Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 2
2 / TIMINN FIMMTUDAGUR 29. Jfflf 1971 til þess að geta örugglega stjórnað bíl? Hvað er óhætt að drekka mikið áfengi Þetta eru sex Vestmannaeyinganna sem kiifu Eidey á mánudag, en myndina tók ieiðangursstjórinn Árni Johnsen, en harm þekkja ailtr og þvf óþarfl a8 birta mynd af houm. Sjö Vestmannaeyingar klifu Eldey á mánudag KJ—Reykjavík, miSvikudag. Á mánudaginn klifu sjö Vest- mannaeyingar Eldey, en eyjan hef- ur ekki verið klifin í 30 ár. Fyrst er vitað til þess að menn hafi klifið eyna árið 1894, og var þar að verki Eldeyjar-Hjalti. Þótti þetta mikið afrek á þeim tíma, enda festist afrekið rækilega við Hjalta og hann ávallt kallaður Eldeyjar-Hjalti upp frá því. Leiðangusstjöri í ferðinni núna,, var Ámi Johnsen blaðamaður með meiru, en auk hans tók þátt í förinni þeir Guðjón Jónsson, Valur Andersen, Óli Kristinn Tryggva- son, Hörður Hilmisson, Henry Granz, og Ragnar Jónsson. Þeir voru fjóra tíma að komast upp á brún bjargsins, en bjargið er um 70 metrar, þar sem Vestmannaey- ingamir fóru upp. Þeir notuðu naglabyssu til að negla kengi f bjargvegginn, og gátu síðan klifrað upp eftir kaðli sem þræddur var í kengina. A Eldey er stærsta súlubyggð í heimi, og er talið að þar séu um 20 þúsund súlupör um varptímann. KJ—Reykjavík, miðvikudag. Áfengismálafélag íslands hefur gefið út fræðsluspjald, sem á að uppfræða þá, sem drekka og aka, hve ákveðið áfengismagn gerir mörg prómille í blóðinu, og hvað það tekur líkamann langan tíma að losa sig við áfengið. Fræðsluspjaldið heitir STANZ — gættu betur“. Þetta er átthym samfella tveggja spjalda og þannig útbúin, að í fremra spjaldinu er opinn þrí- hyrningur og snúi maður því um áttung í einu, má um opið lesa af aftara spjaldinu stigverkandi breytingar af völdum misjafnra skammta af áfengi. Þar er gerður greinarmunur á bjór, léttum vín um og sterkum, og þar er áfengis áhrifum bæði lýst í alkohol-blóð- prósentu, kaloríum og í mæltu máli. Þar er tiltekinn sá tími, sem það tekur heilbrigðan líkama að losa sig við ákveðið magn áfengis niður að hálfa pro-millinu, sem er sú viðmiðun er bílstjórinn verð ur ætíð að hafa í huga ef hann á annað borð neytir áfengra drykkja þann dag er hann keyrir, og þar er einnig að finna viðmið un fyrir hinn almenna borgara, sem engan á bílinn. Margar og miklu fleiri upplýsingar er að finna í þessari STANZ-samfellu. Utan á spjöldunum er svo að finna margar og margvíslegar upp lýsingar almenns eðlis, en grunn- tónn boðskaparins er þessi: „Vilj irðu drekka þá drekktu, viljirðu keyra þá keyrðu, — en í guðanna bænum blandaðu þessu aldrei sam an“. Það er m.ö.o., höfðað til skyn semi mannsins að fengnum upplýs ingum. Framhald á bls. !§. Norrænir bókasafnsstjðrar sínar A MALÞINGI Klofvega á Kjöl sér tll lofs og dýrSar Túristahópurinm, sem keyrður var um borð í skemmtiferðaskip á Húsa- vík eins og kvikfénaður, hefur ef- laust haft gaman af landferðinni frá Akureyri og austur um S.