Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 8
8 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Óheppinn lottóspilari „Ég var með fjóra rétta og fékk rúmar sjö þúsund krónur. Þessi peningur breyttist skyndilega í 15 milljónir.“ Jóhannes Kristjánsson eftirherma í Frétta- blaðinu 14. janúar um lottómiða sem hann keypti á bensínstöðinni á Ísafirði þar sem 15 milljóna króna vinningur gekk út. Enginn einkavinur „Þetta er ekki svaravert. Ég er enginn einkavinur Davíðs...“. Hallur Hallsson, almannatengill og álitsgjafi, í DV 14. janúar aðspurður um það hvort starf hans í þágu forsætisráðuneytisins sé tilkomið vegna framgöngu hans við að berja á meintum andstæðingum Davíðs Oddssonar. Gjafir eru yður... „Það er sjaldgæft að fólk gefi mér bók. Ég á talsvert mikið af þeim...“. Sigurður Svavarsson bókaútgefandi til fjölmargra ára og afmælisbarn, í Fréttablaðinu 14. janúar. Orðrétt Samningur sérfræðilæknanna: Getur markað nýtt upphaf HEILBRIGÐISMÁL „Ef vel verður á þessu samkomulagi haldið getur það að vissu leyti markað nýtt upp- haf, bæði hvað varðar samskipti að- ila og hvernig þessum samningum verður fyrir komið í framtíðinni,“ segir Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar heilbrigðisráðu- neytisins, samkomulag það sem samninganefndir ráðuneytisins og Læknafélags Reykjavíkur undir- rituðu í fyrradag. Fjölmennur fundur sérfræði- lækna um samkomulagið samþykkti það í fyrrakvöld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þau féllu þan- nig að 111 samþykktu samninginn, 29 voru á móti honum og 12 skiluðu auðu. Spurður um innbyrðis tilfærslur á afsláttarkerfinu, sem samningur- inn hefði falið í sér, sagði Garðar að samið hefði verið um afslætti með tilteknum hætti. Því kerfi hefði verið breytt milli lækna innbyrðis. Þeim breytingum hefðu þeir sjálfir stýrt. Niðurstaðan fyrir heilbrigðis- yfirvöld væri sú sama og breytingin kæmi ekki að neinu leyti við sjúk- linga. ■ HEILBRIGÐISMÁL „Ég áætla að það séu 16–17 einstaklingar með per- sónuleikaröskun af einhverju tagi sem eru á götunni núna,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar. „Læknar vilja alls ekki blanda þeim við geðsjúka einstaklinga þar sem kenningin segir að þeir séu ekki geðsjúkir. En það eru engu að síður þeir, sem eru hættulegastir. Ef bætt er við þeim geðsjúku einstaklingum sem einnig eru á götunni má áætla að alls séu þetta um tuttugu einstak- lingar í allt. „Það er sammerkt með öllum þessum tuttugu, að þeir eru í ein- hvers konar neyslu. Þeir eru allir öryrkjar og eru allir á götunni.“ Fréttablaðið hefur undanfarn- ar vikur fylgst með málefnum einstaklings sem er „utan kerfis“ ef svo mæti segja. Hann flokkast ekki undir að vera geðsjúkur. Engu að síður hefur hann verið til mikilla vandræða. Honum var gert að flytja úr húsnæði sínu 17. nóvember og fór þá í felur, en læsti sig síðan inni. Hann hefur frelsissvipt fólk, hótað því, skemmt eigur þess og haft uppi ógnandi tilburði. Um áramótin barði hann mann þannig að stórsá á honum. Óskað var eftir nálgun- arbanni á hann 20. ágúst á síðasta ári. Það strandaði á því þá að það fengjust tilskilin vottorð frá læknum. Sá angi málsins mun þó vera kom- inn í vinnslu núna. Þrjár kærur á manninn liggja fyr- ir hjá lögreglu. Mál þessa manns hefur verið á borði Geðhjálpar í langan tíma en ekki fást úrræði fyrir hann. „Lögreglan tekur þessa tuttugu einstaklinga sem einn hóp,“ segir Sveinn. „Heilbrigðisyfirvöld synja hins vegar allri meðferð á þessum persónuleikaröskuðu ein- staklingum þar sem þeir eru ekki skilgreindir geðsjúkir, jafnvel þó þeir eigi við geðræn vandamál af ýmsum toga að etja. Það verður að breyta vinnulagi dómsmála- og heilbrigðisyfirvalda og síðast en ekki síst félagsmálayfirvalda. Það verður að samræma vinnubrögð þessara þriggja aðila um aðstoð við þetta fólk.