Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 11
■ Asía ■ Asía 11FIMMTUDAGUR 15. janúar 2004 útsala - útsala Ýmsar gerðir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 26 01 10 /2 00 3 799 kr. 10 túlipanar Gott verð Mikið úrval Áður 6.990 kr. Nú 4.990 kr. Stórar kistur Pottaplöntur 30% afsláttur Silkiblóm 40% afsláttur Útsölumarkaður Gjafavara og Pottar 50% afsláttur Minni 3.990 kr. Stærri 5.990 kr. Allir Tiffanys lampar Greenpeace: Ekki á móti fiskveiðum NÁTTÚRUVERND Það er ekki á dag- skrá Greenpeace að berjast fyrir banni við þorskveiðum eða fisk- veiðum almennt. Íslenskir sjómenn, sem eru á móti banni við hvalveiðum, hafa oft spurt hvað gerist næst ef látið verði undan mótmælum Green- peace við hvalveiðum. Guðbrand- ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims, lýsti því meðal annars yfir í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að hann hefði áhyggjur af því að verndunarsinnar myndu vilja ganga lengra ef þeir næðu fram banni við hvalveiðum. Frode Pleym, talsmaður Greenpeace, segir að sama umræða hafi komið upp í Noregi. Hann segir að Greenpeace hafi ekki lagst gegn almennum fiskveiðum og muni ekki gera það. ■ BRUNI Eldur logaði í loftræsti- stokki í trésmíðaverkstæði í Gylfaflöt í Grafarvogi um miðj- an dag í fyrradag. Þrjár stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins fóru á staðinn til að ráða niðurlögum eldsins. Eldurinn var mikill en ein- skorðaður við loftræstistokk- inn, sem sogar sag frá vélunum. Til að slökkva eldinn var stokk- urinn opnaður og logandi sag- inu blásið út og slökkt jafn óðum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu mátti ekki miklu muna að verr færi. Eldurinn náði ekki í geymslu sem er utan dyra, tengd við loftstokkinn og safnar saman því sem kemur úr stokknum. Eins munaði miklu að menn voru við vinnu á verk- stæðinu og að eldurinn næði ekki að krauma í einhvern tíma. Skemmdir voru óverulegar enda stokkurinn úr stáli og vel þéttur. Slökkvistarf gekk vel. ■ á Suðureyri, sem slökkti eldinn áður en aðstoð barst frá Ísafirði. „Það kom berlega í ljós hvað við eigum öflugt slökkvilið.“ Óskað var eftir aðstoð frá Ísafirði en slökkviliðið þar lenti í miklum vandræðum á leið sinni til Suður- eyrar. Tveir slökkviliðsbílar lögðu af stað frá Ísafirði, annar náði að brjóta sér leið til Suðureyrar en hinn varð að hverfa frá. Sá sem komst alla leið komst þó ekki á leiðarenda fyrr en búið var að slökkva eldinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Valgerði var hún ekki búin að skoða vegsummerki. „Ég stend hér við glugga nágranna minna og horfi á húsið en mig langar ekki inn. Það eina sem skiptir máli er að við komumst lífs af. Ég trúi því að þarna hafi einhver góð öfl ver- ið að verki.“ Valgerður leigði hús- ið sem hún bjó í við Stefnisgötu og segist vera með ágætar trygging- ar. Næsta skrefið er að draga and- ann og byggja sig upp. Allt annað fylgir í kjölfarið. kolbrun@frettabladid.is HÚSIÐ Á STEFNISGÖTU Vegna mikillar ófærðar reyndist slökkviliðs- mönnum erfitt að komast að húsinu. Slökkvistarf gekk vel: Eldur kom upp á trésmíðaverkstæði REYKKAFARAR AÐ STÖRFUM Slökkvistarf gekk vel en ekki mátti miklu muna að verr færi. BENGALTÍGRAR TALDIR Dýra- verndarsamtök í Indlandi og Bangladesh eru að hefja talningu á Bengal-tígrum í stærstu fenja- skógum heims í Sundarbans- héraði á landamærum ríkjanna. Óttast er að Bengaltígurinn sé í bráðri útrýmingarhættu og að stofninn telji nú aðeins 500 til 600 dýr eftir að hafa verið um 100.000 í byrjun síðustu aldar. SÚ FYRSTA SÍÐAN 1992 Hæstirétt- ur í Afganistan hefur kvartað við stjórnvöld yfir því að afgönsk söngkona skuli hafa komið fram í afganska ríkissjónvarpinu, sú fyrsta síðan 1992. „Það verður að stöðva þetta,“ sagði Fazel Ahmed Manawi, varaforseti hæstaréttar, eftir að sjónvarpið hafði sýnt gamla upptöku með söngkonunni. KY HEIMSÆKIR FÖÐURLANDIÐ Nguyen Cao Ky, fyrrum forsætis- ráðherra Suður-Ví- etnams, kom í gær í fyrsta skipti í heim- sókn til gamla föð- urlandsins síðan hann flúði land í lok Víetnamstríðsins árið 1975. Víetnömsk stjórnvöld gáfu Ky leyfi til þess að heimsækja landið í tilefni hátíðahalda víetnömsku áramótanna, sem eru 22. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.