Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 18
18 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR MEXÍKÓ Leiðtogar Ameríkuríkja, sem funduðu í Monterrey í Mexíkó í byrjun vikunnar, undirrituðu í fyrrakvöld sameiginlega yfirlýs- ingu þrátt fyrir skiptar skoðanir varðandi lykilmál eins og frjálsa verslun og baráttu gegn spillingu. Í yfirlýsingunni lofa leiðtogarn- ir því að styðja kröfu Bandaríkja- manna um að öll Ameríka verði eitt fríverslunarsvæði árið 2005 og er litið á það sem mikinn sigur fyr- ir Bush Bandaríkjaforseta vegna harðrar andstöðu sumra leiðtog- anna á fundinum og þá sérstaklega hinna vinstrisinnuðu Hugo Chavez, forseta Venesúela, og Lula da Silva, forseta Brasilíu. Báðir voru þeir félagar á móti því í byrjun að fríverslunarsvæðið yrði nefnt í lokayfirlýsingunni en létu þó undan í lokin. Chavez vildi ekki viðurkenna að hann hefði ver- ið beittur þrýstingi á fundinum en helstu áherslumál hans og Lula, baráttan gegn fátækt og aukið þróunarstarf, rötuðu bæði inn í yfirlýsingunni. Að mati stjórnmálaskýrenda ber yfirlýsingin glögg merki út- þynningar en Bush lagði í upphafi til að fríverslunarsamningur lægi á borðinu strax í byrjun næsta árs. ■ Sameiningarátakið eitt mikilvægasta verkefnið Félagsmálaráðherra segir brýnt að stækka, styrkja og efla sveitarfélögin. Samhliða þurfi að ræða tilflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Ráðherra vill ljúka flutningi málefna fatlaðra og líta næst á grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar. Miklar vonir eru bundnar viðátak stjórnvalda til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Nefndir á vegum félagsmálaráðherra tóku nýlega til starfa en þeim er ætlað að gera tillögur að tilflutningi verkefna milli ríkis og sveitar- félaga og breyttri skipan sveitar- félaga. Nefndunum er einnig ætl- að að fjalla um aðlögun tekju- stofna sveitarfélaga samhliða þessu. Tillögur eiga að liggja fyr- ir í vor en við það er miðað að hægt verði að efna til sameining- arkosninga vorið 2005. Sveitar- stjórnarmenn hafa sagt reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og fyrirkomulag tekjustofna sveitar- félaga vinna gegn jákvæðum þátt- um sameiningar. Félagsmálaráð- herra segir tekjuskiptinguna einn meginþátt sameiningarátaksins. Seint sátt um tekjustofna „Tekjuskipting milli þessara tveggja stjórnsýslustiga, ríkis og sveitarfélaga, er auðvitað stöðugt umfjöllunarefni og sjálfsagt komumst við seint að einhverri lausn mála í því. En það er þó ekki langt síðan reglum um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga var breytt, ein- mitt í þeim tilgangi að treysta stöðu þeirra sveitarfélaga sem eru með hvað lægstar tekjur á íbúa. Og það var að hluta til gert á kostnað minnstu, en jafnframt tekjuhæstu sveitarfélaganna. Menn hafa því verið að reyna að þróa Jöfnunarsjóðinn, einmitt með tilliti til ábendinga sveitar- stjórnarmanna. Á sama tíma og tekjuskattur einstaklinga hefur verið að lækka þá hefur hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum verið að aukast. Ríkið hefur verið að taka minna til sín á meðan sveitar- félögin hafa verið að bæta við. En menn eiga stöðugt að leita leiða til þess að treysta sveitarfélögin, vegna þess að ég trúi því að það sé íbúunum til hagsbóta að þjónust- an færist nær og sveitarfélögin styrkist. En þá um leið hlýtur að koma að þessu, þau þurfa að stækka og eflast, þau þurfa að vera af ákveðinni stærðargráðu til þess að ráða við, af þeim gæð- um og með þeirri þjónustu að sinna þeim verkefnum sem íbú- arnir gera kröfur til.“ segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sameiningarátak Fyrir nokkru skipaði Árni þrjá starfshópa í því skyni að efla sveit- arstjórnarstigið. Sameiningarnefnd hefur það hlutverk að undirbúa og leggja fram tillögur um breytta sveitarfélagaskipan. Markmiðið er að hvert sveitarfélag myndi heild- stætt atvinnu- og þjónustusvæði. Tekjustofnanefnd er svo ætlað að aðlaga tekjustofna sveitarfélaga að nýrri sveitarfélagaskipan og breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Til að samræma vinnu þessara tveggja nefnda, starfar þriggja manna verkefnis- stjórn, sem hefur yfirumsjón með sameiningarátakinu Verkefnis- stjórninni er einnig ætlað að gera tillögur um hvaða verkefni sé unnt að færa frá ríki til sveitarfélaga, í því augnamiði að treysta sveitar- stjórnarstigið og efla sjálfsforræði byggðarlaga. Markmiðið með þessari vinnu er að verkaskipting ríkis og sveitar- félaga verði skýr og því er alls ekki útilokað að fram komi tillögur um flutning verkefna í hina áttina ein- nig, þ.e. frá sveitarfélögum til ríkisins. