Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 4
4 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Á Reykjavíkurborg að veita Leikfélagi Reykjavíkur aukafjár- veitingu? Spurning dagsins í dag: Verður ÚA rekið áfram á Akureyri? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 56,4% 43,6% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Veður Mælirinn bilaði þegar vindurinn fór í 44 metra á sekúndu: Tveir bátar sukku í Skagastrandarhöfn VEÐUR Tveir sex tonna bátar þoldu ekki blindbylinn sem gekk yfir Skagaströnd og sukku í höfninni að- faranótt miðvikudags. Ekki mátti miklu muna að fleiri bátar færu sömu leið því í gær náðu björgunar- sveitarmenn að koma í veg fyrir að tvær átta tonna trillur sykkju einnig. Mikill snjór settist á bátana og sjór flæddi inn á bátana í öldu- ganginum. Björgunarsveitarmenn notuðu dælur til að dæla sjónum úr bátum í höfninni. Ekki verður reynt að ná bátunum sem sukku upp fyrr en veður lægir. „Það var snælduvitlaust veður hérna og ekki stætt úti, stórir og miklir menn áttu í erfiðleikum með að vera úti, rokið var svo mikið. Við erum með vindmæli niðri á höfn og sýndi hann hæst 44 metra á sekúndu en við það bilaði hann. Það er því hugsanlegt að vindhraðinn hafi farið hærra,’’ segir björgunar- sveitarmaður á Skagaströnd. Skólahaldi var aflýst á Skaga- strönd í gær og á þriðjudag. Allar götur voru ófærar og atvinnustarf- semi lá niðri. Víða fennti svo upp að húsum að ómögulegt var að komast út. ■ Hættuástand vegna snjóflóðahættu Rýma þurfti íbúðarhús í Seljalandi í Skutulsfirði vegna snjóflóðahættu. Íbúi segir meiri hættu en áður en byrjað var að reisa snjóflóðavarna- garð. Snjóflóð féllu á Vestfjörðum en hætta stafaði ekki að fólki. SNJÓFLÓÐ „Það höfðu einhverjar spýjur fallið úr hlíðinni hér fyrir ofan og þá var ákveðið að rýma húsið,“ segir Svanhildur Þórðar- dóttir, sem þurfti að rýma heimili sitt aðfaranótt m i ð v i k u d a g s . Svanhildur býr ásamt Magna Guðmundssyni eiginmanni sín- um í Seljalandi, í nágrenni Ísa- fjarðar. Þar þótti ekki óhætt að hafast við vegna snjóflóðahættu og bankaði lögregla upp á hjá þeim klukkan eitt eftir miðnætti og sagði þeim að rýma hús sitt. „Við höfum ekki fengið leyfi til að fara heim ennþá en maður- inn minn vinnur í netagerðinni. Þar hefur hættu- ástandi verið af- lýst og menn eru komnir til vinnu.“ Svanhildur og Magni þurftu ekki að fara langt þegar þau rýmdu heimili sitt. „Við erum með lítið sumarhús hér rétt hjá og fórum strax þangað. Þar get- um við verið út af fyrir okkur.’’ Svanhildur segir þau hjón ekki hafa orðið smeyk. Þau séu vel vöktuð og gott eftirlit sé með staðnum. „Við höfum ekki þurft að rýma nema einu sinni síðan 1999. Þetta er aðallega pirrandi ástand, við fengum bréf frá um- hverfisráðuneytinu þar sem seg- ir að við megum ekki búa þarna vegna snjóflóðahættu. Ofan- flóðasjóður á að sjá um að kaupa upp húsið en ekkert gerist. Við erum í lausu lofti, umhverfis- ráðuneytið sér um þennan sjóð og ætti að vera búið að gera eitt- hvað fyrst okkur er bannað að búa þarna.“ Unnið er að byggingu snjó- flóðavarnagarðs ofan heimilis Svanhildar og Magna. „Eins og hann er núna beinir hann snjóflóð- um beint á húsið okkar. Ástandið er því hættulegra en það var áður en byrjað var að byggja hann.“ Mikill viðbúnaður hefur verið á Norðurlandi og Vesturlandi vegna snjóflóðahættu. Eitthvað var um snjóflóð á Vestfjörðum en fólki stafaði ekki hætta af. eb@frettabladid.is Illviðrið: Að mestu gengið niður VEÐUR Sigurður Þ. Ragnarsson segir að skilin sem valdið hafa mikilli ofankomu og hvassviðri séu að mestu gengin austur fyrir land, dregið hafi úr vindi og ofankomu. „Það verður nú samt engin bongóblíða nema þá kannski helst suð- vestan til.“ Sigurður segir að él verði á víð og dreif á næstu dögum og það komi til með að kólna hressilega. „Frostið inn til landsins gæti farið niður í tuttugu stig þegar líður að helgi. Bú- ast má við að veðrið geti rokið eitt- hvað upp norðvestantil á landinu en við ættum að geta gefið út dánar- vottorð á þetta illviðri í dag.