Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 2
2 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR „Þú ert alveg milljón.“ Jóhannes Kristjánsson eftirherma keypti sér lottó- miða á Ísafirði fyrir helgina og eftir að hann sótti 7.240 krónu vinning fyrir fjóra rétta í sjoppunni sem seldi miða með fimm réttum fyrir vestan komst sú saga á kreik að hann væri orðinn milljónamæringur. Spurningdagsins Jóhannes, varstu að herma eftir milljóner? ■ Flug Söluverð Brims fer yfir 20 milljarða Eimskipafélagið mun fá yfir 20 milljarða fyrir Brim. Auk þess fær Landsbank- inn þóknun og lánaviðskipti vegna sölunnar. Viðræður standa yfir um kaup heimamanna á Skagstrendingi. Verðið sem greitt er fyrir Brim þykir hátt. VIÐSKIPTI Feðgarnir Kristján Guð- mundsson, Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir hafa keypt Útgerð- arfélag Akureyringa af Eimskipa- félaginu. Kaupverðið er níu millj- arðar króna. Grandi keypti Harald Böðvarsson á 6,8 milljarða. Sam- hliða því keypti HB fjölskyldan, ásamt Tryggingamiðstöðinni, tæp- lega tíu prósenta hlut í Granda. Gengið var frá samningum í fyrri nótt og þeir tilkynntir í Kauphöll Ís- lands skömmu eftir opnun hennar. Eimskipafélagið fær 16,8 millj- arða fyrir fyrirtækin. Unnið er að sölu Skagstrendings og er talið að tveir og hálfur til þrír milljarðar fáist fyrir fyrirtækið. Boyd Line í Bretlandi, sem var í eigu ÚA, er fyrir utan þessi viðskipti og verður selt sérstaklega. Áætlað er að rúm- ur milljarður fáist fyrir fyrirtækið. Eimskipafélagið mun því að öllum líkindum fá ríflega 20 milljarða fyrir Brim. Sérfræðingar á mark- aði telja verðið fyrir félögin hátt. Töluverður virðisauki hefur orðið innan Eimskipafélagsins og er bók- færður söluhagnaður vegna söl- unnar 2,5 milljarðar. Verðhækkun- in á fyrirtækjunum er að mati sér- fræðinga langt yfir þróun annarra sjávarútvegsfyrirtækja á markaði. Margir töldu að Landsbankinn og Björgólfur Guðmundsson hefðu teygt sig langt þegar ráðist var í yfirtöku Eimskipafélagsins. Salan nú bendir til þess að þeir hafi haft erindi sem erfiði. Erfitt er að átta sig nákvæmlega á afrakstrinum, þar sem ekki liggur fyrir hversu miklar skuldir fylgja með í kaup- unum. Við það bætist að Lands- bankinn fjármagnar kaup beggja kaupenda, sem eykur tekjur bank- ans. Magnús Gunnarsson, stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, seg- ist ánægður með niðurstöðuna. Hann segir ekki ljóst hvenær nið- urstaða fáist í viðræðum um Skag- strending. Viðræður eru hafnar við heimamenn. Hreppurinn á bréf í Eimskipafélaginu sem hafa hækk- að frá því þau voru keypt. Verð- mæti þeirra gætu numið yfir hálf- um milljarði. Endanlegt verð fyrir Skagstrending mun liggja á bilinu 2,5 til þrír milljarðar. Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda, segir að gætt verði að stöðu HB sem vinnuveitanda á Akranesi. Markmiðið sé að efla starfsemi félagsins. Sturlaugur Sturlaugsson tekur í sama streng og segir áherslu lagða á að styrkja félagið í vaxandi samkeppni og versnandi rekstrarumhverfi. Þeir segja verðið sem greitt var fyrir félagið viðunandi. haflidi@frettabladid.is Fimm brutust inn á heimili í Kópavogi: Vopnaðir sveðjum ÁRÁS Maður og kona, 25 ára og 24 ára, eru í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunuð um líkamsárás, rán og frelsissviptingu en fimm manns réðust inn í íbúð í vesturbæ Kópavogs um klukkan átta á þriðjudagskvöld. Árásin hefur ver- ið kærð. Húsráðandinn vildi ekki tjá sig um árásina þegar Frétta- blaðið ræddi við hann, sagði það vera fyrirmæli frá lögfræðingi sínum. Fimmmenningarnir sem réðust inn í íbúðina voru vopnaðir sveðj- um og hafnaboltakylfum og réðust að húsráðanda og