Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 12
12 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR MÓÐURÁST Flóðhryssan Geraldina, til heimilis í Gladys Porter dýragarðinum í Texas, lítur eftir vikugömlu afkvæmi sínu sem var hleypt út undir bert loft í fyrsta skipi um helgina. Réttarhöld hafin yfir meintum morðingja Önnu Lindh: Deilt um tildrög verknaðarins STOKKHÓLMUR Mijailo Mijailovic, sem ákærður er fyrir morðið á sæn- ska utanríkisráðherranum Önnu Lindh, sagði fyrir rétti að raddir í höfðinu hefðu skipað honum að stin- ga hana. Réttarhöldin yfir Mijailovic hófust í Stokkhólmi í gær. „Ég gat ekki streist á móti,“ sagði Mijailovic. Hann hélt fast við fyrri yfirlýsingar sínar um að um tilviljunarkenndan verknað hefði verið að ræða. „Ég hef engan áhuga á stjórnmálum. Þetta hefði getað verið einhver annar en Anna Lindh. Mér var ekkert illa við Önnu Lindh persónulega,“ sagði Mijailovic þeg- ar saksóknarinn Krister Petersson reyndi að fá hann til að viðurkenna að pólitískar ástæður hefðu legið að baki morðinu. Peter Althin, verjandi Mijailovics, hefur farið fram á að hann verði ákærður fyrir manndráp í stað morðs af yfirlögðu ráði. Sak- sóknarar segjast aftur á móti sann- færðir um að um skipulagðan verknað hafi verið að ræða og full- yrða að Mijailovic hafi veitt Lindh eftirför í stundarfjórðung áður en hann réðst á hana. Mikil öryggisgæsla er við dóms- húsið í Stokkhólmi vegna réttar- haldanna. Vitnisburði Mijailovic var ekki útvarpað eins og upphaf- lega stóð til. ■ Innrás í sendiráð: Apar réðust á starfsfólkið NEPAL, AP Starfsmenn indverska sendiráðsins í Katmandu, höfuð- borg Nepals, urðu að leita eftir að- stoð sérfræðinga þegar hátt í fjörutíu óðir apar gerðu innrás í sendiráðið. Aparnir ræðust á sendiráðs- starfsmennina, létu greipar sópa á skrifstofum þeirra og eyðilögðu húsgögn og tækjabún- að. Nepalskir dýrafræðingar og dýragarðsstarfsmenn voru kall- aðir á vettvang til að fanga apana og flytja þá út fyrir borg- ina. Árásargjarnir apar eru einnig velþekkt vandamál á Indlandi. Þeir hafa ítrekað gert innrás í þinghúsið í Nýju Delí þar sem þeir hafa ráðist á gesti og gang- andi, rótað í skjölum og eyðilagt innanstokksmuni. ■ BANDARÍKIN Howard Dean, fyrr- verandi ríkisstjóri í Vermont, sem nú þykir sigurstranglegastur um tilnefningu demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust, sendi keppinautum sínum heldur betur tóninn á fundi í Iowa og sagði þá alla innanbúðarmenn í Was- hington sem engu myndu breyta. Dean var þarna að svara sífelldum skotum keppinautanna og sagðist vera orðinn þreyttur á skotspónshlutverkinu. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Dean aukið forskotið á helsta keppinaut sinn, Dick Gephardt, þingmann frá Iowa og skilja nú um fimm prósent á milli þeirra fyrir fyrsta prófkjörið sem fer fram í Iowa á mánudaginn. ■ SKIPAFLUTNINGAR „Það er aldrei gott að missa samninga en þetta mun þó hafa óveruleg áhrif á okk- ar rekstur,“ sagði Kristinn K j æ r n e s t e d , framkvæmda- stjóri Atlants- skipa. B a n d a r í s k i herinn samdi á dögunum við Eimskip um flutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli næstu fimm ár. Um er að ræða 65% alla flutninga fyrir varnarliðið en bandarísk skipa- félög annast 35% flutninganna. Skipafélögin þrjú, Atlantsskip, Eimskip og Samskip, buðu í ís- lenska flutningshlutann í júlí í fyrra og varð Eimskip hlutskarp- ast. Félagið tekur við flutningun- um 1. febrúar næstkomandi. Fram hefur komið hjá fram- kvæmdastjóra Eimskips að flutn- ingarnir fyrir Varnarliðið séu veruleg búbót. Fluttar verða um 8000 gámaeiningar á næstu fimm árum og eru tekjur vegna flutn- inganna áætlaðar um tíu milljónir dollara á þeim tíma. Atlantsskip hefur annast þenn- an hluta flutninga fyrir varnarlið- ið síðustu fimm ár en systurfyrir- tæki Atlantsskipa, Trans Atlantic Line, hefur séð um bandaríska hlutann. Trans Atlantic Line held- ur 35% hlutanum næstu fimm árin. Þá annast félagið sömuleiðis alla flutninga fyrir Bandaríkjaher til Guantanmo-flóa á Kúbu. Nú eru rúm fimm ár síðan Atlantsskip hóf starfsemi sína með siglingum milli Íslands og Ameríku. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt á þessum tíma og fagnar á þessu ári tveggja ára afmæli Evrópulínu sinnar. Skip félagsins eru þrjú og er siglt til Norfolk í Bandaríkjunum, Esbjerg í Danmörku og Rotter- dam í Hollandi. Markaðshlutdeild Atlantsskipa í flutningum til og frá landinu er frekar lítil ennþá eða innan við tíu af hundraði. „Evrópuflutningarnir vaxa þó mjög ört og við munum leggja aukna áherslu á þann þátt á næst- unni,“ sagði Kristinn Kjærnested. the@frettabladid.is HOWARD DEAN Dean segir að keppinautarnir munu engu breyta. Dean eykur forskotið: Sendir keppi- nautum tóninn ÁHRIFIN ÓVERULEG Bandaríkjaher samdi á dögunum við Eimskip um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli næstu fimm árin. Atlantsskip hefur annast flutningana síðustu fimm ár. Kristinn Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir ekki gott að missa samninga en áhrifin verði þó óveruleg á reksturinn. Hefur óveruleg áhrif á reksturinn Bandaríski herinn samdi á dögunum við Eim- skip um flutninga fyrir Varnarliðið. Atlantsskip hafa annast flutningana síðustu fimm ár. „Evrópu- flutningarnir vaxa þó mjög ört og við munum leggja aukna áherslu á þann þátt á næstunni. RÖÐ VIÐ DÓMSHÚSIÐ Röð tók að myndast fyrir utan dómshúsið í Stokkhólmi þegar í fyrrakvöld, um hálfum sólahring áður en réttarhöldin yfir morðingja Önnu Lindh hófust.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.