Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 KASSATILBOÐ ódýrari! Einfaldlega Allt fyrir skrifstofuna á betra verði! verð kr.450,- Skeifunni Smáralind Akureyri Verslanir: 550 4100 •Pantanir: 550 4111 Fax:550 4101 ww.office1.is Skeifan • Smáralind • Akureyri bréfabindi frá kr.195,- O1 bréfabindi A4 7cm, ýmsir litir O1 bréfabindi A4 5cm, ýmsir litir kr.195,- Elba bréfabindi 5cm, ýmsir litir Elba bréfabindi 7,5cm, ýmsir litir kr.398,- Hágæða ljósritunarpappír Kúlupennar 50 stk. í pakka verð frá kr.695,- Dagbækur í miklu úrvali kr.1.595,- 5 búnt - 2500 blöð 319 kr. búntið 9 kr. Penninn Frábærtverð www. .is Taktu þátt í spjallinu á ... Heims- viðburðir Keisarinn hefur sprangað um ánýjum sparifötum heima á Krúttlandi um þessi áramót og mað- ur nennir varla að leggja orð í belg varðandi opinberanir, afhjúpanir og skort á gæsalöppum hér og þar. Hitt er skemmtilegra að nú eru runnir upp nýir tímar þar sem höfundar hinna og þessara verka munu héðan í frá svara gagnrýnendum fullum hálsi í stað þess að sitja hnípnir heima og þegja undir leiðinlegum árásum á listaverk þeirra. Listvið- burðir og bókaflóð framtíðar verða fyrir vikið fjörlegri og gagnrýn- endur mega fara að vara sig. ÚTLANDSMÁLARÁÐHERRA telur það heimsviðburð þegar hund- gamlar sprengjur úr stríðinu á milli Íraks og Írans finnast. Nú hefur hann fengið þrjátíu og sex glimrandi ástæður fyrir því að vera á listanum yfir staðfastar innrásarþjóðir. Ef nóg er grafið er víst að það má finna vopn í jörðu um allar trissur. Þau finnast jafnvel enn í kumlum frá landnámsöld hér á Fróni. ANNAR heimsviðburður og nokk merkari er þó að vísindamenn segja að milljónir dýra sem lifa á landi verði í útrýmingarhættu eftir fimm- tíu ár vegna hækkandi hitastigs á jörðinni. Allt er þetta tilkomið vegna koltvíoxíðmengunar sem mann- skepnan ber að miklu leyti ábyrgð á. Kannski verða flamengófuglar á Arnarvatnsheiði þegar ég verð níræð, villtar begóníur í Landmanna- laugum, Ítalía óbyggileg og lóan flúin á Norðurpólinn. Á meðan hunsa valdamestu ráðamenn heims Kyotosáttmálann og við hin brunum um hið dularfulla andrúmsloft á bensínfrekum einkabílaflota. BÚSSI fær það óþvegið frá helsta vísindaráðgjafa Breta sem segir að aðgerðaleysi Bandaríkjamanna í loftslagsmálum sé mun hættulegra mannkyni en sú ógn sem stafar af hryðjuverkum. Hagsmunir olíu- risanna ganga fyrir í húsinu hvíta og bókunin frá Kyoto er þeim síst í hag. Mikið væri nú gaman ef ofurlítið yfirvald norður í Dumbshafi hefði til þess metnað og reisn að leggja fram heildarstefnu svo vinna megi gegn þessari vá, útbúa svo sérlegan lista staðfastra þjóða til stuðnings Kyotosáttmálanum svo beita megi olíuvinina vestra þrýstingi því tíminn er naumur. Slíkir stuðnings- listar hafa reynst svo vel í allri bar- áttu gegn hryðjuverkum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.