Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 12
12 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR 4.000 KOSSAR Meira en 4000 pör tóku þátt í kossauppá- komu í Santiago í Chile sem þarlendur tannkremsframleiðandi stóð fyrir um helg- ina. Eins og sést á myndinni voru kossarnir sjóðheitir að hætti blóðheitra Chile-búa. SVÍÞJÓÐ Mijailo Mijailovic, sem í síðustu viku játaði á sig morðið á Önnu Lindh, fyrrum utanríkisráð- herra Svíþjóðar, var formlega ákærður fyrir morðið í gærmorg- un og munu réttarhöld, sem verð- ur útvarpað beint, hefjast í Stokk- hólmi á morgun. Samkvæmt ákæruskjölum, sem lögð voru fram í gær og fylla meira en 1.100 blaðsíður, var Anna Lindh stungin tíu sinnum í brjóst, maga og handleggi í árásinni þann 10. september. Hún lést af völdum áverkanna nóttina á eftir. Meðal sönnunarganga eru nið- urstöður DNA-rannsókna og myndbandsupptökur frá morð- staðnum, þar sem Mijailovic, sést skömmu fyrir morðárásina og aftur þegar hann yfirgefur versl- unarmiðstöðina á eftir. Við DNA- rannsókn fundust lífssýni úr Mijailovic á blóðugum morð- hnífnum. Eftir að Mijailovic var hand- tekinn 24. september neitaði hann stöðugt að hafa myrt Lindh en játaði síðan á sig morðið við yfirheyrslur 6. janúar. Hann sagðist hafa stungið Lindh eftir að hafa heyrt innri rödd sem skipaði honum að drepa hana og taldi að það hefði verið Jesús sem hefði valið hann. ■ Sveitarfélagið Ísafjarðarbærvarð til fyrir tæpum átta árum þegar íbúar sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum sam- þykktu sameiningu. Þetta voru Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Mýrar- og Mosvalla- hreppar. Við sameininguna varð til 4.600 manna sveitarfélag. Undanfarin ár hefur íbúum fækkað um tæp- lega 500 eða 10%. Sameiningin skilaði í raun sáralítilli hag- kvæmni rekstr- arlega. Ávinn- ingurinn kemur fyrst og fremst fram í yfir- stjórn, yfir- byggingin er minni og nefnd- ir og stjórnir færri. Bæjar- stjóri Ísafjarð- arbæjar segir að kerfinu sé um að kenna, ekki sé tekið til- lit til þess hve sameinað sveit- arfélag sé víð- lent og kjarn- arnir dreifðir. Verði þessu breytt, sé allt annað uppi á teningnum. Þá sé raunhæft að tala um frekari sam- einingu á Vestfjörðum, jafnvel allra sveitarfélaga á svæðinu. Sameining heillaspor „Ég er sannfærður um að fyr- ir svæðið í heild var sameiningin af hinu góða. Hún styrkti svæðið en ég hefði gjarnan viljað sjá Súðavíkurhrepp og Bolungarvík- urkaupstað með. Þá væri Ísa- fjarðarbær 5.500 manna sveitar- félag,“ segir Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hann segir að Ísafjörður hafi getað staðið undir öllum kröfum sem gerðar eru til sveitarfélaga og hafi í raun verið hagkvæm rekstrareining. Sveitarhrepparn- ir væru sömuleiðis á sléttum sjó en staða Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar væri trúlega önnur. „En það er mjög slæmt að tekjustofnarnir skuli vinna gegn jákvæðum þáttum sameiningar- innar. Ísafjarðarbær er eftir sameininguna miklu óhagkvæm- ari rekstrareining. Við erum með fjóra byggðakjarna og þurfum að halda uppi þjónustu á hverjum stað fyrir sig, almenningssam- göngum, skólum, höfn, áhaldahús og svo mætti lengi telja. Kerfið tekur hins vegar ekki tillit til þess hve reksturinn verður miklu þyngri. Gagnvart jöfnunarsjóði og öðrum slíkum þáttum þá er bara litið til þess að íbúar eru