Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 3
FEHMTUDAGUR 29. júlí 1971 TIMINN 3 AVlOA waiinl Hvenær koma feðralaun, ekklabætur og ekklalífeyrir? í einu bréfanna, sem bæjar- póstur Þjóðviljans birtir í gær, segir m.a.: »Tryggingamálaráðherra hef- ur nú flýtt gildistöku laga um alm. tryggingar nr. 67, 20. apríl 1971. Þessi lög bæta að nokkru leyti fyrir þá litilsvirðingu, sem við höfum sýnt gömlu fólki og öryrkjum, en betur má, ef duga skal, og auðvitað ber að stefna að því, að ellilífeyrir og örorkubætur nægi fyrir brýn- ustu nauðsynjum. f þessum lög- um sakna ég þó margs, td. em mæðralaun mjög lág og furðu- legt, að þau skuli ekki hækka nema með þrem fyrstu börn- um. Þá er hlutur karlmanna enn fyrir borð borinn og ekk- ert til, sem heitir feðralann, ekklalífeyri. Þetta verður von- andi athugað í áframhaldandl endurbótum kerfisins. Á mcðan tryggingarnar veita framangreindum aðihrm snltar- kjör, er furðulcgt, að fjöÞ skyldubætur eru greiddar hvemig sem ástatt er hjá for- eldranum. Eftir minni hyggjn mætti fella niður allar „bæt- ur“ með einu barai og greiða „bætur“ með fleiri böraum eft- ir efnum og ástæðum foreldra. Ég hygg, að foreldrar í góðum efnum muni varla taka eftir þvi, þó að „bæturnar" með börnum þeirra væru felldar nið ur. Þeir peningar, sem þannig fengjust dygðu e.t.v. fyrir al- mennilegri aðstoð við bam- margar fjölskyldur, og væri það spor í átt til efnahagslegs jafnaðar." Höfundur þessa bréfs, er Þuriður E. Pé'ursdóttir og vill undirritaður taka undir orð hennar. Samkeppni Loftleiða og SAS Samkomulag hefur nú orðið með ríkisstjórnum Norður- landa um flug Loftleiða til Skandinavíu. Skv. samkomulag- inu geta Loftleiðir ekki lengur boðið lægri fargjöld en SAS, þ.e. IATA-fargjöld, á flugleið- inni New York—Skandinavía, en á móti kemur, að niður falla takmarkanir á farþegafjölda með vélum Loftleiða og Loft- leiðir fá leyfi til að nota þot- ur í áætlunarflugi til Norður- landa. Ríkisstjórnir Norður- landa settu það að ófrávíkjan- legu skilyrði fyrir leyfi til handa Loftleiðum til þotuflugs til Skandinavíu, að Loftleiðir byðu ekki lægri fargjöld í áætl unarflugi frá Amcríku til Norð- urlanda á lægra verði en SAS. Velferð Loftleiða hefur al- gjörlega byggst á því, að félag- ið hefur boðið lægri fargjöld yfir Atlantshafið en önnur flug félög í áætlunarflugi. Nú verð- ur Loftleiðir að keppa við SAS með sömu fargjöldum. Sam- keppnin verður þó ekki á jafn- réttisgrundvelli, þar sem Loft- leiðum er gert að skyldu að á í Keflavík, cn SAS getur flog- ið beint milli New York og höf Framhald á bls. 10. KommúnistaleiBtoginn í Súdan var hengdur strax eftir dóminn Húsvík- ingar sárir SB—Reykjavík, miðvikudag. Skemmtiferðaskipið Evrópa kom til Akureyrar í gærmorgun með um 500 farþega. Þrjú hundr uð farþeganna notuðu daginn og góða veðrið til að fara austur fyrir heiði og skoða Mývatns- sveitina, en 200 urðu eftir á Akur eyri, þar til skipið fór þaðan til Húsavíkur til að taka hinn hóp- inn þar. Þegar stærri hópurinn var lagð ur af stað frá Akureyri, var hringt frá ferðaskrifstofunni þar til Húsa víkur og þess farið á leit, að kaup menn á Húsavík hefðu búðir sín ar opnar eitthvað lengur, svo ferðafólkið gæti verzlað, en til Húsavíkur átti fólkið að koma um 7 leytið í gærkvöldi. Á leiðinni skoðaði ferðafólkið Mývatn, Dimmuborgir og Stórugjá og drakk kaffi á Laugum. Þegar svo kocnið var til Húsavíkur á réttum tíma, urðu kaupmenn og raunar Húsvíkingar allir fyrir sárum von- brigðum, því ferðafólkinu var ekið beinustu leið niður á bryggju og skipað um borð í Evrópu, sem þá var komin frá Akureyri. Við bryggjuna lá síðan skipið til kl. 9 um kvöldið, án þess að nokkur maður fengi að fara frá