-Þingeyjar- sýslu. Og af þvf nú er al'Iit gert fyr- ir túrista, jafnvel það sem enginn gerir fyrir sjálfan sig, höfðu Hús- víkingar undirbúið komu hópsins eins og bezt þeir gátu og þeim er manna bezt trúandi til, en án árang- urs að því er virðist, af því einhverj- ir ákvátiu að fara með fól’kið beint i gegnum staðinm og niður á bryggju. Húsvíkingar geta þó huggað sig við það, að allir sem fara um Húsavík með opin augu sjá að þetta er fallegur staður og vinalegur með fádæma snotra kirkju, sem blasir vel við frá sjó. Þá er kaupfélagið stórt hús, en það segir elkkert um baráttu Hálfdáns frá Grímsstöðum, og súlan um stofnun sambandsins er suður á Yztafelli. Þegar ekið er svona hratt í gegnum staðinn gefst aðeins tími til að skýra frá því að bæjarbúar séu Lúterstrúar og sæki sjó. Ferðin frá Akureyri var þó ekki til einskis farin, vegna þess að hún minnir á hugmynd mehks Dana, sem var hér á ferð skömmu fyrir alda- mótin, fór m.a. um Suður-Þing. og gerði uippdrátt af Hriflu-bænum, lík- lega eins og hann var þegar Jónas fæddist. Hann var sem sagt túristi sem kunni að stanza. Og hann hafði uppi hugimyndir um hópferðir á landi, sem eru jafn gildar í dag og þær voru þá. Hann vildi að skip flyttu sikemmtiferöafólk til Akureyr- ar. Þar yrði það satt á hesta, og síðan héldi það sem leið laegi uim Oxnadal-sheiði í Skagafjörð og suður Kjöl til Reykjavíkur, þar sem skipið biði þeirra. Hann kom þvi til leiðar að Kjalvegur var varðaður, hvort sem það hefur nú verið með þessar skemmtiferðir í huga eða ekki. TúristaöLdin geikk ekki í garð með komu Daniels Bruun hingað, en sá var hinn ágæti Dani, sem vildi láta fólk fara á hcstum yfir Kjöl. Hins vegar er hún gengin í garð i dag, og má miki'l býsn á henni/græða að sögn. Ekki ldnnir hugmyndum um, hvemdg bezt sé að hafa tekjur af þessum heimsbrokkurum, sem lifa þá stund fegursta að geta setið ktof- vega á heimskautsbaugnum. Eikki væri minna um vert að selja þeim á hundrað krónur að setjast ktofvega á Kjöl. Auðnir Islands eru miíkil ný- lunda I augum þeirra, sem sjá yfir- l’Oitt ekiki nema upp í heiðan himinn fyrir skógi. Og leið Daniels Bruuns yrði áreiðanlega vinsæl í augum túr- ista, sem gætu tekið skip sín ýmist á Akureyri eða Reykjavík. Suuiar- fær vegur þarna yfir er ekki mikið vandamál, enda næstum i lagi eins og hann er. Þannig skotferð yfir hálendið með tiLheyrandi afhend- ingu heiðursskjala að leiðarlokum myndi borga veginn á fáum árum. Þetta er alls ekki orðað hér til að koma fram einhverju hugðarmáli okkar íbúanna. Um þetta er talað til að benda mönnum á hvernig græða má meira. Við íbúarnir í landinu ætlum | þetta alls ekki fyrir okkur. Við munum í mesta lagi stelast til að aka Kjalveg þegar enginn sér til. Svarthöfði. EB—Reykjavík, miðvikudag. Dagana 26. og 27. júlí stóð yfir í Reykjavík fundur bókasafns- stjóra Norðurlanda, en embætti þeirra svarar til starfs bókafull trúa ríkisins. Þeir eru stjómskip aðir eftirlits- og umsjónarmenn með almenningsbókasöfnum. Hafa þeir með sér allnáið sam starf um framkvæmdir í bóka- safnsmálum og bera saman bæk ur sínar um rekstrarhætti og lög gjafarmál varðandi almennings- bókasöfn. Eru fundir bókasafns stjóra haldnir árlega í löndunum á víxl, en stundum eru haldnir aukafundir um sérstök málefni. Þetta er í annað sinn, sem slíkur fundur er haldinn á íslandi, en fyrst var hann haldinn hér 1966. Á fundinum