Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 7
lHBPBTOPACTJR 29. Jfih' 1971 Útgsfandl: FRAMSÓKMARFLOKKURINN Framtcvæmdastjóri: Krlstján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason, IndriOl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- •tjórnarskrtfstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18308. Skrif- stofur Bankastræti 7. — AfgreiOslusími 12323. Auglýsingasiml: 19623. ABrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195,00 á mánuðl innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Ferðamálaáætlun Heímsóknir erlendra ferðamanna til íslands standa nú sem hæst og mun verða veruleg aukning á tölu erlendra ferðamanna, sem heimsækja Island, á þessu ári. Ferðaþjónusta er þegar orðin stór þáttur í atvinnu- Bfi landsmanna- Með skipulögðum vinnubrögðum má þó gera enn betur og gera móttöku erlendra ferðamanna nmfangsmeiri og arðbærari og nýta þannig þau miklu gæði, sem landið býr yfir á þessu sviði. Ýmislegt hefur verið vel gert á sviði ferðamála á nndanfömum árum. En viða kreppir skórinn að og marg- víslegar endurbætur verður að gera hið fyrsta í ýmsum þáttum ferðamálanna. Það þarf að vinna skipulega að þessum málum og tryggja að sú fjárfesting, sem ráðizt verður í, komi að sem beztum notum og skili sem mestum arði. Þess vegna rekur nauðsyn til að gerð verði heildaráætlun um fram- tíðarþróun íslenzkra ferðamála. Slík áætlun á að grund- vallast á nauðsynlegum rannsóknum og undirbúningi, enda ber að gera hana í tengslum við aðra þætti atvinnu- Bfsins og byggðaáætlanir, en ferðaþjónusta hlýtur að verða mikilvægur þáttur í landshlutaáætlunum um upp- byggmgu atvinnulífs. I»að er nauðsynlegt að efna nú þegar til endurskoð- tmar á lögum um Ferðamálaráð og endurskipuleggja yfirstjóm ferðamála. Ferðamálaráð hefur þá stöðu nú, að það má litlu góðu til vegar koma, enda skortir ráðið fjármagn. Ferðamálaráð með nýrri skipan og víðtækari þarf að verða sjálfstæður framkvæmdaaðili með öflugum fjárráðum. Ferðamálasjóður er nú svo vanmegnugur að hann getur ekki bætt nema að óverulegu leyti úr þeirri fjár- magnsþörf, sem hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu er. Ferðamálasjóð þarf að margfalda og nauðsynlegt er að tryggja honum fastar tekjur í sanngjömu hlutfalli við þátt ferðamálanna í þjóðarbúskapnum á hverjum tíma. Ýmsir aðilar í ferðaiðnaði hafa kvartað undan því, að þeir hafi ekki mætt nægum skilningi hjá peninga- stofnunum landsins. Úr þessu þarf að bæta. Innlendar peningastofnanir verða að viðurkenna í verki hinn vax- andi þátt ferðaþjónustu við öflun þjóðartekna. En víst er það satt, að ísland er fjármagnsrýrt land og víða kalla þarfimar að. Þess vegna þarf að athuga það gaumgæfilega sem fyrst, hvort ekki væri rétt að leita samvinnu við alþjóðlegar lánastofnanir um uppbyggingu íslenzkra ferðamála. Full ástæða er til að ætla, að þær mundu verða okkur vinveittar og vilja lána okkur fé, því að möguleikamir til að koma hér upp öflugum og traust- um ferðaiðnaði era miklir. En það er ekki nóg að fá erlenda ferðamenn til höfuðborgarinnar. Við þurfum að fá sem allra flesta þeirra til að farðast um landið. Það ætti að verða þáttur f uppbyggingu landsbyggðarinnar. Þess vegna þarf m.a. að leita eftir því við íslenzku flugfélögin, hvort ekki sé að verða tímabært að taka upp framhaldsfargjöld með verulegum afslætti til og frá landshlutum, þegar seWir era farmiðar landa milli. Margar