Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTI Hópur fjárfesta undirbýr kaup á ráðandi hlut á flutninga- hluta Eimskipafélagsins. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins standa eftirfar- andi að hópnum: Feðgarnir Erlend- ur Hjaltason, f r a m k v æ m d a - stjóri Eimskipafé- lagsins ehf. sem er skipafélagið, og Hjalti Geir K r i s t j á n s s o n , Þórður Magnús- son, fyrrverandi f r a m k v æ m d a - stjóri fjármála- sviðs félagsins, og Árni Oddur sonur hans. Þeir feðgar áttu með öðrum fjárfestingarfélagið Gildingu. Þá eru í hópnum Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Saxhóll sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar. Í stjórn Eimskips hefur verið mörkuð sú stefna að flutninga- starfsemi og fjárfestingarstarf- semi verði skipt upp í tvö félög. Áformað er að afgreiða tillögu á aðalfundi félagsins í mars. Við þá breytingu verða til tvö hlutafélög; annars vegar fjárfestingarfélagið Burðaráss og Eimskip sem skipa- félag. Samkvæmt heimildum eru hugmyndir hópsins þær að skipa- félagið verði áfram skráð á mark- aði, en hópurinn vill tryggja sér ráðandi stöðu í hluthafahópnum. Hópurinn vill samkvæmt heimildum reka félagið sem skipafélag, eins og það var lengst af 90 ára sögu sinni. Ekki er búið að ganga frá endanlegri skipt- ingu félagsins og því liggur lítið fyrir um hver endanleg útfærsla verður. Þórður Magnússon staðfesti að aðilar honum tengdir væri orðnir nokkuð stórir hluthafar í Eimskipa- félaginu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Eimskipafélagið er áhugaverð fjárfesting að okkar mati og það verður svo bara að koma í ljós hvað verður.“ Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskips, segist vita til þess að nokkrar breytingar hafi átt sér stað í hluthafahópi félagsins en segir enga „strategíska breytingu“ að ræða að hálfu Landsbanka Íslands. „Hins vegar hef ég mikla trú á því að það verði mikill áhugi á að kaupa hlutabréf í skipafélaginu og ég held að bæði þessi fyrirtæki sem koma út úr þessu verði feiki- lega öflug fyrirtæki sem eiga eftir að gera sig gildandi og eiga mikinn vöxt framundan,“ segir Magnús. haflidi@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR KENNARATÓNLEIKAR Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Kristinn H. Árnason gítarleikari spila á tónleikum í Salnum í kvöld. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarskóla Kópavogs en bæði eru kennarar þar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG STÓRVIÐRI NORÐAN OG VESTAN TIL Bullandi óveður á þeim svæðum og ekkert ferðaveður. Hvassviðri eða stormur með skafrenningi á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Í borginni verður hvasst en úrkomulítið. Sjá síðu 6. 13. janúar 2004 – 12. tölublað – 4. árgangur ● 37 ára í dag Sigrún Eðvaldsdóttir: ▲ SÍÐA 16 Afmælisnudd er lúxus ● stórt númer á berlínarhátíðinni Tómas Lemarquis: ▲ SÍÐA 30 Valinn í „Shooting Star“ ● íslensku tónlistarverðlaunin Dr. Gunni ▲ SÍÐA 27 Saknar Leoncie ● guðjón bergmann ● íslenskar heilsuvörur Stundar útreiðar, sund og fjöll heilsa o.fl. Hinrik Ólafsson: ▲ SÍÐA 18 og 19 JÁKVÆTT HLJÓÐ Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir í fyrsta skipti komið jákvætt hljóð í viðræðunum við ríkið um nýja kjarasamn- inga. Sjá síðu 4 Í GLUGGALAUSU HERBERGI Ósak- hæfur maður var vistaður í einangrunar- klefa á réttargeðdeildinni að Sogni. Hún var yfirfull og einangrunarklefið eina lausa her- bergið. Deildarstjóri segir að stækka þyrfti deildina um helming. Sjá síðu 2 DEILT Í EFNAHAGSNEFND Nefndar- menn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis deildu um hæfi Péturs Blöndal formanns til að stýra störfum nefndarinnar. Á endanum varð ekkert af umræðu um kaup KB-banka á SPRON. Sjá síðu 4 NÁST FREKAR EN AÐRIR Banka- ræningjar nást frekar en aðrir ræningjar. Sex af átta bankaránum hafa verið upplýst og