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að kjósa um tillögur samein- ingarnefndarinnar eigi síðar en vorið 2005. Engar þvinganir Sveitarfélögin eru núna 104 en voru 204 fyrir 1990, þannig að þeim hefur fækkað umtalsvert á undan- förnum árum. Í helmingi sveitar- félaganna búa innan við 500 manns en lágmarksíbúafjöldi í hverju sveitarfélagi er 50 manns. Einungis 36 manns búa í fá- mennasta sveitarfélagi landsins, Mjóafjarðarhreppi, en rúmlega 112 þúsund í því fjölmennasta, Reykja- vík. „Ég hef ekki viljað nálgast þessi mál út frá því að það sé brýnt að fækka sveitarfélögum verulega. Ég vil nálgast þetta út frá því að þau þurfi að stækka, styrkjast og eflast sem auðvitað hefur í för með sér fækkun. En ég hef ekki viljað hafa fækkun sveitarfélaga sem útgangs- punkt og því ekki verið tilbúinn að nefna einhverja tölu um æskilegan fjölda sveitarfélaga. Það er hins vegar alveg ljóst að ef við ætlum að ná árangri í þessum Engill dauðans: Myrti 24 sjúklinga SVISS, AP Svissneskur sjúkraliði bar ábyrgð á dauða að minnsta kosti 24 vistmanna á hjúkrunarheimilum í Lucerne-héraði á árunum 1995 til 2001, að því er fram kemur í skýrslu lögreglunnar. Fórnarlömbin voru á aldrinum 66 til 95 ára og áttu það sameiginlegt að þjást af alzheimer eða öðrum alvar- legum sjúkdómum. Sjúkraliðinn hefur játað að hafa gefið þeim ban- vænan lyfjaskammt eða kæft þau með plastpoka. Hann heldur því fram að hann hafi kennt í brjósti um fórnarlömbin og viljað lina þjáning- ar þeirra. Svissneskir fjölmiðlar kalla hann „engil dauðans“. ■ AUKNAR SÓTTVARNIR Fuglaflensu í kjúklingum hefur nýlega orð- ið vart í Víetnam, Suður-Kóreu og Japan. Fuglaflensan í Asíu: Varað við faraldri ASÍA Sérfræðingar Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar, WHO, hafa varað við því að fuglaflensan, sem nú herjar á fiðurfénað í nokkrum Asíulöndum, gæti orðið skæðari en bráðalungnabólga nái veiran, sem veldur veikinni, að stökk- breytast og smitast í fólk. Þrjú dauðsföll í Víetnam hafa nýlega verið rakin til fuglaflensunnar en hún hefur ein- nig nýlega greinst í kjúklingum í Japan og Suður-Kóreu. Sérfræðingarnir segja að dán- artíðni vegna fuglaflensunnar sé mun hærri en vegna bráðalungna- bólgu og að öll tilfelli sem hingað til hafi greinst í fólki séu rakin til þess að sjúklingarnir hafi komist í nána snertingu við sýkta fugla. ■ RISAKIRKJUKLUKKA Stærsta kirkjuklukka, sem smíðuð hefur verið í Rússlandi, var blessuð í upphafi flutnings frá Pétursborg til Sergiyev Posad í nágrenni Moskvu í gær. Klukkan, sem var smíðuð í Baltic-verksmiðjunni í Pétursborg, er fimm metra há og vegur um 80 tonn. BUSH Í MEXÍKÓ Lokayfirlýsing leiðtogafundarins í Mexíkó gerir ráð fyrir að Ameríka verði fríverslunar- svæði árið 2005. Samkomulag um lokayfirlýsingu: Mikill sigur fyrir Bush 1. apríl 2004 Hugmyndir um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga, breytta skipan sveitarfélaga og tillögur um aðlögun tekjustofna. maí - des. 2004 Kynning tillagna um allt land. Haustþing 2004 Nauðsynlegar breytingar á sveitarstjórnar- lögum. Vorið 2005 Kosið um sameiningar sveitarfélaga í samræmi við tillögur sameiningarnefndar. NEFNDARSTARF Um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Verkefnisstjórn: Yfirumsjón, tillögur um flutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga Sameiningarnefnd: Tillögur um breytta sveitarfélagaskipan Tekjustofnanefnd: Tillögur um aðlögun tekjustofnakerfis LYKILDAGSETNINGAR Átaki til eflingar sveitarstjórnarstiginu var hrundið af stað í nóvember síðastliðnum. Fréttaviðtal ÞRÖSTUR EMILSSON ■ ræðir við Árna Magnússon félagsmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga, flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga og skiptingu tekjustofna. EKKI ÞVINGAÐA SAMEININGU Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist ekki vilja nálgast málin út frá því að brýnt sé að fækka sveitarfélögum verulega. „Ég vil nálgast þetta út frá því að þau þurfi að stækka, styrkjast og eflast sem auðvitað hefur í för með sér fækkun.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.