sambýliskonu hans. Þeir skemmdu hluti í íbúð- inni, stálu fartölvu og námu kon- una á brott með valdi. Hana fóru þeir með í hraðbanka þar sem hún var neydd til að taka út peninga af reikningi sínum, en að því loknu var henni skilað aftur. Lögreglan telur að árásarmennirnir hafi ver- ið að innheimta skuld. Um þremur tímum eftir árásina hafði fólkið sem varð fyrir árásin- ni samband við lögreglu. Þau gátu gefið lögreglu lýsingu á árásar- mönnunum og bílnum sem þeir voru á. Lögreglan í Reykjavík fann bílinn síðar um nóttina við hús í austurbæ Reykjavíkur og handtók konu og mann sem grunuð eru um árásina. Þau hafa bæði komið áður við sögu lögreglu. ■ Heimahjúkrun: Viðræður út um þúfur HEILBRIGÐISMÁL „Það er engin sátt í deilunni,“ sagði Kristjana Guð- jónsdóttir, starfsmaður heima- hjúkrunar, eftir fund sem fulltrú- ar heimahjúkrunarinnar áttu með fulltrúum Heilsugæslunnar í gær. Fulltrúar heimahjúkrunar lögðu fram tilboð sem Heilsugæslan taldi ekki grundvöll til frekari viðræðna, að sögn Kristjönu. Því slitnaði upp úr viðræðum og hefur enginn fundur verið boðaður. „Það er óbreytt ástand þar sem báðir aðilar halda fast við sitt,“ sagði Kristjana. Starfsfólk heima- hjúkrunar ætlar að hittast í dag og fara yfir stöðuna. ■ Sjávarútvegsráðherra: Hagsmunir tryggðir SJÁVARÚTVEGUR „Ég tel ljóst að kaupendur þessara sjávarút- vegsfyrirtækja ætli að reka þau áfram á þeim stöðum sem þau eru á í dag, enda sterk fyrirtæki í g ó ð u m rekstri. Ég held að starfsmenn og aðrir sem tengj- ast þeim geti verið r ó l e g i r v e g n a b r e y t i n g - anna,“ segir Á r n i Mathiesen sjávarútvegsráðherra um söl- una á sjávarútvegshluta Eim- skips. Hann telur hagsmuni byggðarlaganna sem tengjast fyrirtækjunum eins vel tryggða og áður og segir ekkert benda til þess að rífa eigi þau upp með rótum og gera stórkostlegar breytingar sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. ■ Sala ÚA: Heimamenn áhrifalausir SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri g r æ n n a , segir að það hafi komið á óvart h v e r s u hratt salan á Útgerðar- félagi Ak- ureyringa hafi gengið fyrir sig. „Heima- menn virð- ast hafa verið al- g j ö r l e g a áhrifalausir áhorfendur að þessu og óneitan- lega er ég dálítið agndofa yfir þessari hröðu atburðarás,“ segir Steingrímur J. „Menn í öðrum landshlutum hafa kvartað mikið undan því að Akureyringar væru að sanka til sín veiðiheimildum. Þetta sýnir mönnum að ekki einu sinni stærstu byggðarlögin ráða sér endilega sjálf í þessu kerfi. Það er enginn öruggur og að lokum er það bara fjármagnið sem ræður.“ ■ SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarfélag Akureyringa var selt í skjóli nætur og án þess að heimamönn- um gæfist nokkurt tækifæri til að ræða málið við seljendurna. Þetta kemur fram í harðorðri yfirlýs- ingu frá Kaupfélagi Eyfirðinga um sölu ÚA til Kristjáns Guð- mundssonar og sona. Í yfirlýsingunni mótmælir KEA óábyrgum vinnubrögðum Landsbankans og Eimskipa- félagsins harkalega og áskilur sér allan rétt til eftirmála. Þegar Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, var spurður út í það hvort eða hvernig KEA hygðist leita réttar síns svaraði hann: „Ég vil ekkert tjá mig um það.“ Stjórnendur KEA gagnrýna mjög söluferlið og segja Lands- bankann, sem hafði milligöngu um kaupin, hafa spilað það af fingrum fram, eflaust með samþykki Eim- skips. Þeir segja að Kristján Guð- mundsson sé „...