nú, var lögð fram skýrsla um yfirlit og framgang og rekstur bókasafnsmála í hverju landi fyrir sig. Þá voru kynnt og rædd ný bókasafnslög í Noregi, en þau taka gildi 1. janúar 1972. Ennfremur var rætt um frum varp að nýjuin bókasafnslöguöi hér á landi, sem væntanlega verð ur lagt fyrir næsta löggjafarþing, en nefndin sem að því vann, hef ur nú lagt það fyrir menntamála ráðherra. Að sögn Stefáns Júlíus sonar, bókafulltrúa ríkisins, er m.a. lagt til í frumvarpinu að fram lög frá ríki og sveitarfélögum til bókasafna, verði hækkuð. Einnig var á fundinum kynnt frumvarp að nýjum bókasafnslögum í Dan- mörku og frú Aase Bredsdorff, ráðunautur Bókasafnseftirlits Danmerkur um barnabókasöfn, flutti fyrirlestur í Sólheimadeild Borgarbókasafnsins og fjallaði fyr irlesturinn um samvinnu almenn Veiðin líklega að glæðast í Veiðivötnum í gær fengum við þær upplýsing ar hjá Guðna Kristinssyni, hrepp stjóra í Skarði í Holtahreppi, að silungsveiðin í Veiðivötnum væri, það sem af er sumri, ekki eins góð og í fyrrasumar. Guðni sagði, að framan af hefði oft verið norð angjóla og kuldi þar efra. Hins vegar benti allt til þess, að veiðin væri að glæðast. Urriði veiðist eingöngu í Veiðivötnum og stund um hafa fengizt yfir 10 punda fiskar í vötnunum í sumar. Al- gengasta stærðin er 2-r4 pund. 20 stangir eru leyfðar í Veiði vötnum og kostar stöngin 500 kr. yfir daginn. Veiði er leyfð frá kl. 8—12 og 14—23 alla daga, en vötnin verða opin fram í miðj an ágúst. Ágæt aðstaða er við vötnin fyrir veiðimenn, enda mjög gott veiðihús til staðar, en það var byggt fyrir þremur árum. 25 laxar á 3 stangir á 2 dögum í Iðu Undanfarna daga hefur veiði verið góð í Iðu í Árnessýslu og til marks um það veiddust 10 laxar á 3 stangir í fyrradag. Dag inn áður veiddust 15 laxar á stangirnar þrjár. Veiðimenn þar munu jöfnum höndum fiska á flugu, maðk og spón. Allt upp í 15 punda laxar veiddust í ánni ingsbókasafna og skólabókasafna. í dag fóru bókasafnsstjórarnir í 3ja daga ferðalag til Norðurlands og skoða í ferðinni bókasöfnin í Borgamesi, á Sauðárkróki, Akur eyri og Húsavík, en þessi bæjar- og héraðsbókasöfn hafa öll flutt í eða eru um það bil að flytja í ný húsakynni. Þátttakendur á fundínum voru þessir: Erik Allersen, bókasafns- stjóri Danmerkur, Kaarina Ranta, bókasafnsstjóri Finnlands, Else Granheim, settur bókasafnsstjóri Noregs, Ulf Dittmer, bðkasafns- stjóri Svíþjóðar, Aase Bredsdorff, Stefán Júlíusson, Eiríknr Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, sem var ritari fundarins og Else Mia Sigurðsson, formaður Bðka- varðafélags íslands, en hún var áheyrnarfulltrúi. frágreinda daga, en þeir fóru aílt niður í 4 pund. Ólga undirniðri í Kollafirði Menn bíða spenntir eftir því hvernig Laxeldisstöðinni f Kolla firði reiðir af í sumar. Búizt er við miklum göngum á hverjum degi. Einar Hannesson hjá Veiði málastofnuninni, sagði okkur í gær, að um 300 laxar væru nú gengnir upp í stöðina, sem er miklu minna heldur en á sama tíma í fyrra, en þá var mikil laxa gengd, er hófst um miðjan júlí. — Einar sagði hins vegar, að sýni legt væri mikið líf fyrir utan stöðina. — EB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.