þjóðir hafa slíkan hátt á, t.d. Danir. Þá þarf að efla hvers konar ferðaþjónustu á bænda- býlum, skipulagningu og eflingu ferðamála og vinna að bættri nýtingu þeirrar aðstöðu, sem fyrir hendi er. Æski- legt er að stofnuð verði ferðamálafélög í öllum landshlut- um og byggðarlögum, þar sem hagsmuna- og áhugaaðilar taka höndum saman um að gera ísland að ferðamanna- landi. — TK TÍMINN C. L. SULZBERGER: Þjððhöfðingjar taka sjálfir ákvarðanir í utanríkismáium Heimurinn er alltaf af smækka, utanríkismálin eru nánar tengd efna- hagsmálum og innlendum stjórnmálum en áður og ákvarðanir þarf oft að taka í skyndi. Af þessum sökum senda þjóðhöfðingjar oft sérstaka fulltrúa sína á vettvang þegar mikið er í húfi. HENAR fjölmörgu, sérstöku sendiferSir háttsettra banda- rískra embættismanna til fjar- lægra landa sýna 'enn einu sinni svart á hvítu, að forset- ar Bandaríkjanna eru gjarnir á að ganga fram hjá utanríkis- ráðherranum þegar til stendur að taka þær stjórnmálaákvarð anir, sem mestu máli skipta. Núna undangengnar vikur hefur Kissinger átt mjög mikil- vægar viðræður, bæði um horf- umar í Vietnam í bráð, ástand mála í Austur-Pakistan, og hugsanlega framvindu í sam- skiptunum við Kinverja í fram tíðinni. Agnew varaforseti hef- ur einnig ferðazt um ýms fjar- læg Austurlönd og komið tii margra mikilvægra Arabaríkja. Laird vamarmálaráðherra hef- ur átt afar mikilvægar viðræð- ur við Japani og Halma, for- stjóri CIA hefur farið mjög óvenjulega för til ísraels, til þe'ss að fullvissa sig úm líkurn ar á friði og möguleikana í stríði. ÞESSAR sendiferðir eru að því leyti sérstæðar og eftir- tektarverðar, að til þeirra vora kjörnir útvaldir fulltrúar for- setans, sem eru utanríkisráðu- neytinu óviðkomandi. Rogers utanríkisráðherra hefur einnig verið töluvert á ferðinni, en hann hefur ekki annast miklar stefnuákvarðanir utan land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs ins (sem aðrir menn sneiða hjá, þegar þeir geta komið því við). En utanríkisráðherrann hefur ekki verið í beinni snert- ingu við þá flóðbylgju stjóm- málasendiferða, sem yfir hef- ur gengið að undanfömu. Ekki er ný bóla að dregið sé úr áhrifum utanríkisráð- herra og þeirrar hneigðar gæt- ir víðar en í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa ekki haft nein um venjulega áhrifamiklum utanrfkisráðherra á að skipa undangengna hálfa öld, þegar frá era taldir þrir sérlega traustir og mikilhæfir menn, eða þeir MarshaU, Acheson og Dulles. Bandarískir forsetar — allt frá Wilson, um Roosevelt og fram til Nixons — hafa yfir- leitt hallazt að því, að beita sérstökum aðstoðarmönnum til framkvæmda, svo sem þeim House, Hopkins, Bundy, Rost- ow og Kissinger. ÞESSI hneigð mun að nokkru leyti stafa af því, að forset- amir hafa haft mjög aukin af- skipti af alþjóðamálum síðan í fyrri heimsstyrjöldinni. — Vegna þessara auknu afskipta hafa þeir túlkað til hins ýtrasta það stjórnmálavald, sem þeim er með óljósum orðum falið samkvæmt stjómarskránni. Sömu hneigðar verður vart meðal margra annarra þjóða, Dr. Kissinger, ráSgjafi Nlxons forseta f otattrikismáltmi þar sem þjóðhöfðingjamir ráða oftast mestu um stefnuákvarð- anir eins og nú er komið mál- um. Tími þeirra Talleyrands og Mettemichs er liðinn. Forsetar fimmta lýðveldisins í Frakklandi hafa farið með utanrikismálin eins og þeir bæra sérstaka ábyrgð á því sviði, fremur en franska utan- rfldsráðuneytið, enda þótt Maurice Couve