hér fleiri en 2000 og þar með eigum við að sjá um okkur sjálf. En Ísa- fjarðarbær er í raun margar litl- ar einingar, þó yfirstjórnin sé sameiginleg,“ segir Halldór. Þörf á breyttum reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Halldór nefnir sem dæmi að nú stendur fyrir dyrum bygging íþróttahúss á Suðureyri. Ef Suður- eyri væri sjálfstætt sveitarfélag, fengist helmingur stofnkostnaðar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en Ísafjarðarbær verður að standa straum af kostnaðinum, þar sem sveitarfélagið er með fleiri en 2000 íbúa. Sama á raunar við um meiriháttar vatnsveitufram- kvæmdir, stofnkostnað skóla- mannvirkja og kostnað við bygg- ingu eða kaup á húsnæði fyrir leikskóla. Þá fá sveitarfélög með færri en 2000 íbúa, verulegan hluta stofnkostnaðar stærri fram- kvæmda úr Jöfnunarsjóði. Stærri sveitarfélög fá eingöngu framlög úr sjóðnum vegna stofnkostnaðar við einsetningu grunnskóla. „Ég tel að það verði að breyta reglum um þetta. Það þarf að stórhækka framlög til stærri sveitarfélaga sem eru samsett eins og til að mynda Ísafjarðar- bær. Verði það gert, vinna tekju- stofnarnir með þeim jákvæðu þáttum sem fylgja sameiningu sveitarfélaga. Það gæti líka ýtt undir frekari sameiningu sveit- arfélaga,“ segir Halldór. Hann segir síðustu breytingu á lögum um Jöfnunarsjóð ekki hafa gengið nógu langt í þessa veru. Fjölmörg sveitarfélög séu í sömu stöðu og Ísafjarðarbær og því brýnt að ganga í málið. Samgöngubætur brýnar „Þegar komin verða göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, er mögulegt að sameina Ísafjarðar- bæ, Tálknafjörð og Vesturbyggð. Þar með væri komið um það bil 6000 manna sveitarfélag á Vest- fjörðum og ríflega 7000 manna sveitarfélag ef Súðavík og Bol- ungarvík slást í hópinn. Þetta er alls ekki fjarlægur draumur. Ég lít fyrst og fremst á svo víðtæka sameiningu sem möguleika til að efla stjórnsýslustigið. Með þessu værum við komin með eitt af stærri sveitarfélögum landsins og slagkrafturinn yrði umtals- verður. Út frá fjárhagnum, eins og hann er í dag, þá er þetta óframkvæmanlegt. Það þarf að gera róttækar breytingar á tekju- stofnum sveitarfélaga áður en frekari sameiningarskref verða stigin. Það verður að gera eitt- hvað af viti í þeim málum. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hall- dór. Hann segir samgöngubætur ennfremur forsendu svo víð- tækrar sameiningar. Að þessu tvennu fengnu séu mönnum allir vegir færir. „Ég sé þetta þess vegna fyrir mér eftir fimm til tíu ár,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.■ „Það þarf að gera rót- tækar breyt- ingar á tekju- stofnum sveit- arfélaga áður en frekari sameiningar- skref verða stigin. Það verður að gera eitthvað af viti í þeim málum, þetta gengur ekki lengur. Í HÉRAÐSDÓMI Mennirnir hafa þegar setið í gæsluvarð- haldi í mánuð. Afríkumenn: Varðhald framlengt GÆSLUVARÐHALD Gæsluvarðhald, yfir tveimur mönnum af afrískum uppruna sem handteknir voru á Keflavíkurflugvelli í byrjun des- ember, hefur verið framlengt um tvær vikur. Mennirnir hafa þegar setið í gæsluvarðhaldi í mánuð en þeir voru teknir með fjölda greiðslu- korta og mikið af fölsuðum per- sónuskilríkjum sem stemma við kortin. Mennirnir höfðu komið hingað til lands nokkrum vikum áður en þeir voru handteknir. Í þeirri ferð urðu þeir sér út um ís- lenskar kennitölur sem þeir not- uðu