Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 2004 Lag ársins „Í lagi ársins finnst mér ekkert af þeim lögum sem eru tilnefnd vera eins afgerandi og lagið með Ske sem vann í fyrra,“ segir dr. Gunni, þegar hann kryfur fyrsta tilnefningaflokkinn í poppinu fyr- ir Íslensku tónlistarverðlaunin 2003. „Það er ekkert lag sem nær yfir árið og minnir mann á það sem gerðist á árinu. Þess vegna er fáránlegt að það skuli vera gengið fram hjá laginu „Ást á pöbbnum“ með Leoncie. Þetta eru samt ágætislög. Mess it Up kemst næst því að vera einkennislag ársins.“ Flytjandi ársins „Nú eru Mínus tilnefndir í fimm flokkum og það hefur nú verið tilhneiging til þess að sveit- ir í þeirri aðstöðu vinna nú oftast. Ef ég ætti að veðja, færu pening- arnir mínir á Mínus. Þeir hafa unnið heimavinnuna sína vel.“ Plötur ársins „Mínus er þegar búnir að taka þennan titill í könnun DV sem gef- ur yfirleitt ágætismynd af þessu. Platan er hörkugóð og hún á skilið að vinna.“ Söngvari ársins „Ég veit ekki hver á að vinna þetta. Þetta eru svo ólíkir söngv- arar og því erfitt að dæma um þetta. Krummi er náttúrlega fronturinn hjá Mínus og þeir eru svolítið að taka þetta. Ég hallast að honum. Hann er fínn söngvari þó hann sé ekki blæbrigðaríkur.“ Söngkona ársins „Þarna myndi ég nú halda að Birgitta vinni. Hún náði viðun- andi árangri í Eurovision en þrátt fyrir það sneri þjóðin ekki baki við henni, þvert á móti. Og svo, þvert á spár, varð Írafársplatan vinsæl fyrir jólin. Þrátt fyrir að vera þyngri en fyrri platan.“ Myndband ársins „Ég myndi nú leggja alla pen- ingana mína á þetta Sigur Rósar myndband, enda er það búið að fá stór og erlend verðlaun. Mér finnst samt Maus-myndbandið langskemmtilegast.“ Bjartasta vonin „Mér finnst að Skytturnar eigi að vinna þetta. Ungir strákar og búnir að leggja mikið í þessa plötu. Það er út í hött að hafa Brain Police þarna enda búnir að vera til í 5–6 ár. Þeir voru einmitt tilnefndir í sama lið árið 2000. Það getur þó vel verið að Mugison eða Ragnheiður Gröndal vinni, þau hafa verið mikið í umræðunni.“ ■ Tónlist ÍSLENSKU TÓNLISTAR- VERÐLAUNIN 2003 ■ Helsti poppfræðingur landsins, dr. Gunni, spáir í spilin. LAG ÁRSINS „Mess it Up“ - Quarashi „The Long Face“ - Mínus „Japanese Policeman“ - Kimono „Láttu mig vera“ - 200.000 Naglbítar „Ást“ - Ragnheiður Gröndal FLYTJANDI ÁRSINS Sálin & Sinfó Mínus Eivör Pálsdóttir Brain Police Stuðmenn Birgitta Haukdal HLJÓMPLATA ÁRSINS Maus - Musick 200.000 Naglbítar - Hjartagull Sálin & Sinfó - Vatnið Björgvin Halldórsson - Dúet Eivör Pálsdóttir - Krákan Brain Police - Brain Police Mínus - Halldór Laxness SÖNGVARI ÁRSINS Stefán Hilmarsson Krummi Jónsi Í svörtum fötum Björgvin Halldórsson Jenni úr Brain Police SÖNGKONA ÁRSINS Ragnheiður Gröndal Eivör Pálsdóttir Ragnhildur Gísladóttir Margrét Eir Birgitta Haukdal MYNDBAND ÁRSINS Sigur Rós - Ónefnt nr. 1 Maus - My Favourite Excuse Bang Gang - Stop in the Name of Love Land og Synir - Von mín er sú Mínus - Flophouse Nightmares BJARTASTA VONIN Mugison Skytturnar Ragnheiður Gröndal Brain Police Kimono Hverjir vinna tónlistarverðlaunin? DR. GUNNI Segir vanta Leoncie í tilnefningunum fyrir lag ársins. MÍNUS Gunni spáir því að Mínus-menn fari heim með þrenn af þeim fimm verðlaunum sem sveitin er tilnefnd fyrir. Áttatíu og átta ára gamallmaður gabbaði þjóf sem hafði brotist inn á heimili hans með því að gera sér upp hjarta- áfall. Að sögn lögreglunnar í Milwaukee í Bandaríkjunum braust þjófur inn á heimilið, tók gamla manninn traustataki og heimtaði peninga. Eftir að mað- urinn hafði ítrekað sagt þjófin- um að hann ætti enga peninga gerði hann sér upp hjartaáfall. Við það féllu gleraugu hans á gólfið. Sárþjáður bað hann þá þjófinn um að taka gleraugun upp fyrir sig. Þegar hann gerði það hljóp maðurinn eins og fæt- ur toguðu að dyrunum og kallaði á hjálp. Við það hljóp þjófurinn á brott án þess að fá svo mikið sem eina krónu frá manninum, sem slapp sem betur fer ómeiddur frá atvikinu. 19 ára gamall piltur var skömmu síðar handtekinn fyrir innbrotið og tilraun til ráns. ■ Þóttist fá hjartaáfall Skrýtnafréttin GABBAÐI INNBROTSÞJÓF ■ 88 ára maður gabbaði innbrotsþjóf upp úr skónum með því að gera sér upp hjartaáfall. UPP MEÐ HENDUR Þjófurinn fékk ekki krónu frá hinum 88 ára gamla manni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.