Fréttablaðið - 15.01.2004, Page 1

Fréttablaðið - 15.01.2004, Page 1
VEÐUR Snjórinn náði sums staðar upp í rjáfur húsa á Dalvík þar sem snjórinn hefur hrúgast upp í of- viðrinu sem hefur geisað á norð- anverðu landinu síðustu daga. Ljósastaurar máttu sín einnig lít- ils og við eina götu bæjarins voru þeir svo gott sem komnir á kaf. Íbúum reyndist því allt annað en auðvelt að komast út. „Það er allt á kafi í snjó og björgunarsveitin hefur nóg að gera að keyra fólk til vinnu og hefur hreinlega þurft að moka fólk út úr húsum,“ segir Sævar Ingason lögreglumaður. Tvær trillur sukku í höfninni á Skagaströnd. Þær þoldu ekki ágang sjávar og snjó sem hlaðist hafði upp á þeim. Björgunar- sveitarmönnum tókst að bjarga tveimur öðrum trillum frá því að sökkva. Vindmælir við höfnina sýndi mest vindhraða upp á 44 metra á sekúndu og bilaði í þeirri hviðu. Því er óvíst hvort það hafi verið hvassasta hviðan í gær. Á Siglufirði gerði vöruskortur vart við sig eftir að ófært hafði verið til bæjarins um tveggja daga skeið vegna veðurs. Sjá síðu 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 36 Sjónvarp 40 FIMMTUDAGUR TVEIR KONTRABASSAR Bassaleik- ararnir Hávarður Tryggvason og Valur Pálsson frumflytja konsert fyrir tvo kontrabassa eftir Hauk Tómasson á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í kvöld. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ● uppáhaldsflík móeiðar Vinnustofan opin almenningi tíska o.fl. Ragna Fróðadóttir: ▲ SÍÐUR 24 til 25 15. janúar 2004 – 14. tölublað – 4. árgangur ● á antigua ● út í heim Námskeið um fegurstu staði heims ferðir o.fl. Ingólfur Guðbrandsson: ▲ SÍÐUR 26 & 27 HLUPU ÚT Á NÁTTFÖTUNUM Mæðgur forðuðu sér út úr brennandi húsi á Suðureyri í fyrrinótt. „Það var snælduvit- laust veður en ég fann ekki fyrir kuldan- um,“ segir móðirin, sem varð vör við eldinn og vakti dóttur sína. Sjá síðu 10 UM 20 Á GÖTUNNI Einstaklingar með geðröskun fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Þeir geta verið hættulegri en geðsjúkir einstaklingar en heilbrigðiskerfið tekur ekki tillit til þess. Sjá síðu 8 RÉTTARHÖLDIN HAFIN Svíar fylgdust ákafir með fyrsta degi réttarhaldanna yfir Mijailo Mijailovic, sem hefur játað að hafa orðið Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að bana. Hann segir enn að til- viljun hafi ráðið því að hann banaði henni en saksóknarar trúa því ekki. Sjá síðu 12 NÝTT UPPHAF Formaður samninga- nefndar Tryggingastofnunar ríkisins segir nýjan samning við sérfræðilækna geta markað nýtt upphaf í samskiptum stofnun- arinnar og sérfræðinga. Sjá síðu 8 KÓLNANDI OG STÖKU ÉL Nú sér fyrir endann á óveðrinu sem geisað hefur. Það lægir stöðugt eftir því sem á daginn líður. Víðast stöku él en úrkomulítið í borginni. Ískalt fram undan. Sjá síðu 6. ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Þrátt fyrir fimm tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut hljómsveitin Mínus aðeins ein verðlaun. Plata hennar, Halldór Laxness, var valin besta plata ársins í flokki popptónlistar. Eivör Pálsdóttir var valin söngkona ársins og flytjandi ársins ásamt hljómsveit sinni Krákunni. Ást í flutningi Ragnheiðar Gröndal var lag ársins. Sjá síðu 28 Sprengjurnar í Írak: Líklega ekki efnavopn ÍRAK, AP Rannsóknir danskra og bandarískra sérfræðinga benda til þess að sprengjukúlurnar sem sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar fundu í suðurhluta Íraks um helgina innihaldi ekki eiturefni. Að sögn danska hersins er þó ekki hægt að útiloka neitt að svo stöddu. Fyrsta greining breskra sér- fræðinga benti til þess að