borði og skoða bæinn. NTB—Khartoum, miðvikudag. Leiðtogi súdanska kommúnista 'flokksins, sem talinn er hafa ver- ið heilinn, sem stóð að baki hinni mishepprjuðu uppreisnartilraun þar í fyrri viku, var hengdur í »ótt, eftir að herréttur hafði fjall að nm mál hans. Yfirvöldin era enn á kommúnistaveiðum og sagt er í Kartoum, að þeir, sem verði handteknir hafi litla lífsvon. Abdel Mahgoub var tekinn af lffi laust eftir miðnætti í nótt í Koubar-fangelsinu í útjaðri Kar- toum. Dómurinn var kveðinn upp skömrnn áður og strax fullnægt. Myndir af þeim kommúnistum, sem enn er leitað að, eru annað slagið sýndar í sjónvarpinu, svo að aimenningur geti þekkt þá, og bent á þá. Upplýsingamálaráðherra lands- ins segir, að yfir 1000 félagar í kommúnistaflokknum sitji nú í fangelsum og innan tveggja daga verði væntanlega búið að úr- skurða, hverjir skuli látnir lausir og hverjir koma fyrir herrétt. Þá segir ráðherrann, að fæstir þess- ara manna þurfi að óttast dauða- dóm, aðeins þeir, sem séu eftir- lýstir. Yfirvöldin sendu í dag út mynd ir af 28 herforingjum og öðrum, sem létu lífið í veizlunni þegar uppreisnin var gerð. Fertugur ofursti, Saad Bahar að nafni, slapp lifandi úr þessari ör- lagaríku veizlu og hann segir svo frá: — Þegar við heyrðum skot- hvelli fyrir utan, lögðust allir á gólfið. Skyndilega var skotið inn um glugga og svo dyrunum hrund- ið upp og vélbyssuskothríð dundi yfir. Nokkrir létuzt strax, aðrir særðust. Hershöfðingi, sem lá við hlið mér var spurður um stöðu sína. Hann sagði satt og undirskrif aði þar með dauðadóm sinn. Síðan skutu þeir alla, sem særzt höfðu. Bahar ofursti, sem lifði þetta af, vegna einhvers kraftaverks, særð- ist sjálfur allmikið. Mahgoub, sem hengdur var í nótt, var einn fremsti kommún- istaleiðtogi í Arabalöndunum. Hann var eini kommúnistaleiðtog- inn, sem haldið hefur stöðu sinni í 10 ár. Eftir valdatöku Nimeirys 1969, hafði hann gott samband við nýju stjórnina, en var vísað brott í' apríl í fyrra. Þá fór hann til Kairo, en fékk að snúa heim aft- ur, en var handtekinn í október. í júní s.l. strauk hann og sagt er, að hann hafi leitað hælis í búlg- arska sendiráðinu £ Kartoum. Búlgaría hefur harðlega neitað því. Miðstjórn Verkamannaflokksins vill þjöðaratkvæð agreiðslu NTB—London, miðvikudag. Miðstjórn brezka Verkamanna- flokksins samþykkti í dag ályktun með 16 atkvæðum gegn 6 um að Bretland ætti ekki að gerast aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu, með þeim skilyrðum, sem samið hefur verið um. í álykluninni er ihalds- stjóra Ileaths harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið nægilegt tillit til þeirra ókosta, sem því fylgja að ganga í EBE og auk þess er þess farið á leit við forsætisráð- herrann, að hann láti fara fram þjóðaratkvæðagrciðslu um aðild- >na. Ályktunin verður lögð fram á Jandsþingi flokksins, sem fram fer í Brighton í byrjun október og eftir öllum sólarmerkjum að dæma, vcrður það yfirgnæfandi meiri- hluti, sem þá greiðir atkvæði gegn aðild. Heath forsætisráðherra er hins vegar sannfærður um, að meiri- hlutinn verði með aðildinni, þegar neðri deildin greiðir endanlega atkvæði um aðildina í októberlok. Verkamannaflokkurinn er mjög klofinn í afstöðu sinni til aðildar að EBE. Á miðstjórnarfundinum nú voru 22 af 28 fulltrúum við- staddir. HEYBRUNAR ERU AUTÍÐIR OG ÞYKIR OKKUR ÞVl ASTÆ.ÐA Tll AÐ VEKJA ATHYGU A MiöG HAGKVÆMUM HEY- TRYGGLNGUM, SEM VIÐ HÖFUM 0TBÚIÐ. TRYGGINGAR ÞESSAR NÁ M. A. TIL SJAUFÍKVEIKJU. HAFIÐ SAMBAND VIÐ NÆSTA KAUPFÉLAG EÐA UMBOÐSMANN OG GANGIÐ FRA FUUNÆGJAND) BRUNATRYGGINGU A HEYBIRGÐUM YÐAR. SAMVINNUTRYG GL\G AR UMBOÐ UM LAND ALLT ARM0LA 3 SlMI 38500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.