“ ■ Skilorðsbundið fangelsi: Káfaði á börnum DÓMUR 28 ára maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til þriggja ára, í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær, fyrir kynferðislega áreitni gegn tveimur stúlkum fæddum árið 1992 og 1989. Framburður stúlknanna þótti trúverðugur þrátt fyrir neitun ákærða. Í ákæru kemur fram að hann hafi káfað innanklæða á brjóstum stúlknanna og einnig á rassi annarrar þeirra. Maðurinn var hins vegar sýkn- aður af að hafa 59 barnakláms- myndir í tölvu sinni þar sem myndirnar voru í tímabundnum möppum. Ekki þótti víst að maðurinn hefði sjálfur vistað þær því það gæti hugsanlega gerst sjálfkrafa. ■ FLUTNINGABÍLL FAUK Flutninga- bíll fauk út af þjóðvegi eitt skammt frá afleggjaranum að Hvammstanga á áttunda tíman- um í gærmorgun. Bílstjórinn slasaðist á baki og var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga. Lögreglan á Blönduósi segir aftakaveður og hálku á vegum hafa orsakað útafaksturinn. VÖRUSKORTUR Á SIGLUFIRÐI Vöruskortur gerði vart við sig á Siglufirði í gær. Helst vantaði mjólk og grænmeti. Skortinn mátti rekja til þess að ófært var vegna veðurs í tvo sólarhringa. Í gær átti að gera tilraun til að moka leiðina til Hofsóss svo hægt væri að flytja vörur á milli. LÍTIL SJÓSÓKN Lítil sjósókn var á miðum í gær samkvæmt upplýs- ingum frá Tilkynningaskyldu. Um hundrað bátar voru skráðir á sjó en eðlilegt er miðað við árs- tíma að í kringum 500 bátar rói. Tilkynningaskylda segir Horn- firðinga helst hafa kíkt á miðin. Barna- og unglinganámskeiðin „Kátir krakkar“ fyrir 7 til 12 ára og „Unglingafjör“ fyrir 13 til 16 ára eru að hefjast í Heilsugarði Gauja litla Þessi vinsælu námskeið eru ætluð börnum og unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða og/eða hafa orðið fyrir aðkasti vegna líkamsútlits. Unnið er náið með börnunum og foreldrum þeirra sem fá fræðslu frá næringar ráðgjafa. Dagskráin er fjölbreytt með skemmtilegum nýjung - um. Námskeiðin skila góðum árangri og auka sjálfs traust og lífsgleði barnanna. Takmark aður fjöldi þátttakenda gerir námskeið ið persónulegra og árangurs - ríkara. Upplýsingar og tímapantanir í síma 561 8585 eða 660 8585 Tinna Björt Magga Sigga Jón Páll Agnar Jón Gaui litli KEMST EKKI ÚT Það þýddi lítið að opna sumar dyr á Skagaströnd í gær. Snjórinn lokaði út- gönguleiðum. RÝMT VEGNA SNJÓFLÓÐAHÆTTU Snjóflóðavarnagarður sem verið er að byggja beinir snjóflóðum beint að húsi Svanhildar Þórðardóttur og Magna Guðmundssonar. Hús þeirra var rýmt í fyrrinótt. SVANHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR Rýmdi hús sitt í fyrsta skipti síðan 1999. Húsin eins og stórir snjóskaflar: Snjór upp í rjáfur VEÐUR Dalvík breyttist í snjóhúsa- byggð síðustu daga. Snjónum hef- ur kyngt niður og er svo komið að fólk hefur átt í stökustu vandræð- um með að komast út. Snjór hefur náð upp í rjáfur húsa þar sem mest er og á sumum stöðum hefur fólk getað litið niður á ljósastaura sem það gengur framhjá. „Það er allt á kafi í snjó og björg- unarsveitin hefur nóg að gera að keyra fólk til vinnu og hefur hrein- lega þurft að moka fólk út úr hús- um. Sum hús eru eins og stór skafl. Þá fóru ljósastaurar á kaf við Öldu- götuna,“ segir Sævar Ingason, lög- reglumaður á Dalvík. Skólahaldi var ekki aflýst, en stefnan á Dalvík er sú að loka aldrei skólanum þótt ófært sé, foreldrar eru látnir meta aðstæður og ákveða hvort börn þeirra fari í skólann. ■ Daglegt líf úr skorðum: Lítið um skólahald VEÐUR Skólahald var víða fellt niður í gær, annan daginn í röð. Skólahald féll niður á Flateyri, Blönduósi og í nágrenni Akureyrar. Víða annars staðar var skólahald ekki fellt niður formlega en foreldrum látið eftir að meta aðstæður og ákveða hvort þeir vildu að börn sín færu í skóla. Nokkuð hafði dregið úr ofan- komu á Vestfjörðum í gær og varð fært milli þéttbýlisstaða um tvöleytið. Á Norðurlandi og Vestur- landi var víða ófært. Aðalgötur voru þó orðnar færar á Akureyri og unn- ið var að því eftir hádegi að gera fært inn í íbúðahverfi. Á Blönduósi var eingöngu jeppafært. ■ MOKAÐ FRÁ ÞAKINU Ekkert lát virtist vera á snjókomunni á Dalvík. M YN D /H AU KU R G U N N AR SS O N Hasssmygl: Smygluðu 15 kílóum FÍKNIEFNI Átta kíló af hassi voru í vörusendingu sem vitjað var á vöruhótel í síðustu viku. Við rann- sókn málsins kom í ljós að þeir sem stóðu að innflutningnum höfðu tvisvar áður flutt inn hass með Norrænu, tvö og fimm kíló. Hassið var falið í bíl. Upphaflega voru fjórir hand- teknir vegna málsins. Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en einum þeirra var sleppt í gær. Að sögn lögreglu var yfirheyrslum yfir manninum lokið og var hon- um sleppt eftir að hann var leidd- ur fyrir dómara þar sem hann staðfesti þær skýrslur sem teknar höfðu verið af honum. ■ „Þetta er aðallega pirr- andi ástand.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.