kúlurn- ar innihéldu sinnepsgas en nú eru þessar niðurstöður dregnar í efa. Sprengjukúlurnar hafa verið sendar á rannsóknarstofu í Idaho í Bandaríkjunum og er búist við því að endanlegar niðurstöður liggi fyrir eftir tvo til fjóra daga. ■ Hyggur ekki á breytingar Guðmundur Kristjánsson segist ekki stefna að grundvallarbreytingum á Útgerðarfélagi Akureyringa. Heimamenn eru ósáttir við söluna og segir bæjarstjórinn að félagið sé selt á upplausnarverði. VIÐSKIPTI Guðmundur Kristjáns- son útgerðarmaður, sem ásamt föður sínum og bróður hefur keypt Útgerðarfélag Akureyr- inga, segist ekki stefna að neinum grundvallarbreytingum á rekstri félagsins. „Þetta er gott félag. Þarna er gott fólk, vélar, tæki og mikil þekking,“ segir Guðmund- ur. Verðið sem greitt var fyrir félagið er níu milljarðar, sem Guðmundur segir hátt verð. „Þetta er dýrt. Þetta er okkar líf og yndi og það koma ekki oft svona tækifæri. Þessir hörðustu fjárfestar sem eru að ávaxta pen- inga hafa kannski ekki mikinn áhuga á þessu.“ Guðmundur hefur lifað og hrærst í sjávarútvegi um langt skeið, en ytri aðstæður greinar- innar hafa oft verið betri en nú. „Þetta lítur ekkert ofsalega vel út í dag, en maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Ég er með mitt fyrirtæki og finnst það passa vel við ÚA. Ég vil styrkja félagið.“ Guðmundur segist vera á leiðinni að heimsækja félagið. „Það er bara ekki flogið.“ Norðanmenn eru sumir hverjir uggandi eftir að ljóst varð að að- komumenn keyptu félagið en ekki fjárfestar úr röðum heimamanna. Þar rifja menn upp að eignir Bása- fells á Ísafirði hafi verið seldar burt í bútum þegar Guðmundur og félagar áttu það. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, telur söluverðið allt of hátt og að ganga þurfi á eigur Útgerðarfélagsins ef það eigi að standa undir lánunum. „Ef núverandi rekstur ræður ekki við þetta kaupverð, hvernig á Tjaldur þá að standa skil á því? Landsbankinn lánar sex millj- arða til kaupanna og skilaboð bankans til nýs eiganda eru væntanlega þau að hann geti far- ið með þetta fyrirtæki eins og hann lystir. Skilaboðin eru með öðrum orðum þau að að öllu óbreyttu þurfi kaupandinn í rauninni að ganga með einhverj- um hætti á eigur þess.“ haflidi@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Sjá síður 2 og 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Aftakaveður á norðanverðu landinu: Fólk fennti inni og bátar sukku F í t o n F I 0 0 8 6 2 5 GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Einn nýrra eigenda ÚA segir ekki stefnt að neinum grundvallarbreytingum á rekstri félagins. Verðið hafi verið hátt, en svona tækifæri gefist ekki oft. Kjarasamningar og ríkið: Lífeyrismálin ekki auðveld KJARAMÁL „Þetta er afskaplega stórt og þungt mál sem getur síð- an, ef við leysum einn áfanga þess, opnað stærri sár annars staðar. Þetta er ekkert sem ég sé fyrir mér að við get- um endilega klárað. En við munum svo sannarlega taka þátt í viðræðum við Alþýðusam- band Íslands um þessi atriði,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra um samræmingu lífeyrisréttinda landsmanna, að loknum fundi með fulltrúum ASÍ í gær. Rædd var aðkoma ríkisstjórn- arinnar að kjarasamningum en samræming lífeyrisréttinda er meðal áhersluatriða ASÍ. Forseti sambandsins segir ögurstund í líf- eyrismálinu, það verði að leysa það í tengslum við gerð næstu kjarasamninga. Sjá nánar á bls. 14 DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra segir samræmingu lífeyrisréttinda varla verða leysta í einum áfanga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.