de Murville, sem lengi var utanrOdsráð- herra de Gaulles, reyndist ein- staklega snjall og mikilhæfur maður — að svo miklu leyti sem fram gat komið vegna ofangreindra starfshátta for- setans. HEATH forsætisráðherra Breta er frumkvöðull og helzta driffjöður í brezkum utanríkis- málum eins og sakir standa. Svipuðu máli gegnir um Brandt kanzlara í Vestur-Þýzkalandi og eins „félaga“ Brezhnev í Sovétríkjunum, sem skákar hinni gömlu og þrautreyndu kempu Gromyko til hliðar í þessu efni. Helztu nýmælin í utanríkis- málum síðasta aldarfjórðung- inn hafa nálega öll verið kennd við forseta, forsætisráðherra eða hernaðarsérfræðinga. Næg ir í þessu sambandi að nefna kenningar, kenndar við þá Truman, Eisenhower, Brezhnev og Nixon, auk hinnar skamm- lífu Malinovsky-kenningar, sem varnamálaráðherra Krastjoffs bar fram um óskoraðan rétt til að ráðast gegn aðalstöðvum sérhverrar þeirrar hernaðar- hreyfingar, sem beint væri gegn „sósíalistaríkjum". Mars- hall-áætlunin bandaríska er eina undantekningin frá þess- ari nafngiftareglu. LÖGFRÆÐINGAR hafa eink um verið valdir til að gegna störfum utanríkisráðherra í Bandaríkjunum og nægir því til sönnunar að nefna þá Ache- son, Dulles og Rogers sem dæmi. Marshall hershöfðingi er alger undantekning í þessu efni — merkileg undantekning, sem ljómi leikur um. Annað er dálítið einkenni- legt í þessu sambandi, en það er, hve margir utanríkisráð- herranna hafa verið af kirkj- unnar mönnum komnir. Faðir Achesons var biskup og þeir Dulles og Rusk yoru báðir prestssynir. Þessi blanda for- tíðar og lærdóms þykir stund- um ýta undir lagalega sækni tíl sigurs og treysta jafnframt sið ferðislega sannfæringu um réttmætí mála. Franqois de Calliéres, stjóra- málaráðgjafi Lúðvíks fjórtánda Frakkakonungs, og höfundur sígildrar ritgerðar um samn- inga, skrifaði þó árið 1713: „Yfirleitt skapar laganám venjur og hugsanagang, sem illa henta við iðkun sjóm- mála“. Hann vildi sem sagt gefa í skyn, að lögfræðingum hættí fremur tíl að vera með- færilegir en vitrir. SLÍKAR almennar fullyrðing ar, sem þessar eru sýnilega ekki á réttum rökum reistar. Nægir í því sambandi að benda á þá staðreynd, að tveir áhrifa- mestu stjórnmálamenn Banda- ríkjanna á þessari öld vora lögfræðingar að mennt, — en það vora raunar einnig ýmsir þeirra, sem hvað áhrifaminnst- ir hafa orðið. Hin raunverulega ástæða þess, að stjómarleiðtogar hvar vetna hafa tekið forastu utan- rikismála í eigin hendur, er í senn samþjöppun heimsins og aukin háskasemi. Milliríkja- stjórnmál verða óhjákvæmilega að vera í beinum tengslum við efnahagsmál, varnarmál og inn- lend stjórnmál, og af þeim sök- um verður að taka sumar hinna mikilvægustu ákvarðana af meiri skyndingu en við verður komið í þeim utanríkisráðu- neytum, sem einkum ástunda gát og stefnufestu. ÞESSI framvinda ýtir undir aukin samskipti ríkisleiðtoga og svonefndar „beinar línur“ eða milliliðalaus orðaskiptí þeirra, eða umboð sérstakra sendimanna hverju sinni, frem ur en hinna föstu séndifulltrúa. Þetta hefur orðið tíl þess að draga úr almennri frægð fastra sendifulltrúa, nema þá einstakra afburðamanna á því sviði. Menn eins og Gromyko í Rússlandi og Douglas-Home í Bretlandi, eru að vísu kunnir vítt um lönd vegna langvarandi þjónustu. En ákvarðanir um stefnu í utanríkismálum eru þó, eins og málum er nú kom- ið, fyrst og fremst verk sér- Framhald á bls. 10. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.