111111111111111:11111111111111111111111 í 1111111; m 1111111 u 11 n 11! i: 111 i 11:1111111 s 11111111111 s 111 m | Dregið í undankeppni HM í knattspyrnu: | I ígland mætir Noregi [ | Hollandi og Belgíu | (nýkomnir) ^^ívöruveT^ Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POST Um helgina var dregið um hvaða lönd skuli leika saman i undankeppni Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu, en meðal þeirra 94 þjóða, sem til- kynntu þátttöku var ísland. •ísland hefur dregizt í riðil með Hollandi, Belgíu og Noregi. Evrópuþjóðunum var raðað niður i fjóra riðla eftir styrk- leika, en síðan var dregin ein þjóð úr hverjum riðli. ísland var í lakasta riðlinum ásaml Finnlandi, Luxemhorg, Möltu og Kýpur, en riðill nr. 1 var skipaður Ítalíu, Englandi, Tékk óslóvakíu, Belgíu, Rúmeníu Sovétríkjunum og Svíþjóð. Ekki er við því að búast að Íslaiul komist í lokakeppnina, sem fram fer í Vestur-Þýzka- landi, sumarið 1974, til þess er bessi riðill allt of sterkur. Hol- land og Belgía koina til með að berjast um efsta sætið. Bæði eru talin vera með beztu knatt spyrnuþjóðum Evrópu, og vcrð ur svo sannarlega fengur í að fá að sjá beztu knattspyrnu- menn þeirra leika hér á landi. Það var ekki við því búizt að ísland næði langt í þessari keppni, en það er ánægjulegt að stjórn KSÍ skuli hafa til- kynnt þátttöku í hana. Er ekki að efa að okkar menn standa sig vel, þegar á hólminn er komið, og kæmi engum á óvart þó þeir gerðu einhvern skurk í hinum stóru í þeim sex leikj um, scm þcir eiga að lcika. —klp. ...iiimimniiuiimiiiiimimiiiiiiitimiiiiiiiiiiiiiiT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.