til að opna bankareikninga. ■ SEÐLABANKI EVRÓPU Dýrari í dollurum en nokkru sinni fyrr. Gjaldmiðlar: Evran aldrei verðmætari FRANKFURT, AP Evran náði methæð- um gagnvart dollar í gær en gaf svo eftir þegar Jean-Pierre Raf- farin, forsætisráðherra Frakk- lands, og Jean-Claude Triched, aðalbankastjóri Seðlabanka Evr- ópu, lýstu áhyggjum af því að sterk evra kynni að grafa undan efnahagslífi Evrópu. Hæst fór evran í 1,29 dollara en verðmæti dollarans hefur fall- ið um 30% á einu ári. Triched kallaði sveiflur í gengi gjaldmiðla öfgakenndar. Raffarin sagði óstöðugleika gjaldmiðla hvorki í þágu Evrópu né Banda- ríkjanna. ■ ALDRAÐUR ÓRÓASEGGUR Lög- reglumenn handtóku aldraða konu þegar flugvél, sem hún var farþegi í, lenti í Róm. Konan lenti í deilum við aðra farþega sem voru ósáttir við að hún léti hund sinn hlaupa fram og aftur eftir farþegahluta flugvélarinnar. Þeg- ar konan neitaði að hafa hundinn í fangi sér ákvað flugstjórinn að kalla á lögreglu. MIJAILO MIJAILOVIC Mijailovic á yfir höfði sér tíu ára til lífstíðar fangelsisdóm eða vistun á geðsjúkrahúsi. Morðið á Önnu Lindh: Mijailovic ákærður Úthafsrækja: Kvóti verði óbreyttur SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- unin leggur til að afli úr út- hafsrækjustofninum fari ekki yfir 20 þúsund tonn á yfirstandandi fisk- veiðiári en það er sami afli og ráð- lagður var í upphafi fiskveiðiársins. Niðurstöður endurskoðunar á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinn- ar fyrir úthafsrækju, sem lauk ný- verið, benda til að úthafsrækju- stofninn sé ívið stærri árin 2001 til 2003 en hann var í lægðinni árin 1999 og 2000. Hafrannsóknastofnunin telur að fari þorskgengd á rækjumiðunum vaxandi, þurfi að endurskoða þess- ar tillögur. ■ ■ Evrópa Staður Íbúar Ísafjarðarkaupstaður 3.386 Þingeyrarhreppur 434 Mýrarhreppur 68 Mosvallahreppur 73 Flateyrarhreppur 351 Suðureyrarhreppur 303 Samtals 4.615 (Íbúar voru 4.153 1.desember síðastliðinn) VESTURBYGGÐ Sameining fjögurra sveitarfélaga 11. júní 1994. Staður Íbúar Barðastrandarhreppur 128 Rauðasandshreppur 93 Patrekshreppur 901 Bíldudalshreppur 341 Samtals 1.463 (Íbúar voru 1.120 1. desember síðastliðinn) ÍSAFJARÐARBÆR Sameining sex sveitarfélaga 1. júní 1996. HALLDÓR HALLDÓRSSON Bæjarstjórinn sér fyrir enn frekari samein- ingu sveitarfélaga á Vestfjörðum innan fárra ára, að því gefnu að breyting verði á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og að jarðgöng verði boruð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Stærri sameining æskileg á næstu árum Reynslan af sameiningu sex sveitarfélaga í eitt á norðanverðum Vestfjörðum er jákvæð nema fjárhagshlutinn. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tekjustofna sveitarfélaga vinna gegn jákvæðum þáttum sameiningar. Þörf sé á róttækum breytingum þar á. ÍSAFJARÐARBÆR Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir góða reynslu af sameiningu sex sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum í eitt. Skipting tekjustofna sveitarfélaga vinni þó gegn jákvæðum þáttum sameiningar. Fréttaviðtal ÞRÖSTUR EMILSSON ■ ræðir við Halldór Halldórsson, bæj- arstjóra Ísafjarðarbæjar, um reynsluna af sameiningu sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum og mögulega sameiningu allra sveitarfélaga á Vest- fjörðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.