“ Sveinn segir að lögreglan hefði jafnvel ekki fyrir því að kalla viðkomandi til yfirheyrslu, ef til- efni væri til, því þeirra biðu engin önnur úrræði en að setja þá á göt- una aftur. jss@frettabladid.is LÉTUST ÚR LUNGNABÓLGU Tveir afrískir hermenn frá Tógó og Níger létust úr lungnabólgu um helg- ina eftir að hafa teppst í snjóbyl undir beru lofti í frönsku Ölpunum. Menn- irnir voru í hópi 90 afrískra her- manna frá fyrrum nýlendum Frakka í Afríku sem voru við heræfingar í Ölpunum og liggja fimm aðrir veikir með lungnabólgu eftir útivistina. MILLJARÐAR HVERFA Mannréttindasamtökin Mannrétt- indavaktin segja að fjögurra millj- arða dollara tekjur af olíusölu hafi horfið af bankareikningum angólskra stjórnvalda á síðustu fimm árum. Samtökin segja að þetta komi fram í gögnum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, IMF og nemi upphæðin um 10% af árlegum tekjum angólska ríkisins. Loksins - loksins Eumenia þvottavélar og þurrkarar aftur á Íslandi T I L B O Ð S D A G A R EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - eirvik.is EURONOVA 600 600 snú/mín, þvær 3 kg. 67,5 cm h. x 46 cm br. x 46 cm d. Verðlistaverð kr. 69.500 EURONOVA 1000 1000 snú/mín, þvær 3 kg. 67,5 cm h. x 46 cm br. x 46 cm d. Verðlistaverð kr. 91.400 EUDORA 302 Þurrkari með tímastilli og útblæstri, þurrkar 3 kg. 67,5 cm h. x 50 cm br. x 47 cm d. Verðlistaverð kr. 37.400 Eumenia vélarnar eru afar vandaðar og vel hannaðar. Þær henta allstaðar þar sem pláss er lítið og ekki er gerð krafa um mikla afkastagetu. Nú í janúar bjóðum við þessar frábæru vélar á sérstöku kynningarverði á meðan byrgðir endast. Lítið við og kynnist Eumenia af eigin raun. TILBOÐ kr. 55.600 stgr. TILBOÐ kr. 73.120 stgr. TILBOÐ kr. 29.920 stgr. vi lb or ga @ ce nt ru m .is ORKUMÁL Nefnd skipuð fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, sem vinnur að heildarendurskoðun á tekju- stofnum sveitarfélaga, hefur ver- ið falið að taka skattlagningu sveitarfélaga á orkufyrirtæki til sérstakrar umfjöllunar. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi eftir að forsætisráðherra lagði fram sameiginlega yfirlýsingu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og starfshóps fjögurra ráðuneyta, sem ríkisstjórnin fól að kanna hvort og með hvaða hætti hægt væri að jafna aðstöðu þeirra sveitarfélaga sem leggja land undir virkjunarmannvirki. Starfshópnum var jafnframt ætlað að taka til athugunar hvern- ig skattlagningu sveitarfélaga á orkufyrirtæki yrði best háttað í breyttu skipulagi raforkumála og áhrif þess á núverandi fyrirkomu- lag skattheimtu fyrir sveitar- félög, orkufyrirtæki og orkunot- endur. Samkvæmt lögum er stór hluti mannvirkja orkufyrirtækja ekki matsskyldur til fasteignamats og er því ekki skattskyldur, en undir þetta falla stíflur og línur til flutn- ings raforku ásamt burðar- stólpum og spennistöðvum. Stærsti hluti þeirrar fjárhæðar sem orkufyrirtæki greiða fast- eignaskatt af er vegna stöðvar- húsa. Sveitarfélag þar sem stöðv- arhús er staðsett fær þannig allan fasteignaskatt þess þótt vatnsfall- ið og stíflumannvirkið séu innan marka fleiri sveitarfélaga. ■ ORKUFYRIRTÆKI Ákveðið hefur verið að láta athuga hvernig skattlagningu sveitarfélaga á orkufyrirtæki sé best háttað í breyttu skipulagi raforkumála. Skattlagning orkufyrirtækja: Jafni aðstöðu sveitarfélaga SVEINN MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI GEÐHJÁLPAR Miklar annir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði hjá Geðhjálp á Túngötunni, en þar leita aðstoðar fólk sem á við geðræna erfiðleika að etja og vantar leiðbeiningar af ýmsum toga. ■ Afríka GARÐAR GARÐARSSON Getur verið tímamótasamningur ef rétt er á haldið. Um 20 með geðröskun á götunni án hjálpar Einstaklingar með persónuleikaröskun eru á götunni og fá ekki hjálp. Heilbrigðisyfirvöld skil- greina þá ekki sem geðsjúka og hafna á þeirri forsendu allri hjálp við þá, að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar sem segir þessa einstaklinga hvað hættulegasta öðrum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.