Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 14
14 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR HORFT TIL HAFS Hindúa-pílagrímur tilbiður mátt hafsins við heilaga dýfu við ósa árinnar Ganges í Gangasagar á Indlandi, um 140 kílómetra austur af Kalkútta. Kárahnjúkaúrskurður fyrir Hæstarétti: Engir hnökrar segir ríkislögmaður DÓMSMÁL Atli Gíslason lögmaður, sem er einn þeirra sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun vegna úrskurðar Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar, lagði áherslu á vanhæfi Sivjar þegar málflutningur fór fram í Hæstarétti í gær. Atli benti á að hún hefði verið aðili að málinu þegar hún felldi úrskurð sinn og sneri við úrskurði Skipulags- stofnunar, sem hafði ekki fallist á framkvæmdirnar. „Umhverfisráðherra var dóm- ari í eigin sök og það voru mjög alvarlegir ágallar á málsmeð- ferðinni. Ráðherra lét okkur ekki hafa þær kærur og gögn sem við báðum um og svaraði okkur aldrei. Réttur okkar samkvæmt umhverfisrétti var vanvirtur,“ segir Atli Gíslason. Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður sagði fyrir Hæstarétti að úrskurður umhverfisráðherra hefði verið unninn á eðlilegan máta. „Það eru ekki þeir hnökrar á honum að hægt sé að ógilda hann,“ sagði Skarphéðinn. Búist er við dómi Hæstaréttar í mál- inu eftir tvær vikur, en falli hann stefnendum í vil kann matsferlið að þurfa að fara af stað að nýju. ■ Aðvörunarskot frá Alþýðusambandinu Fulltrúar ASÍ gengu á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun og ræddu aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Félagsmál og samræming lífeyrisréttinda meðal áhersluatriða ASÍ. Forsætisráð- herra segist ekki sjá að hægt sé að ljúka samræmingu lífeyrisréttinda í tenglsum við kjarasamninga. KJARAMÁL „Þríhliða samstarf ríkis, verkalýðshreyfingar og atvinnurek- enda í þessum efnum hefur fyrst og fremst snúist um efnahags- og at- vinnumál en nú teljum við óhjá- kvæmilegt að jafnframt verði félagsmálin tekin inn,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, eftir fund fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar með ríkisstjórninni í gærmorgun. Rædd var aðkoma stjórnvalda að gerð kjarasamninga og samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkað- arins. ASÍ vill nýjan sáttmála við ríkis- stjórnina og Samtök atvinnulífsins sem einkennist af því að samþætta efnahags-, atvinnu- og félagsmál þar sem höfuðáhersla verði lögð á að tengja saman hagsmuni launa- fólks og atvinnurekenda. „Með nýjum sáttmála er mögu- legt að leggja grunn að traustum kjarasamningum sem tryggi stöðugleika næstu árin,“ segir í skjali sem lagt var fyrir stjórnvöld í gærmorgun. „Við sögðum þeim hér að þetta væru stór mál og erfið og ekki endi- lega hægt að leysa þau öll í tengsl- um við kjarasamninga. En hins veg- ar vissum við að það hlyti að hvíla á okkur ákveðin ábyrgð eins og reynslan hefur sýnt, áður en kjarasamningum lýkur, að gera okk- ar til þess að frið- ur geti verið um þá og þeir geti verið nægilega langir til þess að fólkið hafi eitt- hvað upp úr þeim. Þannig að þetta var góður byrjunarfundur, þetta var svona aðvörunarskot frá Al- þýðusambandinu til okkar,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Í sérstakri aðgerðaáætlun sem lögð var fram af hálfu ASÍ á fundin- um segir að stíga verði stór og markviss skref til að samræma líf- eyrisréttindi allra landsmanna. Sama eigi við um kjör launafólks á almennum markaði og kjör opin- berra starfsmanna. „Nú lítum við svo á að það sé ögurstund í lífeyrismálinu, það verði að leysa það í tengslum við gerð kjarasamninganna,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. En er lag núna til þess að sam- ræma lífeyrisréttindi allra lands- manna ? „Ég þori ekki að fullyrða það. Þetta er afskaplega stórt og þungt mál sem getur síðan, ef við leysum einn áfanga þess, opnað stærri sár annars staðar. Þetta er ekkert sem ég sé fyrir mér að við getum endi- lega klárað. En við munum svo sannarlega taka þátt í viðræðum við ASÍ um þessi atriði,“ sagði Davíð Oddsson. Í aðgerðaáætlun ASÍ er enn fremur lögð áhersla á málefni atvinnulausra, bætt réttindi til atvinnuleysisbóta, aukin framlög til félagslega íbúðakerfisins, bætta stöðu barnafjölskyldna og hækkun sjúkradagpeninga. Þá eru í tillögum ASÍ atriði sem snerta EES-samning- inn, svo sem aðlögunartíma gagn- vart nýjum aðildarríkjum og at- vinnuþátttöku erlendra ríkisborg- ara hér. „Mörg þessara mála eru til um- fjöllunar í félagsmálaráðuneytinu en við viljum sjá niðurstöður í tengslum við frágang þessara kjarasamninga,“ sagði Grétar Þor- steinsson. „Við viljum taka þátt í þessu verkefni og gera okkar til þess að leysa málin en við viljum ekki lofa neinu sem við getum svo ekki stað- ið við. Það gerir eingöngu illt verra í kjarasamningum. En við höfnum því alls ekki að fara yfir alla þessi þætti eftir því sem kjarasamning- um vindur fram. En við áréttuðum á fundinum með ASÍ að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum yrði eingöngu í lok ferilsins, en ekki á þessu stigi,“ sagði Davíð Oddsson. the@frettabladid.is Kvennasamtök: Andmæla breytingum NEYÐARMÓTTAKA Á annan tug kvennasamtaka skora á stjórn Landspítalans að sjá til þess að hætt verði við að flytja neyðar- mótttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Slíkir flutningar myndu eyðileggja þann mikla árangur sem hefur unnist í rétti- indamálum kvenna, segir í yfir- lýsingu samtakanna. Meðal þeirra samtaka sem standa að yfirlýsingunni eru Samtök um kvennaathvarf, Femínistafélag Íslands og Kvenréttindafélagið. Samtökin leggja áherslu á að um þjónustuna ríki sátt og frið- ur og að fremur þurfi að auka hana en skerða. Skorað er á stjórn Landspítal- ans að standa vörð um neyðar- móttökuna og skerða ekki þá þverfaglegu þjónustu sem þar er veitt. ■ HÆSTIRÉTTUR Málflutningur fór fram í gær í máli gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun vegna úrskurðar umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. AÐGERÐAÁÆTLUN KYNNT Formenn landssambanda Alþýðusambandsins þinguðu með ráðherrum í gærmorgun um aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Úrbætur í félagsmálum vega þungt í þeirri aðgerðaáætlun sem ASÍ kynnti. DAVÍÐ ODDSSON Samræming lífeyrisréttinda landsmanna erfið í framkvæmd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.