þekktastur fyrir að hafa keypt stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki á Vestfjörðum [Básafell] og brytjað það í spað. Fróðlegt væri að vita hvaða hugmyndir hann hef- ur kynnt Eimskipafélaginu um framtíð ÚA,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnendur KEA telja að gengið hafi verið framhjá fyrir- tækinu þrátt fyrir háa verðhug- mynd um ÚA og þrátt fyrir yfir- lýsingar um vilja til að selja heimamönnum. ■ ENGIR BEITTIR HNÍFAR Í FRÍHÖFN- INNI Yfirmenn Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að banna notkun beittra hnífa á veit- ingastöðum í fríhöfninni. Ákveðið var að fjarlægja alla hnífa á frí- hafnarsvæðinu eftir að dönskum blaðamanni tókst að smygla níu sentímetra löngum steikarhníf út úr veitingastað og að hliðinu þar sem hann átti að stíga um borð í flugvél til Parísar. NORSKUR AUÐKÝFINGUR HRAPAÐI TIL BANA Norski auðkýfingurinn og ævintýramaðurinn Arne Næss lést af slysförum í fjallgöngu í Suð- ur-Afríku, 66 ára að aldri. Næss, sem var vanur fjallgöngumaður, var einn á ferð þegar hann hrapaði til bana í mikilli þoku í Franschoek- fjöllunum. Næss var giftur söng- konunni Díönu Ross í tíu ár og átti með henni tvö börn. ■ Norðurlönd VINNUBRÖGÐ GAGNRÝND Stjórnendur KEA gagnrýna mjög söluferlið og segja Landsbankann, sem hafði milligöngu um kaupin, hafa spilað það af fingrum fram, eflaust með samþykki Eimskips. ÁRNI MATHIESEN Sýnir að stærri fyrirtæki geta brotnað upp eins og minni sameinast. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fiskvinnslufólk, sveitar- félög og byggðarlög áhrifalaus fórnarlömb. Stjórnendur KEA gagnrýna sölu ÚA í harðorðri yfirlýsingu: Áskilja sér rétt til eftirmála Viðskiptaráðherra: ÚA áfram á Akureyri VIÐSKIPTI „Eftir að hafa hitt nýja eigendur ÚA líður mér miklu bet- ur. Og ég trúi því að þeim sé full al- vara með það að ætla að reka fyrirtækið í þeirri mynd sem það er. Ég hef orð þeirra fyrir því. Það er mjög mik- ilvægt,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og fyrsti þingmaður Norð- austurkjördæmis, í gærkvöld. Hún hafði þá rætt við fulltrúa nýrra eigenda Útgerðarfélags Akureyringa. „Ég batt auðvitað vonir við að heimamenn keyptu ÚA og það hefði verið mér ákaflega mikið að skapi ef KEA hefði gert það. En nýir eigendur eru öflugir menn og ég vona að þeir geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að eignast ÚA.“ ■ VÍÐAST FLUGFÆRT Í gærmorgun var orðið flugfært til Egilsstaða, Hornafjarðar og Vestmannaeyja en ekkert var flogið á þriðjudag. Byrjað var að fljúga á Akureyri klukkan tvö og Sauðakrók hálf sjö. Þá var ekkert flogið til Ísa- fjarðar. ÁNÆGÐUR MEÐ SÖLU Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, má vera ánægður með söluna á Brimi. Félagið fær gott verð fyrir sjávarútvegsstoðina. Landsbankinn kætist einnig, því lánaviðskipti og þóknanir fylgja með þessum viðskiptum. SALA Á BRIMI ÚA 930 milljarðar HB 7,8 milljarðar Skagstrendingur 2,5- 3,0 milljarðar Boyd Line rúmur milljarður Samtals 20,3 til 20,8 milljarðar FASTOW OG FRÚ Lea og Andrew Fastow yfirgefa dómshúsið í Houston í Texas. Fjármálastjóri Enron: Hyggst játa sig sekan TEXAS, AP Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri orkufyrirtækisins Enron, hefur fallist á að játa sig sekan um nokkur ákæruatriði gegn því að hann verði aðeins dæmdur í tíu ára fangelsi, að sögn ónafn- greindra heimildarmanna. Eigin- kona hans Lea, sem einnig starfaði í fjármáladeild fyrirtækisins, ætlar einnig að játa sig seka. Fastow er ákærður fyrir fjár- svik, peningaþvætti og samsæri um að fela skuldir Enron og ýkja hagn- að. Talið er að játning hans geti hjálpað saksóknurum að varpa ljósi á hlut æðstu ráðamanna Enron í fjársvikamálinu sem varð fyrirtæk- inu að falli í desember 2001. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Hefði viljað að heimamenn keyptu ÚA en sátt eftir að hafa rætt við nýja eigendur félagsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.