Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 30
Hrósið Tómas Lemarquis hefur veriðvalinn í „Shooting Star“ hóp- inn 2004, en árlega leggur European Film Promotion fram lista yfir unga og efnilega leik- ara sem vakið hafa sérstaka athygli og kynnir þá sérstaklega á kvikmyndahátíðum víða um heim. „Shooting Star“ hópurinn er kynntur með pompi og prakt á hverju ári á Berlínarhátíðinni sem hefst í byrjun febrúar en alls er 21 ungur leikari og leik- kona valin og eru þau Tómas Lemarquis, Maria Simon úr þýsku myndinni „Good bye Len- in“, hin spænska Elena Ananya úr myndinni „Van Helsing“ og Eva Birthistle úr bresku mynd- inni „Bloody Sunday“ sérstak- lega nafngreind í upphafi frétt- ar „Screen“, einu útbreiddasta kvikmyndatímariti heims um leikara „Shooting Star“ að þessu sinni. Tómas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í „Nóa albínóa“ og hlaut meðal annars Edduverðlaunin á síð- asta ári og var tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaun- anna. Hann bætist með þessu í fríðan flokk íslenskra leikara en áður hafa þeir Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðs- son, Baltasar Kormákur, Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir tekið þátt í „Shooting Star“. ■ Nói Albínói ■ Hróður Nóa albínóa hefur borist víða. Nýjasta upphefð myndarinnar er val aðalleikarans Tómasar Lemarquis í „Shooting Star“ hópinn. Rocky ...fær Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn, fyrir að hvetja bæjarbúa til að leyfa jólaljósum að loga áfram í myrkrinu sem nú grúfir yfir byggðinni. Stjarna á uppleið ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Þrjú ár. Ásbjörn Björgvinsson. Tvisvar. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 30 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR í dag Sýslumaður sakaður um vanrækslu og afglöp í starfi Danir vara okkur við morðum Hells Angels Védís Hervör Jólakort sem breytt- ist í matreiðslubók Mér finnst fiskur frekar vond-ur og því var þetta frekar krefjandi starf að finna góðar uppskriftir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði og harmonikkuleikari Spaðanna, en frá honum er að koma matreiðslubókin Fiskveisla fiskihatarans. „Upphaflega var þetta gert í gríni. Ég skrifaði þetta sem langt og ítarlegt jólakort handa vinum og ættingjum í hittiðfyrra.“ Gunnar Helgi segir að sér finn- ist ekki gaman að lesa bara upp- skriftir í matreiðslubókum. Það þurfi að vera einhver hugmynd að baki eða kenning. Þar sem Gunnar Helgi er stjórnmálafræðingur er kannski ekki skrýtið að einhverja pólitík sé að finna í matreiðslubók- inni. „Ég reyni að setja matinn í samhengi við þjóðfélagsmál eins og af hverju mótmælendur eru ekki eins miklir matreiðslumenn eins og kaþólikkar. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að kaþólikkar séu afslappaðri í návist nautna og matar en mótmælendur og leggi því meira upp úr matargerð. Nú hef ég verið að lesa um samhengi matar og stjórnmála og þetta er náskylt. Það má nefna til dæmis að baráttan um kryddið og krydd- verslun var helsta ástæða úlfúðar stórvelda fyrir nokkur hundruð árum. Eins var kaffið mjög um- deilt og bjórinn eins og við þekkj- um vel.“ Gunnar Helgi er að bauka við ýmislegt þessa dagana. Auk mat- reiðslubókarinnar skrifaði hann kafla í bók um sögu stjórnarráðs- ins sem kemur út í næsta mánuði. Jafnframt er nýr Spaðadiskur að koma út um næstu helgi. „Diskur- inn heitir Úr segulbandasafninu 1983–2003 og er viðhafnarúgáfa í tilefni 20 ára afmælis hljómsveit- arinnar. Við höfum líka alltaf haldið dansleik í febrúar og ég býst við að við gerum það einnig núna. Það er gaman að fíla sig eins og poppstjörnu með 400 manns öskrandi á dansleik.“ Á síð- asta dansleik hljómsveitarinnar leið yfir konu, en það fylgdi ekki sögunni hvort það hafi verið vegna nálægðar við hljómsveitar- meðlimi eða sökum þess hve léleg tónlistin var, að sögn Gunnars Bækur DR. GUNNAR HELGI KRISTINSSON ■ Gefur út matreiðslubók fyrir þá sem finnst fiskur ekki góður. DR. GUNNAR HELGI KRISTINSSON Það gilda ýmsar reglur þegar fiskihatarar elda fisk, eins og að hann má aldrei vera illa lyktandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Lárétt: 1 sleipur, 5 fataefni, 6 einkenn- isstafir, 7 öfug röð, 8 matargeymsla, 9 teikniblek, 10 geimvera, 12 maka, 13 nautgripir, 15 verkfæri, 16 málmur, 18 tað. Lóðrétt: 1 dirfska, 2 veru, 3 tveir eins, 4 frægur staður í Frakklandi, 6 mölva, 8 eiga heimili, 11 guð, 14 blóm, 17 skóli. Lausn: Lárétt: 1háll,5ull,6re,7gf, 8búr, 9 túss,1oet,12ata,13kýr, 15al,16króm, 18saur. Lóðrétt: 1hugrekki, 2álf, 3ll,4versalir, 6rústa,8búa,11týr, 14rós,17ma. TÓMAS LEMARQUIS: Þykir fara á kostum í hlutverki Nóa albínóa og hefur nú verið ásamt 20 öðrum ungum og efnilegum leikurum í „Shooting Star“ hópinn sem verður kynntur rækilega á Berlinarhátíðinni í næsta mánuði. Háskólabíó hefur hætt sýning-um á Opinberun Hannesar eftir Hrafn Gunnlaugsson en sýn- ingar á myndinni stóðu yfir í viku. Endanlegar aðsóknartölur liggja ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum frá kvikmynda- húsinu var hún frekar dræm. Miðasalan var sögð hafa verið „í lagi“ í nokkra daga en lítil sem engin þar fyrir utan. Fróðir menn í bíóbransanum segja því ljóst að þessi tilraun Hrafns Gunnlaugs- sonar, að sýna mynd í kvik- myndahúsi eftir að hún er sýnd í sjónvarpi, hafi misheppnast og fullreynt að slíkt borgi sig ekki. Þeir sem misstu af myndinni hafi greinilega verið tregir til að borga sig inn á hana og frekar lagst í leit að myndbandsupptök- um hjá vinum og kunningjum. Það er því ljóst að kostnaðurinn á bak við hvern seldan miða er ansi hár en talnaglöggir menn telja að með því að selja 500 miða hafi niðurgreiðslan á hvert sæti numið 44 000 krónum. Verst sótta mynd Danmerkur, fyrr og síðar, er talin hafa selt 145 miða og ef Hannes er á því róli er niður- greiðslan vitaskuld hærri sem því nemur. Fréttiraf fólki Ég er næstur í röðinni! Frábært! Nei, hvern djöfulinn ertu að gera, maður?! Þú átt að taka handsprengjuna af tröllkarlinum ÁÐUR en þú sagar af hon- um hausinn og stekkur niður í eldfjallið! Annars ertu ekki með nógu mikla orku til að gelda leðurblökuna á borði 47! Grjótþegiðu þarna þannig að ég geti einbeitt mér, annars geldi ég ÞIG!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.