tveir í haldi vegna þess sjöunda. Ein- ungis þrjú af tíu ránum í verslunum hafa verið upplýst. Sjá síðu 6 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir tæp- lega fimmtugum Vestfirðingi sem ákærður var fyrir kynferðisbrot. Fjölskipaður dómur Héraðs- dóms Vestfjarða taldi ítrekuð kyn- ferðisbrot mannsins, gegn barn- ungri stúlku á árunum 1985 til 1989 fyrnd og sýknaði hann. Sýknudómur Héraðsdóms Vestfjarða hefur vakið upp spurn- ingar um hvernig túlka beri ákvæði laga um fyrningarfrest. Stúlkan kærði málið til lög- reglu áður en 15 ára fyrningar- frestur var liðinn en manninum var ekki kynnt sakarefnið fyrr en rúmum sjö mánuðum síðar. Dóm- urinn taldi að fyrningarfresturinn hefði ekki rofnað fyrr en mannin- um var kynnt sakarefnið en þá taldist málið fyrnt. Fjöldi lög- fræðinga er á annarri skoðun og telur að fyrningarfrestur hafi rofnað um leið og kæran var lögð fram. Ekki sé gert að skilyrði að ákærða sé kynnt sakaraefnið svo fyrningarfrestur rofni. Nú kemur það í hlut Hæstarétt- ar Íslands að kveða upp úr um hvernig túlka beri ákvæði laga um fyrningarfrest. ■ Hópur fjárfesta vill eignast óskabarnið Hópur fjárfesta hefur verið að styrkja stöðu sína í hluthafahópi Eimskipa- félagsins. Ætlun hópsins er að kaupa flutningareksturinn. Eimskipafélag- inu verðu skipt upp í skipafélag og fjárfestingarfélag á aðalfundi í mars. Sýknudómur yfir vestfirskum kynferðisbrotamanni: Áfrýjað til Hæstaréttar HALDIÐ Í JÓMFRÚARFERÐINA Stærsta og dýrasta farþegaskip heims hélt í gær upp í fyrstu áætlunarsiglingu sína. Queen Mary 2 sigl- di út úr höfninni í Southampton og setti stefnuna á Fort Lauderdale í Flórída. Mikið var um dýrðir við brottför skipsins og fylgdust þús- undir með þegar það lét úr höfn. Rafmagnslaust: Notast við kertaljós ÓVEÐUR Íbúar í Árneshreppi á Ströndum hafa búið við raf- magnsleysi frá hádegi í gær en þá hrökk rafmagnslína í sundur vegna ísingar. Línumenn hjá Orkubúi Vest- fjarða lögðu af stað á snjósleðum frá Hólmavík í gær til að gera við línuna en þurftu frá að hverfa vegna veðurs. „Þeir sáu ekki handa sinna skil,“ segir Þor- steinn Pálsson línumaður. Vonir eru bundnar við að gera megi við línuna í dag. Einn þeirra sem hefur orðið að bjarga sér án rafmagns er Þórólf- ur Guðfinnsson sem hefur haft kertaljós til lýsingar. Hann á allt eins von á því að vera rafmagns- laus nokkra daga til viðbótar. „Þetta kemur fyrir annað slagið og er ekkert nýtt fyrir okkur.“ ■ Vonskuveður: Áfram illviðri VEÐUR Vonskuveður verður áfram víðast um landið í dag, þó sérstak- lega á Norðurlandi. Spáð er áframhaldandi mikilli ofankomu fyrir norðan og vestan en líkur eru til þess að ekki verði úrkoma á Suðvesturhorninu. Ekki er búist við því að veður lægi í dag og að það verði í fyrsta lagi skaplegt á fimmtudag. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að nær all- ir fjallvegir væru lokaðir og að víða ættu ökumenn í erfiðleikum. ■ Læknadeilan: Gæti rofað til í dag LÆKNADEILAN Ekkert varð af fundi samninganefnda Læknafélags Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis í gær. „Við gerðum ráð fyrir því í gær [sunnudag] að það yrði fundur í dag [í gær] en af því gat bara ekki orðið,“ segir Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar ráðu- neytisins. Hann segir að boðaður hafi ver- ið fundur í dag kl. 16 en í gær- kvöldi kl. 20 hafði Óskar Einars- son, formaður Læknafélagsins, ekki fengið formlega fundarboðun. Boðað hefur verið til félags- fundar í Læknafélagi Reykjavík- ur í kvöld og er vonast til þess að þá verði hægt að leggja fram samning til samþykktar. Fundar- boðið var sent út á sunnudag eftir óformlegan fund formanna samn- inganefndanna. ■ „Eimskipa- félagið er áhugaverð fjárfesting að okkar mati og það verður svo bara að koma í ljós hvað verður. GARÐAR GARÐARSSON Ekki gat orðið af fundi í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.