Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 13
■ Lögreglufréttir FIMMTUDAGUR 15. janúar 2004 útsala S M Á R A L I N D -allt í botni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 33 65 1/ 20 04 50% afsláttur af öllum útsöluvörum Nýtt kortatímabil FIMM FÓRUST Í SJÁLFS- MORÐSÁRÁS Að minnsta kosti fjórir Ísraelar létu lífið í gær þegar palestínsk kona sprengdi sig í loft upp á landamær- um Ísraels og hernumdu svæða Palest- ínu á Gaza- ströndinni. Fjórir Palestínumenn og þrír Ísraelar særðust. Hamas- samtökin og Al Aqsa herdeildirn- ar lýstu sameiginlega ábyrgð á sprengjuárásinni á hendur sér. Konan var liðsmaður Hamas. ÍSRAELSKUR LANDNEMI MYRTUR Vopnaðir Palestínumenn skutu ísraelskan landnema til bana á Vesturbakkanum. Mennirnir skutu á bifreið Ísraelans þegar hann var á leið inn í gyðinga- byggðina Talmon, skammt frá Ramallah. Tveir aðrir menn særðust lítillega í árásinni. Al Aqsa herdeildirnar lýstu ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. EFNAHAGSKREPPA HJÁ PALEST- ÍNUMÖNNUM Efnahagskreppa ríkir á hernumdu svæðum Palest- ínu. Stjórnvöld hafa neyðst til að taka bankalán til að greiða laun um 125.000 opinberra starfs- manna. Mjög hefur dregið úr erlendum fjárframlögum og atvinnuleysi er gífurlegt þar sem sífellt færri Palestínumenn fá leyfi að sækja vinnu í Ísrael. ÍSRAELSKUR HERMAÐUR ÁKÆRÐ- UR Ísraelskur hermaður hefur verið ákærður fyrir að skjóta á breskan sjálf- boðaliða á Gaza- ströndinni í apríl á síðasta ári. Tom Hurndall, sem var meðlimur í International Solidarity Movement, var skotinn í höfuðið þegar hann var að mótmæla að- gerðum ísraelska hersins. Hann lést af völdum sára sinna á sjúkra- húsi í Lundúnum í gær. PALESTÍNUMAÐUR FÉLL Í SKOT- BARDAGA Vopnaður Palestínu- maður féll í skotbardaga við ísra- elskar hersveitir á Gaza-strönd, skammt frá landamærum Egypta- lands. Að sögn ísraelska hersins hóf maðurinn að skjóta á hermenn sem svöruðu í sömu mynt. Einbýlishús í Kópavogi: Nágranni slökkti eld BRUNI Eldur kviknaði út frá kerti sem gleymst hafði logandi á borð- stofuskáp í einbýlishúsi í Fífuhjalla í Kópavogi um áttaleytið í fyrra- kvöld. Nágranni heyrði í reyk- skynjara og þegar hann athugaði málið betur sá hann hvar eldur log- aði innan dyra. Hann braut sér leið inn um glugga og slökkti eldinn. Þá hringdi hann á slökkviliðið sem kom á staðinn og reykræsti. ■ ■ Ísrael ÓUPPLÝST RÁN Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrots sem framið var í söluturn á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka á nýárs- nótt. Peningum og vörum, samtals að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna, var stolið. Lögregl- an á Egilsstöðum heldur áfram rann- sókn málsins. BRAUST INN Á TVEIMUR STÖÐUM Lögreglan á Selfossi handtók fimmt- án ára stúlku á þriðja tímanum í fyrrinótt eftir að stúlkan hafði brot- ist inn í ÁTVR og apótekið í bænum. Stúlkan braut rúður á báðum stöðum og hafði á brott með sér lítilræði úr áfengisversluninni. Hún var hand- tekin á leið frá apótekinu eftir að ör- yggiskerfi fór í gang. Haft var sam- band við forráðamenn stúlkunnar og Barnaverndarnefnd. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.